Morgunn


Morgunn - 01.06.1990, Blaðsíða 15

Morgunn - 01.06.1990, Blaðsíða 15
MORGUNN______________________________Undarleg atburðarás Skilaboðin voru: „Niðurstöðurnar frá Landsspítalanum eru alrangar." Ég verð að viðurkenna að þó að fátt sé lengur farið að koma mér á óvart, þá varð ég meira en lítið hissa. Liðin var minna en ein klukkustund síðan læknirinn á Landsspítalanum hringdi og gaf mér upplýsingar, sem voru einkamál okkar og enginn annar vissi um. Og svo komu þessi skilaboð frá framliðnum manni sem virtist vita allt um þetta. Asta hefur mikið notað áðurnefnda jurt, m.a. við melting- arkvillum sem gætu stafað af sveppasýkingu. Ég hef einnig gert nokkrar tilraunir með hana og næstum alltaf með góðum árangri. Sennilega hefur því Eggert sálugi Briem rétt fyrir sér og að tilraunin á Landsspítalanum hafi mistekist af einhverjum óþekktum ástæðum. Svarti Haukur og lúpínurót Við Anton Angantýsson, sem áður er getið, höfum sam- band okkar á rnilli alltaf öðru hvoru. Fyrir nálægt þremur árum sagði hann mér að hann hefði komið í hús til kunn- ingj a síns hér í bæ. Sá maður hafi nokkra dulræna hæfileika, þó að það fari leynt. Meðan hann stóð við hjá honum sagði húsráðandi honum að framliðinn indíáni sem nefndi sig Svarta Hauk, vildi koma til hans skilaboðum. Indíáninn sagðist hafa verið uppi á síðari hluta aldarinnar sem leið og búið í Kanada á slóðum vestur-íslendinga og verið töfralæknir eða „Medicine- man," eins og hann nefndi það. Hann sagðist hafa kynnst íslendingum í Kanada og fallið þeir vel í geð og því vildi hann að upplýsingar sem hann gæfi um lækningar kæmu fram á íslandi. Hann vildi einkum benda á eina jurt sem yxi á Islandi og einnig vestanhafs. Þessi jurt er Alaska-lúpínan, sem hann sagði að væri ein besta fáanlega lækningajurtin við krabba- meini. Það er rótin af lúpínunni sem notuð er. Meiri upplýs- ingar komu ekki í það skiptið. 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.