Morgunn


Morgunn - 01.06.1990, Blaðsíða 32

Morgunn - 01.06.1990, Blaðsíða 32
Hjól endurholdgunarinnar MORGUNN þið standið augliti til auglitis við ykkar innsta sjálf, þá hrópið þið ekki lengur á sannanir; þroskaleið sálarinnar er þá vituð. Þið kunnið að velta því líka fyrir ykkur hvers vegna þið getið ekki munað það liðna; en getið þið munað eftir þeim tíma þegar þið voruð 2ja, 3ja eða 4ra ára gömul? Hvernig getið þið þá vonast til þess að muna eftir fyrrilífum hundruð og þúsundir ára aftur í tímann? Minnið er ekki í efnisheil- anum og ekki heldur í geð- eða huglíkamanum sem þið hafið klætt ykkur í. En þegar þið getið starfað í æðri líkam- anum, sem sumir kalla orsakalíkama, og sem ég mun kalla musteri, þá mun ykkur opnast sýn og þið komið til með að muna, því þið munið snerta kjarnann sem er geymsla alls hins liðna. Hversu langt líður á milli hverrar endurholdgunar? Við getum ekki bent á neina ákveðna og fasta reglu. Við getum ekki sagt að maðurinn endurholdgist á tvö, þrjú eða fimm hundruð ára fresti. Það væri rangt. Ef við segjum ykkur að maðurinn fari úr einum líkama í annan strax, þá hefðum við líka rangt fyrir okkur. Ef við segjum að 1000 ár líði á milli endurholdgana, þá værum við heldur ekki að segja allan sannleikann. Allt byggist á einstaklingnum. Svo það er mögulegt fyrir sál að endurholdgast fljótt í sérstökum til- gangi. Hvenær kemur sálin í líkamann? Er það fyrir eða eftir fæðinguna? Við myndum segja að sálin komi sér fyrir í líkamanum eftir því sem árin líða. Um það bil við 21 árs aldurinn hefur sálin venjulega endurfæðst að fullu, þó að við viljum nú helst ekki binda okkur við einhvern tíma. Sambandi sálarinnar við móðurina er komið á fyrir getnað. Onnur spurning sem þið kunnið að spyrja er hvort sálin getur færst aftur á bak í einhverri endurholdguninni. Við myndum segja að ef maður tapar einhverju fallegu á veg- ferðinni, þá sé ráðlegt að feta aftur í fótspor sín til þess að finna það. Mynduð þið kalla það að færast aftur? En munið alltaf að ein sál getur ekki dæmt aðra; að dæma er að sakfella sjálfan sig. Þið kunnið einnig að spyrja hvort endurholdgun eigi sér alltaf stað innan sömu fjölskyldunnar, hjá sömu foreldrum 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.