Viðar - 01.01.1939, Blaðsíða 35
Viðar]
HÉRAÐSSKÓLARNIR
29
leyti að þakka áhrifum frá héraðsskólunum. í kjölfar
þessarar starfsemi kemur svo smátt og smátt smekkur fyrir
hófsemi og bindindi á nautnavörum, enda gera allir hér-
aðsskólarnir áfengisbindindi að inntökuskilyrði. Laugar-
vatnsskólinn gerir einnig tóbaksbindindi að inntökuskil-
yrði. Ég veit, að fjöldi unglinga eignast í héraðsskólunum
varanlega sannfæringu um gildi bindindis og heldur það.
Loks skal minnzt á sönginn. Héraðsskólarnir eyða all-
verulegum tíma til söngkennslu og söngiðkana. Þessi skóli
hefur t. d. á að skipa sérmenntuðum söngkennara. Hann
ræður yfir nokkrum tíma daglega til kennslu í söng, söng-
fræði, lestri kvæða og söngljóða og til þess að kynna nem-
endum merkustu menn á sviði sönglistarinnar. Þýðingar-
mest af þessari kennslu er sennilega tamning raddarinnar
og meðferð hins bundna máls. Það, að opna eyru fólks fyrir
því, að lesa rétt og skýrt. Okkur virðist heldur ekki sá þáttur
mannkynssögunnar ómerkilegri, sem fjallar t. d. um Beet-
hoven, Mozart, Herold, Jenny Lind, Grieg og Sibelius, en
Gústaf Adolf, Karl 12. og Napóleon.
íslendingar kunna mikið af kvæðum og söngljóðum, en
þá sjaldan þeir syngja gera þeir það illa, og flestir misþyrma
textunum. Skólarnir vilja leitast við að gera sönginn al-
mennari og fegurri en hann er.
Nú hef ég leitazt við að lýsa í stuttu máli starfi skól-
anna og tilgangi. En hvernig hafa þá þessi fyrstu störf
þeirra lánazt? Skólarnir eru svo ungir, að ekki er sann-
gjarnt að krefjast þess, að margir áberandi skörungar hafi
enn gert vart við sig. Við væntum þess, að bráðlega komi
úr héraðsskólunum duglegir og drenglyndir forvígismenn,
er sýni í verki, að rétt er stefnt með uppeldinu í skólunum.
Nú þegar má sjá þess nokkur merki. Unga fólkið hefur
flutt inn á heimili sín smekklega húsmuni, sem piltarnir
hafa smíöað, borðdúka, gluggatjöld o. f 1., sem ungu stúlk-
urnar hafa ofið. Árangur gagnlegra starfa stefnir í rétta
átt, vekur gleði og öryggi. Þetta unga fólk fær orð fyrir
að vera reglusamt í bezta lagi, hófsamara á nautnavörur