Morgunn


Morgunn - 01.06.1989, Side 55

Morgunn - 01.06.1989, Side 55
MORGUNN HITT OG ANNAÐ krafa (ekki við neinar tilraunir), að undantekinni einni sögunni. Ég hugsa mér að flokka það, svo að ykkur veitist léttara að átta ykkur á því; en sú flokkaskifting er mjög af handahófi, því að ekki er sjálfsagt, í hvern flokk sumum sögunum eigi að skipa. Það fyrsta, sem ég hef frá að segja, á ekki heima í neinum flokki, af því að það er alveg sérstaks eðlis. Loftkenda slœðan. Frá því er ég fyrst man eftir mér, sá ég alltaf eitthvað umhverfis fólk, Iíkast loftkenndri slæðu, með ýmsum litum; mér sýndist þetta vera utan um allan líkamann, nokkurs konar hýði, og vera í lögun eins og hann; mest bar á þessu utan um höfuð manna, og þar sýndist mér það taka lengst út. Litirnir voru mjög mismunandi, gulir, bláir, fjólubláir, rauðir, grænir, gráir, dökkgráir og jafnvel svartir; stundum voru fleiri litir saman, sem tilheyrðu sömu persónu. Líka voru litirnir missterkir, stundum lýsti þetta eins og ljós, af öðrum dimmdi og fólkið geðjaðist mér eftir því, hvaða litir voru umhverfis það; stundum varð ég beinlínis hrædd, þegar litirnir voru mjög dökkir. Ég hélt lengi frameftir, að allir sæju þetta; varð því ekki lítið hissa, þegar ég fékka að vita það, að enginn sæi þetta nema ég. Á seinni árum hefi ég mikið til hætt að sjá þetta. Það getur stundum komið fyrir, en er orðið talsvert sjaldgæft, og aldrei nema þegar ég sé fólk í fyrsta sinn. Fyrst þegar ég fór að sjá þetta, gerði ég mér alls enga hugmynd um, hvað þetta gæti verið. Á seinni árum hef ég farið að ímynda mér, að þetta, sem ég sé með þessum hætti, geti ekki verið annað en það sem nefnt er „Aura“. 53

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.