Morgunn - 01.06.1990, Blaðsíða 31
MORGUNN
Hjól endurholdgunarinnar
reynslu á jörðinni má líkja við jóð í móðurkviði, þær eiga
enn eftir að læra að nota útlimi sína, að sparka og fram-
kvæma. Við verðum líka að muna að þessi ungviði eru
verðandi guðir, ungir skaparar. Guð hugsaði jarðneska til-
veru til þess að þjálfa barnið í að nota alla hæfileika sína. Við
getum ekki fundið betra tákn fyrir jarðlíf mannsins en þetta
með frækornið sem gróðursett er í myrkri jarðarinnar til
þess að það megi vaxa upp og verða að fuUkomnu blómi.
Hið f uhkomna blóm, frumgerð blómsins er í upphafi skapað
í huga guðs og síðan er frækorninu sáð í jörðina til þess að
vaxa fullkomlega. Þannig er það Uka með ykkur sem eruð
eins og frækorn sem sáð er í jarðneskt form til þess að vaxa
í átt til ljóssins, þar til þið verðið fullkomin börn Guðs -
fullkomin frumgerð mannguðs sem Guð geymdi í huga sér
í upphafinu...
Hvers vegna getum við ekki munað?
Þið kunnið að spyrja hvaða sannanir við getum gefið
ykkur um endurholdgunarkenninguna. Svar okkar er að
andlegir hlutir verða aðeins sannaðir á andlegan hátt. Fáir
geta fært sönnur á endurholdgun (þrátt fyrir að til séu
fjöldinn allur af sönnuðum tilvikum um hana) eða í raun
nokkurn annan andlegan sannleika; en sönnun mun koma
til ykkar í gegnum eigin skynjun ykkar, sem árangur ykkar
eigin reynslu.
Eina leiðin sem maðurinn hefur til þess að öðlast vitneskju
um leyndardóm eilífðarinnar er í gegnum göngu kærleika
og hógværðar. Hugur (sem hefur sitt hlutverk í þróuninni)
getur aldrei sjálfur, sem slíkur, afhjúpað sannleikann en það
er nauðsynlegt fyrir hann að vera þroskaður áður en skiln-
ingur getur hafist. Maðurinn leitast við að finna sannleik-
ann í gegnum mikinn lestur en hjarta sannleikans býr í
andanum, og aðeins þú getur fundið sannleikann fyrir þig
sjálfan - enginn annar getur veitt þér hann.
í leit ykkar að ljósum skiiningi á endurholdgun, þá verðið
þið að kynnast ykkar innra manni, ykkar innra sjálfi. Þegar
29