Morgunn - 01.12.1979, Page 86
164
MORGUNN
gaflinn. Fannst mér þeir leggja sérstaka áherslu á að ég tal-
aði stöðugt, eins og það hjálpaði eitthvað við lækninguna.
Eftir svona skurðaðgerð eru sárindi og ræma í hálsi algeng.
En hjá mér var hálsinn hreinn og ég ekkert rám.
Um kl. 19:00 að kvöldi sama dag fannst mér eins og engin
aðgerð hefði verið gerð á mér. Vildi ég því komast út úr
rúminu, sem ég og gerði með því, að troða mér í gegn um
breiða rifu á fótagaflinum. Eg var komin fram á gang þar
sem hjúkrunarkonurnar halda til, þegar ein þeirra kom
hlaupandi, tók undir arminn á mér, hún fölnaði af hræðslu,
sagði mér að ég hefði verið skorin upp um morguninn og
að það væri stórhættulegt að fara fram úr rúminu nýupp-
skorin.
Mér leið eins og ekkert hefði verið við mig gert. En þeg-
ar saumurinn var fjarlægður þá var varla sjáanlegt nokkurt
ör, sem þó mun vera venjan.
Ég vil taka fram að spítalalæknir sá, sem framkvæmdi
skurðaðgerðina á mér er landsþekktur fyrir frábærar og vel-
heppnaðar aðgerðir.
Þakka birtinguna
G. E. KonráSsdóttir.