Morgunn


Morgunn - 01.12.1979, Side 81

Morgunn - 01.12.1979, Side 81
BÆKUK 159 skipstjóra segja með eigin orðum frá atvikum og nær með því persónulegri blæ á alla frásögnina. Bókin er fallega út gefin eins og vænta mátti frá Bókaútgáfunni Þjóðsögu. Árni Óla: EKKI EINLEIKIÐ. CTtg. Setberg 1978. Það munu ekki vera mjög margir, sem skrifa góðar bækur um nírætt, en Árni Óla lætur sig ekki muna um það. Þetta mun vera þritugasta og fjórða bólc hans. Bókin skiptist í þrjá kafla, sem heita: Furður æskunnar, Hugheimur og líf og Utan þrívíddar. Það er sameiginlegt Árna Óla og ýmsum öðrum höfund- um íslenskum, að með aldrinum færist hugur hans æ meira inn á svið hins andlega, ósýnilega. Ekki tel ég það þó til elli- marka, heldur þvert á móti tákn sifelll vaxandi þroska. Það er einmitt hið ósýnilega, sem mestu máli skiptir fyrir mann- inn, þegar til lengdar lætur. Hinn andlegi hluti hans. Og það má glögglega sjá á hinum mörgu bókum Árna Óla, hvernig þessi hlið hans heillar hann i æ vaxandi mæli. Hann hefur náð háum aldri án þess að glata andlegri reisn sinni og sér nú betur en nokkru sinni, hvað horft hefur til heilla og hvers vegna, og svo hið gagnstæða. Hann verður vitrari með ellinni. En það er vafalaust ósk okkar allra um okkur sjálf. Ritstill Árna er hreinn og beinn. Með fyrrnefnda orðinu á ég við, að málfar hans er hrein og fögur íslenska og með því síðara, að hann kemst jafnan beint að efninu útúrdúra- laust. Hann er gagnorður og þarf ekki langt mál til að koma fyrir miklu efni. Þessi síðasta bók Árna er mjög frábrugðin fyrri bókum hans að því leyti, að hér fáum við að kynnast þessum dula

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.