Morgunn


Morgunn - 01.12.1979, Qupperneq 76

Morgunn - 01.12.1979, Qupperneq 76
154 MORGUNN tign til Kinaveldis. Fyrir liggja vissar vísbendingar þess efnis, að hann hafi verið sérstakur sendiboði jarlsins af Derby og fleiri, sem áhuga höfðu á sagnfræðilegum og landfræðilegum rannsóknum, og hafi ætlunarverk hans verið að safna sérstök- um upplýsingum og kanna sérstök atriði, sem á þeim tíma voru ekki þekkt. Þessum breska aðalsmanni, sem augsýnilega hefur verið snjall lærdómsmaður, málamaður og visindafrömuður, lánaðist að komast í kynni við fjölmarga háttsetta embættis- menn. Hann sendi vikulega frá sér löng bréf í skýrsluformi til samtaka þeirra í Bretlandi, sem sent höfðu hann i förina, og i mörgum tilvikum reit hann einnig ýmisleg bréf til jarlsins af Derby persónulega. Mörg af þessum bréfum hafa öðlast sess sem minjagripir, sem hafa sögulegt og landfræðilegt gildi“. Svo athyglisverð voru bréf þessi álitin á sínum tíma, að þau voru gefin út í Lundúnum í bókarformi árið 1760. Eitt þessara bréfa, stílað til jarlsins af Derby, er dagsett í Peking 12. maí 1749, og geymir það athyglisverðar upplýsingar. 1 þessu bréfi greinir sendandi meðal annars frá hinu mikla ríki vestan landamæra Kína, Tibet, og lýsir nákvæmlega þessu mikla prestaveldi undir stjórn hins heilaga Stór-Lama í hinni furðulegu borg Lasa, auðæfum hans og valdi. Hann skýrir einnig frá þvi, að fræðimenn í Kína hafi lengi verið þeirrar skoðunar, að í skjalasafni hins mikla musteris Stór-Lamans væri að finna ævafornar bókmenntir, sem þar hefðu verið fólgnar um aldaskeið. Skýrir bréfritari svo frá þvi hvernig keisarinn eftir langa athugun og leit laafi valið einn af fróð- ustu mönnum Kínaveldis og sent hann hlaðinn gjöfum og virð- ingarmerkjum með forsætisráðherratign til Stór-Lamans i Tíbet til þess að fá að skoða þessi fornu rit, og hvernig það leyfi er veitt. Og Stór-Lamann veitir einnig hinum tigna gesti leyfi til að þýða úr ritum þessum það sem hann kynni að óska, og hann situr svo við þýðingar í sex mánuði. Þegar ritið var fært Kínakeisara að aflokinni þessari velheppnuðu för fékk hinn breski aðalsmaður að skoða það og jafnvel leyfi til þess að þýða það á ensku. Og þessi þýðing var svo send jarlinum af Derby.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.