Morgunn


Morgunn - 01.06.1990, Blaðsíða 13

Morgunn - 01.06.1990, Blaðsíða 13
MORGUNN Undarleg atburðarás miðillinn sagði að hann væri að reyna að sýna sér jurt sem hún sagði að líktist þara eða þangi. Einnig sagði hann að við ættum að setja okkur í samband við konu sem gæti hjálpað okkur heilmikið. Hann gat ekki nefnt nafn hennar en sagði að við myndum örugglega finna hana. A sama andartaki sló niður í huga minn hver konan væri. Ég mundi að vísu ekki nafn hennar, en vissi að hún hafði haldið námskeið í tilbúningi á hollum mat og var matráðs- kona á Vífilsstaðaspítala. Og Erlingur bætti við: „Þessi kona hefur læknað sjálfa sig af krabbameini og ef þið trúið mér ekki, þá spyrjið hana sjálfa." Daginn eftir gróf ég upp nafn hennar en hún heitir Þuríð- ur Hermannsdóttir. Ég vil leggja á það áherslu að ekkert okkar þriggja, sjúka konan, þ.e. miðillinn, Asta eða ég, þekkti þá neitt til Þuríðar en nú er hún orðin landskunn. Þegar ég hafði fengið nafn Þuríðar var ég svo áræðinn að hringja í hana suður á Vífilsstaðaspítala. Ég vissi varla hvernig ég ætti að hefja samræðurnar við hana og var viðbúinn því að biðja hana afsökunar og leggja símtækið á. Samtalið hóf ég með því að kynna mig sem blaðamann hjá Hollefni og heilsurækt og sagðist hafa heyrt að hún kynni að lækna krabbamein. Þær upplýsingar hafði ég að vísu aðeins fengið hjá Erlingi gegnum miðilinn. Hún svaraði mér ljúf- mannlega og sagðist stundum vera að reyna að hjálpa sjúku fólki, þ.á.m. krabbameinssjúklingum. Ég spurði hana þá hvað hún notaði. Hún svaraði: „Ég nota nú aðaliega mat- arræðisbrey tingu og svo nota ég sj ávarj urtir, þara og þang." Þetta voru einmitt jurtirnar sem Erlingur var að reyna að sýna miðlinum kvöldið áður. Nokkru síðar fékk ég einkaviðtal hjá Þuríði. Ég bað hana þá að leyfa mér að spyrja hana persónulegrar spurningar: Væn það rétt, sem ég hefði heyrt, að hún hefði læknað sfg af krabbameini. „Já," svaraði hún, „það er rétt." Þar með var ég búinn að fá staðfestingu á tveimur mikil- vægum atriðum af því sem Erlingur fullyrti í gegnum mið- ilinn og enginn möguleiki var á að miðillinn eða við Asta gætum hafa vitað. 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.