Viðar - 01.01.1939, Blaðsíða 46
40
Jóhann Sæmundsson:
Hvað má gjöra,
er sjúkdóm ber að höndum?
í grein þessari verður sagt nokkuð frá því, hversu
ólæknisfróður maður eigi að haga sér, er sjúkdóm ber
skyndilega að höndum.
Að vísu er mér það ljóst, að þetta efni er yfirgripsmeira
en svo, að hægt sé í stuttu máli að gjöra svo góða grein
fyrir því, að verulegt gagn hljótist af. En hitt er jafn víst,
að þörfin er aðkallandi, að almenningur fái nokkra fræðslu
um það, sem mestu máli skiptir í þessum sökum, og mun
ég reyna að drepa á ýmislegt í þessu sambandi, er ég hygg
að geti komið að notum.
Áður en ég sný mér að sjálfu efninu, skal ég leyfa mér
að fara nokkrum orðum um tilgang lækninga yfirleitt,
bæði eins og hann birtist í starfi lækna og í starfi hins
opinbera og almennings til varnar gegn sjúkdómum.
Fyrstu spruningar, sem vakna, er sjúkdóm ber að hönd-
um, eru þessar: Hver er sjúkdómurinn? Hver er orsökin til
hans? Er hægt að uppræta orsökina?
Næsta spurningin er: Hvaða líffærastarf er truflað vegna
sjúkdómsins Er hægt að lagfæra það, án þess að trufla
starf annarra líffæra, sem sjúkdómurinn hefur eigi náð
til og starfa eðlilega?
Grundvallarreglan, sem fylgja ber við lækningar, er
þessi. Ef mögulegt er, skal uppræta sjúkdómsorsökina. Sé
það ekki hægt, ber að bæta eins vel og frekast er unnt
úr því sjúkdómsástandi, sem skapazt hefur. Aldrei má gjöra
neitt, er ýfir eða ertir hið sjúklega ástand, þar eð slíkt
gæti orðið vísasti vegurinn til þess að þyngja sjúkdóminn.
Fyrsta boðorðið er því þetta: Reynið að gjöra gagn, en