Morgunn


Morgunn - 01.06.1989, Page 29

Morgunn - 01.06.1989, Page 29
Einar H. Kvaran FYRSTIMIÐILL REYMONDS E>eir, sem lesið hafa „Raymond“ eftir Sir Oliver Lodge, eða þá ritling minn „Líf og dauða“, muna sjálfsagt eftir konunni, sem Raymond, sonur Sir Olivers, gerði fyrst vart við sig hjá. Hún heitir fullu nafni Gladys Osborne Leonard, og er víst sá enskur endurminninga-sannana miðill, sem nú er í mestu áliti á Englandi. „Raymond“ flutti frægð hennar, ekki aðeins um England, heldur um allan heim. Aðsóknin að henni fór að verða stórkostleg. Og þær vonir brugðust ekki, sem „Raymond“ hafði vakið um það, að þarna væri unnt að ná sambandi við framliðna ástvini sína. Fyrir því varð að- streymið alltaf meira og meira, og á síðastliðnu ári var ekki nokkur vegur að komast á fund hjá henni, nema henni væru send tilmæli um það mörgum mánuðum áður. Einhver mesti sigurinn, sem hún hefir unnið, er ef til vill sá, að breska Sálarrannsóknafélagið er nú farið að skipta sér af henni. Það mun vera fyrsta skiptið, sem það hefir gert menn á fund þeirra enskra manna, sem gera sér miðilstarf að atvinnu. Mótþrói félagsins gegn þeim miðlum, sem taka við gjaldi, hefir verið afar ríkur, og sjálfsagt hefir hann dregið úr árangrinum. Svo virðist, sem fréttir þær, er af frúnni bárust, hafi að lokum unnið bug á þessum mótþróa, og tveir fulltrúar frá félaginu, ungfrú Radclyffe Hall og Lady Troubridge, lögðu út í rannsóknir með frú Leonard sem miðilinn. Frá árangrinum er skýrt í síðasta desemberheftinu af tímariti félagsins (Proceedings). Auðvitað létu þær frúna ekki vita, hverjar þær voru, og svo mikil nákvæmni var við höfð, að 27

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.