Viðar - 01.01.1939, Blaðsíða 8
6
INNGANGUR
[Viðar
líkt og skólarnir gjörðu, eða leituðust við að gjöra, meðan
nemendur voru þeirra börn.
Það má aldrei henda íslenzka œsku að eygja ekki ógrynni
óleystra verkefna framundan. Hún þarf að eiga nóg af
þroskandi ahugamalum, sem unnið sé að af heilbrigðri
skynsemi, — starfsgleði, þolgæði og tápi.
Ritið á að vera hin lifandi taug, er tengi nemendur við
œskuheimili sín, — skólana. Það á að veita þeim vakn-
ingu og starfsþrá í svipuðum anda og skólarnir mörkuðu
stefnuna.
Ritfœrir og hagorðir nemendur geta einnig þar komið
á framfœri vönduðum greinum eða Ijóðum um hugðarefni
sín. Nú fjölgar með ári hverju þeim nemendum þessara
skóla, sem eru í fararbroddi á ýmsum sviðum framfara og
menningarmála okkar.
Eftir því sem nemum skólanna eykst víðsýni, munu þeir
og skilja œ betur, hversu mikilvœgt atriði það er, að eiga
sitt eigið rit til þess að bera þar fram hugsjónir sinar og
gjöra aðra þátttakendur í þeim.
Hver einstakur skóli, sem að riti þessu stendur, þarf að
hafa vissan málsvara á varðbergi, t. d. skólastjóra eða
fulltrúa nemendasambandanna, til þess að örva ritfœra
nema skólanna, eldri sem yngri, til þess að leggja Viðari
árlega til vandað efni. Á þennan hátt fengju nemar hvatn-
ingu þess að leggja fullkomna alúð og rœkt við þennan
merka þátt móðurmálsins.
Allir skólarnir œttu að birta ár hvert eitthvað um kennslu
og störf innan vébanda sinna til þess að verða við óskum
nema hvers skóla. Það er bœði œskilegur og eðlilegur hugs-
unarháttur, að hverjum sé Ijúfast að frétta sem nánast
um það, sem ber við í sínum gamla skóla, á sínu forna
heimili.
Smekklegar myndir, sem sýna lífsanda skólanna, iðju
þeirra og athafnir á hverjum tíma, mundu verða eitt ráðið
til þess, að ritið næði tilœtluðu markmiði.
Myndirnar mundu prýða bókina, lýsa ýmsu betur en orð