Morgunn


Morgunn - 01.12.1979, Side 64

Morgunn - 01.12.1979, Side 64
142 MORGUNN menn ákaflega til að vera nú ekki stressaðir. Paul kvaddi og við tók kona sem heitir Edith. Hún er annar aðstoðar- maður. Enn komu leiðbeiningar til áheyrenda, hughreyst- ingar og spjall. „Við erum miklu taugaóstyrkari en þið. Slakið bara á. Talið saman og hlæið. Haldið þið kannski að við framliðnir hlæjum ekki og skemmtum okkur?“ Verurnar nota ekki spegil. Paul og Edith skýrðu nákvæmlega út fyrir okkur svip- ina á andliti miðilsins. Málið var heldur flókið fyrir mig. Eitthvað sem nefnist útfrymi kom þar við sögu og svo kom runa af öðrum hugtökum sem ég kann ómögulega að fara með skammlaust. „Andlitin eru mismunandi að gæðum enda hæfileikar ver- anna til verksins mismunandi,“ sögðu þau. „Sumir reyna það ekki einu sinni, öðrum tekst frábærlega vel upp. Með hvatningu fólksins í salnum sem þekkir viðkomandi geta verumar jafnvel bætt um betur og gert andlitin nákvæmari. Verurnar reyna að hafa andlitin í líkingu við það sem fólk man best eftir þeim i jarðlífinu. Eða þá að þær velja þann kafla í jarðlífinu sem auðveldast er að skapa. Það þarf alls ekki að vera að andlitið sé í líkingu við það sem var siðast á ævinni. En munið bara að það er erfitt að búa til andlit af sjálfum sér — og verumar nota ekki spegil!“ Kínverjinn livessti augun á viðstadda. Loksins val allt klappað og klárt fyrir sjálfa skyggnilýs- inguna. Ljós voru slökkt og niðamyrkur rikti í salnum. Á borðinu framan við miðilinn var lampi með skærrauðri peru sem lýsti upp andlit hennar. Rauða peran var eina glætan í myrkrinu og allir gátu séð andlitið mjög greini- ltga hvar sem þeir sátu i salnum. Edith talaði úr munni mið- ilsins. Hún bað menn um að horfa vel á andlitið og fylgj- ast með því. Þar myndi birtast Kínverji, til að menn gætu

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.