Morgunn


Morgunn - 01.06.1990, Blaðsíða 51

Morgunn - 01.06.1990, Blaðsíða 51
MORGUNN Dulræn skynjun dýru leitni dýra er sá sarni og sá möguleiki sem dr. Schmidt stóð frammi fyrir við tilraunir sínar með kakkalakkana. Það er allt að því ómögulegt að segja til um hvort dýrin voru að nota hæfileika sína til dulrænnar kjörleitni í tilraununum eða hvort rannsóknamaðurinn var sjálfur að beita þeim hæfileika. Lítum bara á tilraun dr. Brauds. Hver er kominn til með að segja að hann hafi ekki verið að nota sína eigin hæfileika til kjörleitni til að hafa áhrif á rafalinn? Það sama á jafnvel við um tilraun dr. Schmidts með köttinn sinn. Við þekkjum ekkert sem takmarkar þessa hæfileika svo það er ekki neitt sem mælir gegn því að hinn góði læknir gæti ekki hafa beitt huga sínum alla leið frá húsinu og til skýlisins. Æðri skynjun getur náð yfir niiklar vegalengdir. Ef til vill getur hæfileikinn til dulrænnar kjörleitni það líka. Til þessa höfum við rætt um dularheim ildýra, kakkalakka, gullfiska, rotta, músa og margra annarra dýra sem við yfir- leitt fáumst lítið við í daglegu lífi okkar. En þið verðið að muna það að hafandi komist að því að dýrin búa yfir æðri skynjun, þá var alveg bráðnauðsynlegt fyrir dulsálarfræð- inga að komast að því hversu útbreiddur sá hæfileiki er innan dýraríkisins. Þetta á jafnt við um leitina að dulrænni kjörleitni sem æðri skynjun. En saga tilrauna og rannsókna á æðri skynjun hjá dýrum endar alls ekki hér á nokkurn hátt. Hundar og kettir hafa sýnt nokkrar furðulegar frum- raunir á rannsóknastofum dulsálarfræðinga. Æðri skynjun og heimur kattanna Á sjötta áratugnum fengu tveir framtakssamir rannsókna- menn við dulsálarfræðirannsóknastofu Duke háskólans áhuga á að kanna dulræna hæfileika hjá köttum. Dr. Karlis Osis, sem upphaflega kom til Durham frá Latvia og aðstoð- armaður hans á stofunni, E.B. Foster, gerðu tvær tilraunir með kettlinga sem voru látnir hlaupa eftir T-laga kassa. Með leynd settu þeir við hverja tilraun matarbolla í annan enda efri hluta T-kassans. Osis og Foster létu kettlingana hlaupa í sitt hvoru lagi og gerðu ráð fyrir að þeir myndu beygja inn 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.