Viðar - 01.01.1939, Side 69
Viðar]
Á ERLENDUM SLÓÐUM
63
En nú skil ég það. Björnson var mjög hlynntur lýðháskól-
unum og lýðmenningarhreyfingunni og var nábúi Kristó-
fers Bruuns, sem stofnaði lýðháskóla í Gausdal, er hann
nefndi Vonheim. Þó endaði þetta nábýli með hálfgjörðri
skelfingu, enda var hvorugur þeirra miðlunarmaður. Björn-
son vildi skilja við Svía, en Bruun ekki.
Arvesen reisti skóla rétt hjá hinum 1879, er hann nefndi
Ny Sagatun og hélt þar áfram kennslu til 1892.
Báðir voru þeir Anker og Arvesen skáldmæltir og list-
hneigðir og fengust við fleira en kennslu og skólahald. Arve-
sen var ritstjóri ýmissa blaða.
Ekki hef ég heyrt, að óeining hafi verið milli þeirra fé-
laga, er staðið hafi skóla þeirra fyrir þrifum, en hvorugur
þeirra mun hafa verið fjármálamaður. Báðir áttu þeir eld
andans, sem kveikti áhuga í nemendunum. Skóli þeirra
varð kunnur fyrir söngva og ljóð.
Anker fórnaði föðurarfi sínum fyrir hugsjónir sínar,
hann gekk til bygginganna í Sögutúni. Og fyrstu lýðhá-
skólamennirnir norsku urðu að fórna fé sínu og tíma
fyrir hugsjónir sinar, enda urðu þeir margir að gefast upp.
Stjórn, sumir stórhöfðingjar og prestar voru þeim and-
vígir.
Prestarnir, sem hefðu þarna átt að sjá samverkamenn
við kristilegar vakningar, snerust sumir hverjir öndverðir.
Þeim þótti þeir æði frjálslyndir og veraldlegir. Einn þeirra
sagði börnunum, sem hann fermdi, að kenningar Grundt-
vigs væru mikið skaðlegri en páfatrú eða kenningar end-
urskírenda og Mormóna.
Sóknarprestur Viggo Ullmanns forðaðist að mæta hon-
um á götu. Hann vildi ekki hafa samneyti við bersynduga.
Ullmann gat ekki tekið á móti altarissakramentinu úr
höndum slíks prests og útdeildi því sér sjálfum og heim-
ilisfólki sínu. Hann var ákærður fyrir þetta, en sýknaður
af hæstarétti.
Ullmann þreyttist á erfiðleikunum við lýðháskólahaldið,
sem gekk misjafnlega. Haustið 1874 fékk hann aðeins þrjá'