Morgunn


Morgunn - 01.12.1979, Page 69

Morgunn - 01.12.1979, Page 69
RITSTJÓRARABB 147 ýmsum virðist meðfæddur (gengur oft í ættir) og virðist ekki á neinn hátt upphaflega vera tengdur sálrænum þroska þess sem hlýtur hann i vöggugjöf. En á þvi er hins vegar enginn vafi, að illum manni er slíkur hæfileiki miklu hættu- legri en góðum, því þær ósýnilegu verur sem við drögum að okkur eru í samræmi við lyndiseinkunn og skapferli okk- ar sjálfra. Queenie er algjörlega sammála þeim sem þetta hripar um það, að hver sé sinnar gæfu smiður Og bendir á það, að eng- inn geti vænst þess að framliðin vera taki fyrir hann ákvarð- anir. Yið höfum frjálsan vilja og okkur er ætlað að læra að nota hann sjálfum okkur og öðrum til blessunar. Við megum þvi aldrei gleyma hinu mikla og óskeikula lögmáli, sem Páll postuli orðaði svo: Eins og maðurinn sáir, svo mun hann og uppskera. Yið ummyndanir þær sem verða á andliti miðilsins, þeg- ar hún er fallin i trans hefur Queenie hóp aðstoðarmanna, sem áhorfendur sjá vitanlega ekki. Flestir þeirra vinna „á bak við tjöldin“, eins og hún kemst að orði, en þó eru nokkr- ir þeirra sem tala gegnum hana og mynda svip sinn á and- liti hennar. Þar má nefna aðalstjórnendur þessa sambands, Paul, sem var aðalsmaður, sem lést 29 ára gamall á seytjándu öld og systir Edith, sem var trúboði í Afríku og kvaddi þennan heim 1868, og svo má einnig nefna gamlan Kinverja Yo Fang Hi. En um hann segist Queenie ekki vita mikið, því að- stoðarfólkið sé yfirleitt ekki fúst til að gefa miklar upplýs- ingar um sjálft sig. Græðirinn Joan Reid. Ég hef lengi talið, að okkur skorti á íslensku gott orð fyrir það fólk sem kallað er „healers“ á ensku. En það eru þær manneskjur, sem búa yfir sálrænum hæfileikum og beita þeim til þess að lækna fólk, og oft með undursamlegum árangri. Stundum hefur þetta fólk verið kallað lækningamiðlar. En það fæst aðallega við sjúklinga, sem árangurslaust hafa leitað lækninga hjá

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.