Morgunn


Morgunn - 01.06.1989, Page 70

Morgunn - 01.06.1989, Page 70
HITTOG ANNAÐ MORGUNN lifandi vera var þar finnanleg. Ég kalla á stúlkuna og segi henni að koma með ljós; en við sjáum auðvitað ekki neitt. Og allar hurðir harðlæstar. Hefði verið um mannlega veru að ræða, var ómögulegt að komast út, án þess að við sæjum það. Þetta heyrði stúlkan jafn greinilega mér; aðeins sá ég manninn skjótast bak við hurðina, en það sá hún ekki. Morgun einn, þegar stúlkan mín kom á fætur, voru allar hurðir í herbergjum okkar upp á gátt. Þá nótt hafði ég einskis orðið vör, en samt þykir mér það trúlegast, að frá þessu sama hafi það stafað. Við mundum það svo greinilega, að við höfðum um kvöldið aflæst hurðinni milli forstofunnar og stofunnar,svo að hún hefði þó átt að vera aftur, ef allt hefði verið eðlilegt; en hún var opin. Eftir þetta atvik varð umgangurinn rammari en áður, svo að ég fór nú af meiri alvöru að hugsa um að reyna að draga heldur úr þessu. Ég talað oft hátt við þessa veru og reyndi að biðja hana með góðu að gjöra okkur ekki þetta ónæði. Lítil áhrif virtist að hafa fyrst í stað. Svo var það kvöld eitt, er töluvert hafði kveðið að um- ganginum, að ég hálf skoraði á veru þessa að gjöra sig sýnilega, ef unnt væri. Ekkert gjörðist þá, og ekki heldur næsta kvöld, svo að ég var hætt að vonast eftir því að slíkt kæmi fyrir. En þá kom það. Það var þriðja kvöldið, frá því er ég hafði talað um það. Ég hafði lagst til svefns, án þess að hugsa nokkuð um þetta, og sofnað; en rétt þegar ég var nýsofnuð, var ég vakin. Ég vissi ekki af hverjum. Mér leið vel og datt ekkert hræðsluefni í hug. Ég glaðvaknaði og mér fannst ég þurfa að líta upp. Ég opnaði augun og hálf reis upp. Ofurlítil birta var í herberginu dauft tunglskin. Þá sá ég greinilega mann standa fyrir framan rúmið mitt og horfa á mig alvarlega. Það var stór maður með alskegg, grannur og langleitur í andliti, með ákaflega barða- stóran hatt á höfði. Hann stóð alveg kyrr og studdi höndun- um fram á borð, sem stóð fyrir framan rúmið. Nú þótti mér bera vel í veiði; maðurinn minn hafði alltaf dregið efa á sögur 68

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.