Morgunn


Morgunn - 01.12.1979, Page 73

Morgunn - 01.12.1979, Page 73
ÆVAR R. KVARAN: ÞÉR VEITIST INNSÝN. Þýð.: Sveinn Ölafsson. ÍJtg.: Bókaútgáfan AMORC, Reykjavík. Rithöfundurinn Ch. Kingsley sagði þetta um bækur: „Ekk- ert er undursamlegra — að lifandi mönnum fráskildum — heldur en bók. Hún er boðskapur hinna dánu, boðberi manns- sálna, sem vér höfum engin kynni af og áttu ef til vill heima í órafjarlægð. Og þó tala þær til vor af þessum litlu pappírs- blöðum, vekja oss, skelfa oss, kenna oss, hugga oss, opna hjörtu sín fyrir oss, svo sem værum vér bræður þeirra“. Þetta er vel mælt og réttilega. Ég hygg að fleiri telji sig standa í þakkarskuld við rithöfunda en nokkra listamenn aðra. Slík tök hefur ritað mál á okkur og mikill er máttur þess. Þeir sem telja sig þurfa að hafa sérstaklega gát á hugsana- frelsi ráðast fyrst á rithöfundana, því vopn þeirra er skætt og áhrifamikið. Þannig hafa allir bestu rithöfundar heimsins jafn- an verið hundeltir og ofsóttir af einræðisöflum allra tíma. Stundum er um það rifist hvar ríki frelsi og hvar ekki. En það þarf engum að vera vandamál að fá rétt svar við því. Það má gera með því að varpa fram þessari spurningu: Eru

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.