Morgunblaðið - 06.09.2009, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 06.09.2009, Blaðsíða 7
7 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2009 Facebook, Fésbók eðaSnjáldurskinna á íslensku,er að missa áhangendur.Þeir sem áður fóru reglu- lega inn á síðuna sína og fylgdust með lífi allra vina sinna eru sumir búnir að fá nóg. Einn hættir af því að honum mislíkar eigin forvitni, annar af því að honum þótti sem Fésbókar-skrif einkenndust af ör- væntingu, sá þriðji af ótta við elti- hrelli, sá fjórði þar sem honum þótti gengið of nærri persónuvernd og sá fimmti dró sig í hlé án nokkurra skýringa. Blaðamaður New York Times, Virginina Heffernan, rekur Fés- bókarflóttann á þennan hátt í grein í blaðinu um liðna helgi. Hún bendir á, að flóttinn sé vart merkjanlegur þegar litið sé á notendatölur Fés- bókarinnar; í Bandaríkjunum einum hafi 87,7 milljónir manna skoðað Fésbókar-síður í júlímánuði. En á meðan enn bætist margir í hópinn sé lítill en eftirtektarverður hópur að flýja og sumir með hvelli. Fésbók eins og N-Kórea Í greininni rekur einn viðmælandi hvernig hann hafi snúist frá því að vera Fésbókaraðdáandi í að berjast gegn henni. Móðir hans hafi talið Fésbók ígildi hins vonda og sjálfur sé hann kominn á sömu skoðun. Hann kveðst líta á Fésbók sem ígildi kúgunarstjórnar á borð við þá sem sitji að völdum í Norður-Kóreu. Maður þessi fjármagnar baráttu sína með sölu á bolum með áletr- uninni „Lokið Fésbókinni ykkar.“ Maðurinn hefur það helst á móti Fésbók, að upplýsingar þar séu söluvara. „Þeim mun háðari fyr- irbærum eins og Facebook sem við leyfum okkur að verða – og Facebo- ok gerir allt sem í hennar valdi stendur til að gera okkur háð – þeim mun meira getur Facebook misnotað okkur. Og gerir það,“ hef- ur New York Times eftir honum. Aðrir viðmælendur hafa líka fengið sig fullsadda. Kona nokkur nefnir sem dæmi, að stjúpsonur hennar hafi virst heltekinn af Fés- bókinni og að sjálf hafi hún fengið nóg af endalausum tilraunum sölu- manna ýmiss konar til að koma sér og varningi sínum á framfæri. Karl sagðist hafa áttað sig á að hug- myndir hans um „vini“ á síðunni hafi reynst rangar. Færslur, sem séu persónulegar, geti tvístrast og endað í eins konar hálfopinberri mynd. Margir áttu bágt með að skýra hvers vegna þeir kærðu sig ekki lengur um Fésbók. Þeir voru bara búnir að fá nóg, kærðu sig ekki lengur um að fylgjast með at- hugasemdum annars fólks, skoða myndirnar og svara athugasemd- um. Leið eins og eltihrelli Fyrir suma hefur aðskilnaðurinn reynst erfiður. Kona nokkur segir New York Times að hún hafi hætt vegna þess að Fésbókin hafi verið svo mikill tímaþjófur. Hún hafi heldur ekki náð góðu sambandi við Fésbókarvinina, því hún hafi sjaldn- ast haft beint samband við þá. Þess í stað hafi henni liðið eins og elti- hrelli, sem fylgist með síðum vin- anna daglega, án þess að gefa sig fram. Það sem gerði hins vegar útslagið í hennar tilviki var að henni fannst Fésbókin hrella sig. Dag einn, á annarri vefsíðu, var henni boðið að gefa bíómynd einkunn, sem hún og gerði. Þegar hún fór næst inn á Fésbók biðu hennar skilaboð um þessa einkunnagjöf á hinni síðunni. „Ég kunni ekki að meta að það væri fylgst svona nákvæmlega með mér,“ sagði konan. Og hætti. Allir fundnir Annar viðmælandi New York Times, sem stundar Fésbókina reglulega, kveðst hafa tekið eftir flóttanum. Hann segir Fésbókina góða til að finna annað fólk, en nú sé nýjabrumið farið af og allir séu fundnir. Fésbókin hafi þegar virkað „dauð“ fyrir nokkrum mánuðum. Virginia Heffernan lýkur grein sinni með vangaveltum um hvort Fésbókin sé dæmd til að verða einn góðan veðurdag eins konar drauga- bær á netinu, uppfull af síðum not- enda, sem ekki uppfæri þær lengur, auk samansafns af markaðs- mönnum, sem kroppa í líkin af þeim þjóðfélagshópum, sem þeir höfðu vonast til að geta hagnýtt sér. „Sorglegt, ef satt er. En kannski forlögin, eins og dauði framhalds- skólaklíku.“ rsv@mbl.is Flóttinn frá Fésbókinni Morgunblaðið/Árni Sæberg Facebook Er Fésbókin frábær eða verkfæri hins illa? Álfheimar 74 Sími: 414 4000 hreyfing@hreyfing.is www.hreyfing.is HAUST TILBOÐ 20 0 9 Öllum aðildarleiðum fylgir glæsilegur kaupauki til 20. september. Verð frá 4.800 kr. á mánuði. ∑ Frí tækjakennsla og brennsluæfingakerfi (stig I, II og III) sem skilar öruggum árangri. ∑ 20% afsláttur af íþróttaskóm og þolfimifatnaði hjá Útilíf. ∑ Nöfn allra sem ganga í aðild fyrir 20. september fara í pott sem dregið verður úr. Einn heppinn vinnur 40.000 kr. gjafakort í versluninni Útilíf. KAUPAUKI ME LÚXUSAILD ∑ Lúxusgjöf frá Blue Lagoon og 10 skipta heilsudrykkjakort. Verðmæti 34.900 kr. KAUPAUKI ME BETRI AILD ∑ Einn frímánuður. Blue Lagoon vörugjöf og vönduð íþróttataska. Verðmæti 18.700 kr. KAUPAUKI ME GRUNNAILD ∑ 2 boðsmiðar í Bláa Lónið. Verðmæti 4.410 kr. Kynntu þér þjónustu og aðstöðu Hreyfingar á www.hreyfing.is eða kíktu í heimsókn til okkar í Álfheima 74. Fréttir í tölvupósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.