Morgunn


Morgunn - 01.12.1979, Page 77

Morgunn - 01.12.1979, Page 77
BÆKUR 155 Svo merkileg var þessi þýðing og svo sérstæðar kenningar þessa rits og fræðsla, að jarlinn af Derby gekkst fyrir prentun hinnar ensku þýðingar í takmörkuðum fjölda eintaka. Þessi eintök voru svo vandlega innbundin og geymd, og voru að lokum afhent yfirmönnum eða tn'maðarmönnum hinna ýmsu leynilegu reglna, sem þá störfuðu i Evrópu. 1 formála þessarar bókar er svo frá skýrt: „Síðan þetta átti sér stað hefur eitt eintak geymst í skjala- safni eins þessara bræðrafélaga og verið hagnýtt sem grund- völlur háleitra og djúpspakra fræðikenninga þess. Æðsta 3rfir- manni þessarar bræðrareglu varð það hins vegar nýlega ljóst, að ókleift myndi að varðveita þetta eintak í öruggu og læsi- legu formi nema um fárra ára bil til viðbótar, þar eð hinn hefðbundni pappir var bæði orðinn gulnaður og farinn að molna í sundur. I þeirri einlægu trú að fyrir hendi væru hundruð áhugasamra aðdáenda hinna sönnu tíbetsku speki- kenninga, sem fýsa myndi að tileinka sér þetta sjaldgæfa rit- verk, þá gaf hann að lokum kunnugt samþykki sitt til núver- andi útgefenda þess, svo þeir mættu gefa verkið út í þeirri mynd, sem það hér birtist í, án þess að fyrir kæmi nokkur greiðsla honum til handa vegna réttinda hans sem eiganda rit- verksins, þó að því tilskyldu að það væri gefið út í heild og án minnstu breytinga, er gætu orðið til þess að hin sanna og upphaflega merking setninga eða hugsunar gæti raskast hið minnsta“. Með þessum hætti er þetta fágæta verk komið í hendur Rósa- krossreglunnar á Islandi, sem gefur það út. Sá sem þetta hripar las þetta rit fyrst i ensku þýðingunni fyrir nokkrum árum með titlinum UNTO THEE I GRANT, og var það ógleymanlegur lestur. Það er sérstök ánægja að endurnýja kynnin við þetta merkilega rit á islensku. Ég get ekki óskað neinum manni betra lestrarefnis. Islensku jiýðinguna hefur Sveinn Ólafsson leyst af hendi með ágætum, en hönnun og útgáfu annaðist bókaútgáfan Þjóð- saga með sömu prýði og við erum orðin vön frá þvi fyrirtæki.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.