Morgunn


Morgunn - 01.06.1989, Page 48

Morgunn - 01.06.1989, Page 48
Vmislegtutan úr heimi MORGUNN heim til sín, og urðu þess þá vísari, að hann var systursonur eins af æðstu mönnum ensku biskupakirkjunnar og kominn langt út á glapstigu. Presturinn sagði unga manninum frá konunni, sem hann hafði séð og kvaðst halda, að hún hlyti að vera móðir hans. Pilturinn sagði, að lýsingin ætti nákvæmlega við móður sína. Prestur bætti því þá við, að þegar pilturinn hefði náð sér aftur, skyldu þeir halda dálítinn tilraunafund. Peir héldu fundinn, þessir þrír. Prestur fór í sambandsástand, og móð- irin — systir kirkjuhöfðingjans — náði valdi á honum og talaði við drenginn sinn. Þegar prestur vaknaði, sat pilturinn grátandi öðrumegin við borðið og lögmaðurinn grátandi hinu megin. Þeir sögðu presti, að móðir piltsins hefði komið með orðin, sem hún hefði sagt við son sinn í andlátinu, að hún hefði sungið fyrir hann, og að hún hefði sagt honum, að nú væri hann að komast út úr þrengingunum og að eftirleiðis mundi honum farnast vel. Conan Doyle bætti því við, að hann hefði sjálfur fengið bréf frá þessum unga manni. í bréfinu var sagan sögð frá upphafi og þessu bætt við; „Þetta er skatturinn, sem ég greiði til málsins, er hefir bjargað mér.. Ég skal aldrei komast út á villustiga oftar. Farið þér með þetta eins og yður sýnist“. Conan Doylesendi móðurbróðurnum, kirkjuhöfðingjanum, bréfið og skrifaði honum með því, lét hann vita, að hann mundi aldrei gera almenningi kunnugt, hver pilturinn væri, og bætti við þessum orðum: ,,En gerið svo vel að segja aldrei eftirleiðis, að þetta sé djöfullegt mál. Munið eftir því, það er himneskt“. Kirkjuhöfðinginn svaraði bréfinu engu. Kirkjuþing það, sem getið er um hér að framan, var háð í síðastliðnum októbermánuði. Þar gerðist það merkilegast, að þingið setti spíritsmann á dagskrá og tók hann til umræðu. Að minnsta kosti hefir enskum blöðum þótt það lang sögu- legast af gerðum þingsins. Engir af þeim prestum ensku kirkjunnar, sem látið hafa uppi afdráttarlaust fylgi við spír- itismann og að sjálfsögðu hafa mesta þekkingu á honum, voru fengnir til að halda ræður, og að því hefir verið fundið. 46

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.