Morgunn - 01.12.1979, Side 65
„HAX.DIÐ ÞIÐ AÐ FRAMLIÐNIR HLÆI EKKI . . . “ 143
greinilega séð andlitsskiptinguna. Og viti menn. Á örskarnmri
stundu tók andlitið á sig nýja og gjörólíka mynd. Þessi þá
líka myndarlegi Kínverji var kominn Og livessti augun fram
í sal. Ekki var það Maó sálugi sjálfur sem þarna var mætt-
ur. Enda af nógu öðru að taka. Það er örugglega dágott úr-
val af framliðnum sem þúsund milljóna þjóð skilar af sér
til andalands. Ekki bar á öðru. Þetta VAR Kínverji! Efa-
semdarmennirnir störðu, og tautuðu i barm sér.
íslensku andarnir fóru að ókyrrast og vildu komast að.
Edith byrjaði að lýsa verum sem vildu ná sambandi við fólk
i salnum. Nöfnin vöfðust fyrir henni. Hún átti i erfiðleik-
um með að geta hermt nöfnin eftdr verunum. En með hjálp
Ævars og viðstaddra var hægt að spá í langflest nöfnin,
þ. e. þau sem vafi lék á. Og langoftast þekkti einhver í saln-
um til veranna sem um var að ræða í hvert sinn. Fyrst var
nefnd ein vera og síðan 3—4 i viðbót. Síðan var reynt að
finna einn eða fleiri i salnum sem þekkti til allra veranna.
Þannig var reynt að útiloka alla aðra en þá sem verumar
vildu „hitta“. Þegar sá rétti virtist fundinn fóru verurnar að
gera ýmsar skemmtilegar athugasemdir, ætlaðar sínum
manni í salnum, til að sannfæra hann um tilveru sína.
„Ætlar þú ekki að taka þér fri bráðum?“ spurði vera konu
eina. „Jú, mér hefur dottið það í hug.“ „Drífðu í því,“ var
ráðleggingin að handan. „Varstu ekki að hugsa um að kaupa
ný föt?“ var karlmaður spurður. „Nei, ekki held ég það,
ja kannski má segja að mér hafi dottið það í hug.“ „Jú, jú,
þú varst að hugsa mn fatakaup. Við þekkjum oft hugsanir
ykkar betur en þið sjálf!“ var svarið.
Amllit hirtast.
Þegar Edith þótti nóg komið af sönnunum fyrir því að
réttar verur hefðu náð sambandi við rétt fólk í salnum kom
tími andlitsmyndanna. Á 5—7 sekúndum birtist nýtt andlit
á miðlinum, stundum gerólíkt hinu raunverulega. Þar komu
karlar og konur á ýmsum aldri, jafnvel karlmenn með skegg