Morgunn


Morgunn - 01.06.1989, Side 28

Morgunn - 01.06.1989, Side 28
Einar H. Kvaran SYSTIRIN OG SPRENGIKÚLAN Ógrynni af dulrænum sögum eru sögð úr ófriðinum mikla. Hér fer á eftir ein, sem fullyrt er í ensku tímariti, að sé áreiðanlega sönn. írskur maður — Phil er hann nefndur í frásögninni — lá með félögum sínum eina nótt sem oftar í einni skotgryfjunni. Hann sá þessa nótt framliðna systur sína mjög greinilega. Hún laut niður að honum og sagði: „Phil, farðu í hinn endann á skotgryfjunni!“ Þetta var svo lifandi fyrir honum, að hann stökk á fætur og sagði: „Heyrið þið, piltar — við ættum heldur að flytja okkur héðan.“ „Er þig að dreyma?“ spurðu félagar hans forviða. „Ég veit ekki“, sagði Phil, ,,en ég held, að við ættum að komast héðan“. Og hann fór í hinn endann á skotgryfjunni, en hinir hreyfðu sig ekki. Jafnskjótt sem hann hafði flutt sig þetta, kom sprengikúla niður nákvæmlega þar sem hann hafði legið, og handleggir og fætur af félögum hans flugu í allar áttir. Sjálfan sakaði hann ekki. (Morgunn 1920, 2.+3. hefti) 26

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.