Morgunn - 01.12.1979, Page 67
Queenie
Nixon
Atliyglisverð
heinisókn.
Þegar þetta er skrifað höfum við í stjóm
S.R.F.l. verið mjög önnum kafin. Nokkur okk-
ar fóru til Englands i ágúst til þess að mæta
þar á ráðstefnu, sem helguð var Alþjóða-
sambandi spiritista, eins og Þorgrímur Þor-
grímsson, ritari félagsins gerir nánari grein fyrir með grein
hér annars staðar í þessu hefti tímaritsins okkar. Á þess-
ari ráðstefnu var hirm frægi enski miðill Queenie Nixon,
sem ég hafði reyndar kynnst áður og var mjög hrifinn af.
Þar var um samið að hún kæmi hingað til Islands og starf-
aði á vegum Sálarrannsóknafélags fslands í Reykjavík og
systurfélags okkar í Keflavík.
Queenie Nixon er sennilega eini miðillinn í heiminum sem
getur sýnt andlitsmyndanir (transfiguration) með stórkost-
legum árangri. Almenningi hér í borg voru veitt þrjú tæki-
færi til þess að sjá þetta með eigin augum á þrem fundum,
sem til þess voru haldnir í Félagsheimilinu á Seltjarnarnesi.
Eins og vænta mátti vakti þetta furðu allra áhorfenda, hvort
sem þeir trúðu á annað líf að þessu loknu eða samband við
þá sem horfnir eru héðan af jörðinni eða ekki. Til þess að
gera lesendum Morguns grein fyrir þvi hver áhrif þetta hef-
ur haft á venjulegan efasemdarmann birtum við hér í þessu
hefti frásögn blaðamanns sem dæmi. Mjög svipaðar frásagn-
ir birtust í öðrum blöðum.
Hygg ég að óhætt sé að fullyrða, að enginn sálræn fyrir-
bæri sem sýnd hafa verið á vegum Sálarrannsóknafélagsins
okkar hafi vakið aðra eins athygli. Þetta virðist hafa gjör-
samlega sannfært fjölda manns um það, að það sem haldið
10