Morgunn


Morgunn - 01.06.1989, Page 53

Morgunn - 01.06.1989, Page 53
Marta Jónsdóttir: HITT OG ANNAÐ, SEM FYRIR MIG HEFUR KOMIÐ EFTIR MÖRTU JÓNSDÓTTUR ERINDIFLUTT í S. R. F.Í.4. DES. 1919 (Á undan erindinu mælti forseti félagsins þau orð, er hér fara á eftir: f>að er að sjálfsögðu verk þessa félags að leita að sönnun- um fyrir öðrum heimi, kynna sér, hverjar sannanir hafa komið víðsvegar um heiminn, sækjast eftir nýjum sönnun- um, og kappkosta að færa sér slíkar sannanir í nyt. En við hliðina á því, sem í ströngum skilningi verður nefnt sannanir, er afarmikil og margvísleg dulræn reynsla mannanna, sem ekki verður sönnuð á neitt líkan hátt og t.d. endurminningasannanir verða reyndar. Það er ekkert vit í því að virða slíka reynslu að vettugi, og það hefur mannkynið í raun og veru aldrei gert. Hún hefur alltaf verið ofin saman við trúarbrögðin, hefur alltaf gefið trúnni næringu og styrkingu. í því efni þarf ég ekki annað en benda ykkur rétt til dæmis á gamla og nýja testamentið, sögurnar um helga menn í kaþólskri kirkju og afturhvarfs- sögurnar í kirkjum prótestanta. Eftir því sem ég lít á, er það ein hliðin á ætlunarverki þessa félags að sinna þessari reynslu hér á landi af alúð og kost- gæfni. Eg er sannfærður um, að mjög mikið er til af henni hér á landi. Fyrst er að fá vitneskju um hana — fá sem ná- kvæmasta vitneskju um það, hvernig hún hefur komið fram, í hverju hún hefur verið og er í raun og veru fólgin. Því næst er 51

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.