Morgunn


Morgunn - 01.06.1989, Síða 70

Morgunn - 01.06.1989, Síða 70
HITTOG ANNAÐ MORGUNN lifandi vera var þar finnanleg. Ég kalla á stúlkuna og segi henni að koma með ljós; en við sjáum auðvitað ekki neitt. Og allar hurðir harðlæstar. Hefði verið um mannlega veru að ræða, var ómögulegt að komast út, án þess að við sæjum það. Þetta heyrði stúlkan jafn greinilega mér; aðeins sá ég manninn skjótast bak við hurðina, en það sá hún ekki. Morgun einn, þegar stúlkan mín kom á fætur, voru allar hurðir í herbergjum okkar upp á gátt. Þá nótt hafði ég einskis orðið vör, en samt þykir mér það trúlegast, að frá þessu sama hafi það stafað. Við mundum það svo greinilega, að við höfðum um kvöldið aflæst hurðinni milli forstofunnar og stofunnar,svo að hún hefði þó átt að vera aftur, ef allt hefði verið eðlilegt; en hún var opin. Eftir þetta atvik varð umgangurinn rammari en áður, svo að ég fór nú af meiri alvöru að hugsa um að reyna að draga heldur úr þessu. Ég talað oft hátt við þessa veru og reyndi að biðja hana með góðu að gjöra okkur ekki þetta ónæði. Lítil áhrif virtist að hafa fyrst í stað. Svo var það kvöld eitt, er töluvert hafði kveðið að um- ganginum, að ég hálf skoraði á veru þessa að gjöra sig sýnilega, ef unnt væri. Ekkert gjörðist þá, og ekki heldur næsta kvöld, svo að ég var hætt að vonast eftir því að slíkt kæmi fyrir. En þá kom það. Það var þriðja kvöldið, frá því er ég hafði talað um það. Ég hafði lagst til svefns, án þess að hugsa nokkuð um þetta, og sofnað; en rétt þegar ég var nýsofnuð, var ég vakin. Ég vissi ekki af hverjum. Mér leið vel og datt ekkert hræðsluefni í hug. Ég glaðvaknaði og mér fannst ég þurfa að líta upp. Ég opnaði augun og hálf reis upp. Ofurlítil birta var í herberginu dauft tunglskin. Þá sá ég greinilega mann standa fyrir framan rúmið mitt og horfa á mig alvarlega. Það var stór maður með alskegg, grannur og langleitur í andliti, með ákaflega barða- stóran hatt á höfði. Hann stóð alveg kyrr og studdi höndun- um fram á borð, sem stóð fyrir framan rúmið. Nú þótti mér bera vel í veiði; maðurinn minn hafði alltaf dregið efa á sögur 68
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.