Morgunn


Morgunn - 01.06.1989, Side 57

Morgunn - 01.06.1989, Side 57
MORGUNN HITT OG ANNAÐ Hjá okkur var telpa 14 ára gömul; faðir hennar stundaði sjómennsku á mótorbát, sem gekk frá Keflavík. Það var kvöld eitt, meðan ég lá, að veðrið var mjög vont; bátar voru þá allir komnir, nema bátur sá, sem faðir telpunnar var á; hann var ókominn og menn voru orðnir hræddir um, að eitthvað hefði orðið að. Ég vissi þetta og maðurinn minn hafði farið niður eftir, ef vera kynni að einhverjar fréttir kæmu. Ég varð þá ein inni. Stofa var fram af svefnherberginu og hurðin lokuð á milli. Ekki vissi ég, hvar telpan var. Pá tek ég allt í einu eftir því, að mér finnst eins og ég hafi enga fætur. Ég athuga þetta rólega, en það hefur ekkert að segja — ég finn ekki til fótanna; svo smáfærist þetta tilfinningarleysi upp eftir líkamanum og að lokum fann ég ekkert nema höfuðið. Mér þótti þetta afskaplega undarlegt og skildi ekkert í þessu, og dálítið fannst mér það óþægilegt að hafa ekkert nema höfuðið. En ég átti eftir að verða enn meira undrandi, því að næst fann ég, að ég stóð á gólfinu fyrir framan rúmið og sá líkama minn liggja í rúminu. Ég varð alveg steinhissa; samt datt mér í hug, hvort þetta væri ekki dauðinn. Mér fannst það nú samt ekki sennilegt, því að ég hafði ekki verið svo veik að það væri líkleg skýring. Ég varð því að leggja árar í bát, hvað skýringu snerti. Ég fór þá að líta kringum mig; líkama hafði ég, að mér fannst, en hann var allt öðruvísi en sá gamli, því að mér fannst ég strax finna að nú gæti ég farið ferða minna frjáls, hvert sem ég vildi; ég fann, að munurinn var afskap- legur. Pá tók ég eftir því, að allir veggir voru eins og gegnsæ- ir. Ég notaði mér það og sá þá, að í næstu stofu sat telpan, sem ég hef áður getið um. Ég sá, hvar hún sat, og sá, að hún var að gráta; ég mundi ekki í svipinn eftir neinu sem valdið gæti henni hryggð, en mér fannst strax ég finna svo innilega til með henni. Allt í einu mundi ég það, að pabbi hennar var í ofveðrinu á sjónum. Nú þótti mér gott að vera frjáls, — nú skyldi ég fara og leita að bátnum. Mér fannst ég fara út í myrkrið og illviðrið; það gjörði mér nú reyndar ekkert til; ég vissi af því, en fann það ekki. 55

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.