Morgunn


Morgunn - 01.06.1989, Side 15

Morgunn - 01.06.1989, Side 15
MORGUNN DULRÆNANAR FRÁSAGNIR varð oftast að bíða fáeinar mínútur og hlusta, áður en þau tifuðu af stað, ýmist fá eða mörg, og mikið liðugri gangurinn suma daga en aðra, og virtist mér sem veðurlag — hiti? — hefði áhrif á gang þeirra. Stóra klukkan hvarf strax af þilinu, þegar tilheyrendurnir voru farnir. Þegar ég spurði vinina mína í „sambandi“ um þetta, hvort þeir vissu, hverju þetta sætti, kom það svar; að þeir hefðu kennt manninum, sem dó og ég bað þá fyrir, að koma þessu öllu af stað, til að gera okkur viðvart um návist sína, og hvað hann væri strax orðinn heima í hlutunum þar hinumegin, því að til þessa þyrfti efnafræðilega þekkingu og mikla ástundun. Þeir sögðu, að honum gengi óvenjulega fljótt að komast niður í lögmáli nýju tilverunnar sinnar. Stöku sinnum hafa þeir lofað S. — svo nefni ég manninn, — að skrifa ofurlítið með hönd mið- ilsins okkar, og finnum við mikinn mun þess, hvað þá er allt stirðara og örðugra miðlinum. Einn þeirra, sem til úranna heyrði, var sjúkur unglings- piltur, sem var mjög elskur að dulrænu fyrirbrigðunum og hafði ánægju af að sitja þar sem úrin gengu og hlusta á þau. Hann var náfrændi S. og var þess fullvís að hann væri hjá sér. Pilturinn sjúki — hann skulum við kalla A — átti heima í bæ búandans á Hlöðum, rétt hjá húsinu okkar. En þegar piltur- inn kemur eitt sinn inn þangað sem hann átti heima, heyrir hann að úrin ganga þar sem hann er, og heyrðu það fleiri en hann, og fylgdi hljóð þeirra honum eftir, ef hann færði sig til. Þetta var honum ánægja. Ári síðar dó pilturinn, og bað ég vinina mína ósýnilegu um að láta S. vera hjá honum, þegar hann vaknaði og h jálpa honum og leiðbeina. Mér var sagt, að það hefði orðið eins og ég bað um. Rúmlega hálfu ári síðar tóku úrin aftur að tifa, uppi, þar sem A sat áður, og enn heyrum við 6-7 tifið, og er ganghljóðið nú með ýmsum hætti og stundum líkara mótorahöggum í fjarlægð. Samt var þetta rétt hjá okkur, og var eins og það léki sér að því að breyta hljóðinu og ganginum á ýmsa vegu. Ég talað oft við þetta, í fullvissu um, að þvarna væru „drengirnir okkar“, S. og A, að gera okkur vör við sig. Það var skringilegur leikur, þegar þetta var að flytja sig til úr einum stað í annan, eftir því sem 13

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.