Morgunn - 01.06.1990, Blaðsíða 67
MORGUNN
Spurning um líf og dauða
„Ég hugðist hringja eftir aðstoð en fann að ég var ófær um
það, svo ég reyndi það ekki. Mér varð ljóst að ég var alvar-
lega veikur... eftir það var ekki að finna að meðvitund mín
sljóvgaðist að neinu leyti en skyndilega fann ég að vitund
min var að skiljast frá annarri vitund, sem líka var „ég"...
„Smám saman varð mér ljóst að ég gat ekki aðeins séð
líkama rninn þar sem hann lá í rúminu, heldur allt í öllu
húsinu eins og það lagði sig og um leið áttaði ég mig á að ég
sá ekki bara hluti heima hjá mér, heldur líka í London og
Skotlandi, reyndar hvar sem var og vitund mín beindist að...
Og skýringin sem ég fékk (hvaðan veit ég ekki, en fann
innra með mér að ég kallaði uppsprettu hennar lærimeist-
ara minn) var sú að ég væri frjáls í tímavídd á stað, sem nú
var samsvarandi hér á hinum venjulega þrívíddarstað dag-
lega lífsins.
„Því næst fann ég að þessari skynjun fylgdu... hlutir frá
þessum fjögurra eða fleiri vídda stað, sem ég var staddur á.
„Rétt í því að ég var að byrja að meðtaka þetta allt saman,
þá sá ég „A" koma inn í svefnherbergið mitt. Ég sá að henni
varð ákaflega brugðið og hún hraðaði sér að símanum. Ég
sá lækni minn hverfa frá sjúklingum sínum ogkoma í mikilli
skyndingu og heyrði hann segja og sá hann hugsa: „Hann
er alveg að skilja við." Ég heyrði greinilega að hann talaði
til mín í rúminu, en ég var eklci í snertingu við líkamann og
gat því ekki svarað honum.
„Ég varð virkilega reiður þegar hann greip sprautu og
stalck í líkama minn... Þegar hjarta mitt tók að slá af meiri
lcrafti, þá dróst ég aftur til baka. Ég varð ákaflega argur þess
vegna, því ég hafði mikinn áhuga á og var rétt að byrja að
skilja hvar ég var og hvað ég var að sjá. Ég kom aftur inn í
líkamann, mjög reiður yfir því að vera dreginn svona til
baka. Um leið og ég var kominn aftur, þá hvarf alveg þessi
slcýra skynjun á einu og öllu, og eftir var aðeins skíma
vitundar, sem helteldn var sársauka.
Og lælcnirinn bætti við: „Ég held að þetta allt þýði einfald-
lega, að ef ekki hefði verið fyrir lyfjameðferðina - þá væri ég
látinn frá sjónarhóli þrívíddar heimsins."
65