Morgunn - 01.06.1990, Blaðsíða 54
Dulræn skynjun dýra
MORGUNN
sem búast mátti við ef alger tilviijun hefði ráðið ferðinni.
Samt sem áður höfðu hundarnir tilhneigingu til þess að
gera best í upphafi tilraunanna en eftir það minnkaði ná-
kvæmnin hjá þeim.
Herinn ákvað að lokum að hætta þessum tilraunum, þrátt
fyrir þá staðreynd að þær hefðu gefið niðurstöður sem
lofuðu góðu. Arangurinn var ekki nógu stöðugur og það að
þjálfa hunda til æðri skynjunar myndi ekki verða nógu
hagkvæmur kostur. Það sem þeir settu helst fyrir sig var það
að hundarnir gátu ekki einir og sér leitað að og fundið
sprengjur. Þjálfari þeirra varð að leiða þá um svæðið.
Sennilega var flóknasta tilraunin með hunda sem við-
fangsefni framkvæmd nokkrum árum eftir að verkefni dr.
Rhines lauk, en það var þegar Dr. Aristede Esser, sálfræð-
ingur við Rockland ríkisspítalann í New York, framkvæmdi
röð snjallra tilrauna árið 1975. Þær voru augljóslega tii-
komnar vegna orðróms sem var útbreiddur á 6. áratugnum
en samkvæmt honum voru Rússar að gera tilraunir með
æðri skynjun hjá dýrum. Eitt atriði þessa orðróms sagði frá
því að Rússar hefðu sent nokkra kanínuunga með kafbáti
á haf út en haldið móður þeirra á rannsóknastofu inn í landi.
Sagan sagði að þegar þeir hefðu annað hvort drepið eða
hrætt ungana, þá hefði móðirin orðið verulega óróleg á
nákvæmlega sama andartaki. Sannindi þessarar sögu hafa
aldrei verið staðfest, þó að tveir blaðamenn, Sheila Ostrand-
er ogLynn Schoeder, sem fóru til Sovétríkjanna til að athuga
þar tilraunir í dulsálarfræði, endurtaki söguna í bók sinni
„Psychic Discoveries Behind The Iron Curtain." En hvað
svo sem segja má um söguna, þá gaf hún dr. Esser hug-
myndina að tilraun hans - eða að því er virtist a.m.k.
Dr. Esser framkvæmdi um síðir fjölda tilrauna til þess að
komast að því hvort hundar gætu brugðist við hugskeytum
þegar húsbændur þeirra eða skyldir hundar urðu fyrir ein-
hverri ógnun. I einni tilrauninni notaðist hann við tvö
herbergi sem staðsett voru í sitt hvorum enda sjúkrahússins
þar sem hann starfaði. Tveir hundar sem höfðu verið þjálf-
aðir til veiða, voru settir inn í annað herbergið. Á herberginu
var gluggi þannig að hægt var að fylgjast vandlega með
52