Morgunn


Morgunn - 01.12.1979, Side 57

Morgunn - 01.12.1979, Side 57
MYNDIR GERÐAR í MIÐII.SÁSTANDI 135 Luiz Gasparetto situr við borð í miðjum sal en kona situr við sama borð honum til trausts og halds, og er það móðir hans. Stafli af þykkum teikniörkum, 55x75 cm í ummál, liggur á borði við hlið hans ásamt olíu- og acryllitatúpum í öllum regn- bogans litum. Stundin er að hefjast. Það er kolniðadimmt í salnum — en nú er kveikt á tveimur litlum, rauðum ljósaperum í um það bil 4ra metra fjarlægð frá borði Gasparettos. Ég veiti þvi athygli, að aldeilis ómögulegt er að greina einn lit frá öðrum í þessari daufu birtu. Luiz Gasparetto er byrjaður. Hann hallar höfði til hliðar •— hallar liöfði síðan fram og leggur hægri hönd yfir litakassana, án þess að horfa á hvað hann er að gera. Hann opnar hverja litatúpuna eftir aðra til að hafa þær tilbúnar þegar grípa skal til þeirra. Með lokuð augun ræðst hann gegn teikniörkinni með hægi'i hendinni og af slíkum krafti að við liggur að blaðið fari af stað, en móðir hans gætir þess vel að allt sé í skorðum. Ekki eru liðnar nema fjórar mínútur þegar fyrsta myndin er fullgerð, eftir að hendur hans hafa flogið yfir teikniörkina með þessum ofsahraða og síðan undirritar hann hana með nafninu: Renoir. Móðir hans er ekki fyrr búin að taka liina fullgerðu mynd i burtu frá honum en Gasparetto þrífur nýja örk og byrjar samstundis á henni og eins og áður, án þess að horfa á það, sem hann er að mála. I þetta skiptið voru það augu manns og sýndist mér hann hafa staðsett þau neðst á andlitinu. í svipinn hélt ég að nú hefði honum orðið á í messunni. En eftir því sem hendur hans héldu áfram að fljúga með ofsahraða um teikniörkina eins og hann væri boxari, sem er að ljúka við að afgreiða keppinaut sinn, þá rennur það fljótlega upp fyrir mér, að hann er að gera andlitsmyndina á hvolfi. Þeir sem sáu urðu agndofa. Hann byrjar á þriðju myndinni og þrifur til olíulitanna —

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.