Morgunn


Morgunn - 01.12.1979, Page 72

Morgunn - 01.12.1979, Page 72
150 MORGUNN hans meðal annars þær, að hann telur ekki máli skipta úr hvaða efni leitarsprotinn sé, ef hann er sveigjanlegur (en menn hafa lengstum notað ákveðnar viðartegundir í þá). Hann geti verið úr viði, málmi, plasti eða einhverju öðru efni. Hann segir að sprotinn sé bara eins konar smámagnari djúpvitundarinnar, sem lýsi sér i ósjálfráðum hreyfingum úlnliðanna. En djúpvitunni sé stjómað af sálrænni skynjun. Þegar ákveðið er að hverju leita skuli, er tekin um það hug- arúkvörSun, sem beinir leitinni að þvi sem finna skal. Ég átti einkaviðtal við Reinhart verkfræðing á heim- ili Guðmundar Einarssonar, sem mjög var fróðlegt lil þess að kynnast þessum ágæta manni persónulega. Og var það bersýnilegt, að þessi rannsókn hans á andlegum sviðum hafði valdið gjörbyltingu í öllum hugsunarhætti hans og því gjör- breytt lífi hans til hins betra. Kraftur í félajíslífi S.R.F.T. Eins og sjá má af ýmsu sem birtist i þessu vetrarhefti Morguns er mikil þróun og kraft- ur í félagslífi okkar og hefur verið undan- farin tvö ár. Nýir félagar streyma í fé- lagið. Við höfum komið okkur upp góðum magnara og hljóð- nema svo félagsmenn heyri vel til ræðumanna á fundum. Forseti félagsins þýddi á öllum fundum sem haldnir voru með Queenie Nixon og einnig tveimur fyrir Sálarrannsókna- félagið í Keflavik, sem lika er í örum vexti.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.