Morgunn


Morgunn - 01.12.1979, Síða 66

Morgunn - 01.12.1979, Síða 66
144 MORGUNN og gleraugu! Verurnar sýndu líka vangasvip sinn, til að bet- ur gengi að þekkja þær. Og yfirleitt brást ekki að einhver kannaðist við svipinn. Ég kannaðist bara við Jóhannes Kjar- val listmálara af myndunum. „Er þetta ekki móðir mín?“ spurði karlmaður eina veruna. Veran kinkaði kolli og brosti breitt. Hún sendi syninum fingurkoss að skilnaði. „Þú getur gert andlitið á þér betra en þetta. Vertu blíðari á svipinn,“ sagði kona við móður sína. Og sýnilegt var að veran tók hvatningunni. Svipurinn skýrðist og breyttist örlítið. Veran fékk hól fyrir velheppnaða andlitsmyndun og var sýnilega hreykin af verki sínu. Blessun Páls í lokin. Skyggnilýsingin stóð fram yfir miðnættið. Þá tilkynnti Edith að máttur miðilsins væri á þrotum. Áður en hún kvaddi leyfði hún viðstöddum að sjá eigin svip. „Ég hef oft gert þetta en alltaf er það jafnvandasamt. Þið getið ímyndað ykkur hvort ekki er erfitt fyrir andana að gera þetta i fyrsta sinn.“ Páll frá 17. öld átti lokaorðin. Hann bað um þögn og fór með blessunarorð á fornensku. Ég skildi varla eitt einasta orð og Ævar lagði ekki í að þýða. Páll hvarf og eftir sat miðillinn Nixon í transi. Loksins orðin hún sjálf á ný! Við horfum á hana vakna í fullupplýst- um salnum. Hún virðist vera dágóðan tíma að átta sig og ná fullri meðvitund. Hver gæti líka staðið upp stálsleginn eftir að hafa setið og stýrt sjónvarpi úr öðrum heimi í tvo og hálfan tíma í beinni litsendingu? Ekki ég. Hvað segir svo efasemdarmaðurinn? Nú, hvað er svo sem hægt að segja, hvemig i dauðanum á ég að skýra eitt eða neitt sem fram fór þarna? Ég bara sá og heyrði — og þótti það sem fram fór í meira lagi merkilegt. Forvitnin náði að kvikna hressilega: Kannski verður Atli Rúnar fastagestur á andafundunum innan tíðar. Já, einhvern tíma hefði það þótt saga til næsta bæjar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.