Morgunn


Morgunn - 01.12.1979, Page 55

Morgunn - 01.12.1979, Page 55
ÞORGRIMUR ÞORGRÍMSSON, RITARI S.R.F.Í.: MYNDIR GERÐAR I MIÐILSÁSTANDI Á aðalfundi S.R.F.l. s.l. vor sýndum við fundarmönnum nokkrar myndir. Þær eru gerðar í djúptrans eða miðilsástandi af brasiliska miðlinum Luiz Gasparetto hinn 2. sept. 1978 í Froebel College i bænum Roehampton á Englandi, þar sem við vorum á þingi, sem var hið 16. i röðinni, haldið þriðja hvert ár af Alþjóða Spíritistasambandinu, sem á ensku heitir The International Spiritualist Federation. Luiz Gasparetto er 28 ára að aldri og vinnur almannaþjón- ustustörf í sálfræði. Síðastliðin 14 ár hefur hann teiknað og málað myndir í djúptrans og notað til þess bera fingurna eða pensla með acryl eða olíulitum. En svið listar hans virðist frekar sjaldgæft. Fer best að kalla hana sálrœna list. Luiz hefur ekki stundað sölu á myndum þessum eða gert tilraun til þess — enda hefur hann aldrei lært að teikna. Ein- mitt þetta tvennt er óvenjulegt varðandi Luiz Gasparetto, það að hafa aldrei lært til málaralistar og aldrei stundað sölu á framleiðslu sinni. En hann hefur gert yfir 4000 myndir, sem hann bara geymir. Vitað er um ýmis tilfelli, þar sem listamenn hafa fallið í trans og gert myndir ólikar þeim, sem þeir gerðu í vöku. Má þar nefna nöfn eins og William Blake, sem mun hafa verið i trans mikinn hluta ævi sinnar. Á nítjándu öld var ekki óal- gengt að óþjálfaðir miðlar máluðu i trans, en notuðu hæfileik- ana til að pretta náungann. Þá vöktu mikla athygli myndagerðir Victorien Sardou og hins óviðjafnanlega Skota, David Duguid. Á þessari öld hafa

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.