Morgunn


Morgunn - 01.06.1989, Page 36

Morgunn - 01.06.1989, Page 36
FYRSTI MIÐILL RAYMONDS MORGUNN ekki hafa lengur neinar mætur á lífinu, og það var eins og þeim fyndist þetta síðasta hugsanlega úrræðið. Þeir gátu ekki farið aftur að fást við störf sín, né haldið áfram að haga sér sem nyísamir limir þjófélagsins, nema þeir fengju vissu um það, að ástvinir þeirra væru enn á lífi og létu sér annt um þá — vissu, sem reist væri á sönnunum. Þetta hefir mér verið sagt þrásinnis“. Flestum er kunnugt um það, að fjöldi manna fullyrðir, að vér getum ,,farið úr líkamanum“, sem svo er nefnt, og jafnvel að vér förum það að jafnaði í svefni. Kenningin er sú, að ,,andlegi líkaminn“, sem Páll postuli talar um, geti losnað frá jarðneska líkamanum, án þess að jarðneski líkaminn deyi, og farið sinna ferða. Frú Leonard virðist hafa þennan hæfi- leika. Hér fer á eftir eitt dæmi þess. Sagan er sérstaklega hugnæm vegna þess, að í þessari útrás sinni virðist frúin hafa orðið vör atburða bæði á jörðunni og einhverju því sviði, sem framliðnir menn hafast við á— auk þess sem hún hefir getað athugað ferðalagið óvenjulega greinilega. Einn dag átti hún von á hjónum, sem komu reglulega einu sinni í viku til þess að leita sambands við son, er hafði gefið þeim dásamlegar sannanir þess, að þetta væri í raun og veru hann, og eins hins, að honum væri enn kunnugt um jarðnesk málefni þeirra. Frú Leonard þekkti sama sem ekkert til hjónanna annað en þetta, að þau komu til þess að tala við son sinn. Þau áttu heima margar mílur frá Lundúnum, og þau komu ævinlega ein. Frúin lagði sig út af í rúmið sitt, til þess að búa sig undir fundinn. Hana fór að syfja dálítið, en allt í einu hvarf öll svefnsemi, en í stað hennar kom mjög mikil værð. Því næst fannst henni líkast því sem veikur rafmagnsstraum- ur færi um líkama sinn, og þar á eftir virtist henni sem hún lægi ekki í rúminu. Hún hreyfði ekki legg né lið og hélt augunum lokuðum. Hún fór að hugsa um, hvað langt hún mundi vera komin upp fyrir rúmið, svo að hún lauk upp augunum — og þurfti dálítið fyrir því að hafa — og sá jarðneska líkamann liggja í rúminu. Sjálf var hún, að henni fannst, í andlega (eða astral) líkamanum nokkuð fyrir ofan 34

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.