Morgunn


Morgunn - 01.12.1979, Side 74

Morgunn - 01.12.1979, Side 74
152 MORGUNN rithöfundar frjálsir til þess að segja það sem þeim býr í brjósti? Sé þessari spurningu svarað neitandi þarf ekki frekar að velta því fyrir sér hvort þar riki frelsi eða ekki. Hver maður sem vill hindra annan í þvi að láta í ljós skoð- un, sem honum geðjast ekki að, er óvinur hugsanafrelsis. En slíkur hugsunarháttur er algengari en margir ætla. Heimur bókmenntanna er feiknalega fjölbreyttur og marg- vislegur. Fer það að sjálfsögðu eftir smekk manna og jafnvel andlegum þörfum, hvers konar bækur þeir meta mest. Maður- inn er alla ævina að taka breytingum og má þvi gera ráð fyrir að smekkur hans á bókmenntir breytist að ýmsu leyti einnig. Sumir taka að hugsa meira um lifið og tilveruna, þegar aldur færist yfir þá. Taka að hrjóta heilann um rök tilverunnar: hvaðan við séum komin og hvert förinni sé i rauninni heitið. Hvernig lifa megi lífinu með þeim hætti að til mestrar gæfu leiði fyrir sjálfa okkur og aðra. Þessi hók, ÞÉR VEITIST INNSÝN, er einkar fróðleg fyrir þá, sem eru forvitnir um þessi mál. Enga bók hef ég lesið með jafnsamanþjöppuðu efni um manninn, gerð hans og eiginleika og hvernig hann megi beita viskunni til fulltingis sér í lífinu. Rókinni er skipt í tólf aðalkafla, sem nefndir eru bækur, en þær skiptast svo niður í undirkafla. Til þess að gera örlitla grein fyrir víðfeðmi efnis þessarar hókar vil ég telja hér upp nöfn aðalkaflanna (Bókanna): FYRSTA BÓK: Skyldurnar sem varSa manninn sem ein- stakling. ÖNNUR BÓK: ÁrstiSirnar. ÞRIÐ.TA BÓK: Konan. F.TÓRÐA BÓK: Sifjabönd; eSa samfélagsleg tengsl. FIMMTA BÓK: Forsjónin; eða hinn tilviljunarbundni mis- munur manna. SJÖTTA BÓK: Félagslegar skyldur. S.TÖUNDA BÓK: Trúin.

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.