Morgunn


Morgunn - 01.06.1990, Blaðsíða 23

Morgunn - 01.06.1990, Blaðsíða 23
MORGUNN Undarleg atburðarás Þegar hún hafði tekið jurtalyfið í mánuð tók hún eftir því að psoriasis blettirnir voru horfnir. Þeir komu ekki aftur, enda tók hún j urtalyfið þar til hún dó, rúmlega 11/2 ári síðar. Nokkrir fleiri telja sig hafa haft gagn af því við psoriasis og ég tel að það bæti, að minnsta kosti sumum, en það læknar mjög fáa algerlega. Best hefur reynst að nota það með hákarlalýsi. I september 1989 hafði kona samband við mig og bað mig að láta sig fá jurtalyfið sem ég væri að búa til. Hún þjáðist af svokallaðri „sjúkrahúsbakteríu," sem hún hafði fengið fyrir meira en ári á spítala hér í borg. Hún var illa haldin og gat lítið sem ekkert unnið, enda var bakterían komin í lifrina á henni, að eigin sögn, og engin lyf dygðu til að losna við hana. Konan sótti fast að fá jurtalyfið og sagðist vera sannfærð um að hún mundi læknast af því. (Seinna komst ég að því að þessi kona er með dulræna hæfileika og veit oft ýmislegt sem öðrum er hulið). Ég átti þá lítið af jurtum í lyfið en fyrir þrábeiðni konunnar lét ég tilleiðast að láta hana fá það til reynslu. Þegar hún hafði drukkið það í tvær vikur fór hún í rann- sókn. Engin sjúkrahúsbaktería fannst og hún var útskurð- uð albata. Sumarið 1989 kom til mín kunningi minn, þá nýkominn frá útlöndum. Hann leit svo illa út að mér brá þegar ég sá hann. Ég spurði hann hvort hann væri veikur og sagði hann mér þá að hann væri búinn að vera lasinn í nokkurn tíma og nú væri hann orðinn veikur, en það versta væri það, að hann þyrfti nauðsynlega að fara til Svíþjóðar í viðskiptaer- indum eftir tvo daga, en treysti sér engan veginn, eins og heilsu hans væri komið. Nú voru góð ráð dýr. Ég var þá fyrir nokkru byrjaður að prófa jurtaseyðið á krabbameinssjúklingum, en lítið sem ekkert við öðrum sjúkdómum. Ég ákvað þó að gefa honum eina flösku til reynslu. Hann drakk úr flöskunni og hresstist næstum því sam- stundis. Hann fór til Svíþjóðar tveim dögum síðar og hafði þá fengið aðra flösku, sem hann tók með sér. 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.