Morgunblaðið - 06.09.2009, Page 30

Morgunblaðið - 06.09.2009, Page 30
30 Uppruninn MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2009 Sameinuð Ég ásamt Janaka, bróður mínum og Bai amma (mömmu). Janaka er eini albróðir minn, en samtals á ég átta systkini, fædd á Sri Lanka. Þ au skipti sem ég hugsaði til móður minnar á Srí Lanka lá ég einhvers staðar í kyrrð og ímynd- aði mér hár hennar svart og liðað, hendur hennar mjúkar, sætan ilminn af henni og hvernig væri að liggja í öruggum faðmi hennar. Þetta gerði ég örsjaldan en djúpt í vitund minni vissi ég að hún var raunveruleg, að hún væri blóð- móðir mín og að hún ætti hluta af mér. Eftir því sem ég eltist ýtti ég þessu lengra frá mér, lokaði á til- finningar. Mér fannst sú hugmynd að hitta hana og kynnast vera ein- tómir draumórar og ekkert vit að vera með frekari vangaveltur. Þegar ég varð 21 árs eignaðist ég litla prinsessu, Asíu Björk, ljós lífs míns. Ég fór að skilja betur hvers eðlis blóðbönd væru og hugsaði sterkar og meira til móður minnar á Srí Lanka. Ég vildi kynnast upprun- anum og sérstaklega vildi ég kynna Asíu fyrir Srí Lanka, fólkinu, hefð- unum og sögunni. Frá því ég var lít- il hef ég viljað gefa til baka, því að ég hef ætíð verið þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri á Íslandi. Ein- hver ástæða væri fyrir því og ein- hvern veginn yrði ég að endurgjalda það. Ættleiðingarskjöl og undirbúningur Þegar ég var 22 ára fékk ég ætt- leiðingarpappírana mína, sem ég fór í gegnum í leit að svörum. Hand- skrifað blað á meðal pappíranna vakti áhuga minn, en þar komu fram aldur og nöfn bróður míns, systur, föður og móður. Ég fór með pappírana á skrifstofu Íslenskrar ættleiðingar sumarið 2008 og talaði við yndislega konu að nafni Guðrún, sem hjálpaði mér að finna heim- ilisföngin. Guðrún fræddi mig aðeins um Srí Lanka og gaf mér nöfn og símanúmer hjá þeim sem mögulega gætu hjálpað mér í leit að upprun- anum og við undirbúning ferðalags til Srí Lanka. Hún benti mér á að senda bréf á eitt heimilisfangið. Eftir fáeina mánuði, vangaveltur og jólafrí í skólanum, 4. janúar sl., sendi ég bréf ásamt mynd af mér og Asíu. Hinn 14. janúar barst mér svar í tölvupósti: ,,Message From Your BROTHER“ var fyrirsögnin, ég ætlaði ekki að trúa mínum eigin augum. Í bréfinu stóð að móðir mín hefði fengið bréfið, hún væri ham- ingjusöm yfir því að mér gengi vel, Loksins vissi ég eitt- hvað um rætur mínar Söndru Oddsdóttur fannst hún heppin að hafa verið ættleidd frá Srí Lanka til Íslands. Þegar hún eignaðist sjálf dóttur hvarflaði hugur hennar þó æ oft- ar til blóðmóður sinnar og þráin eftir að leita upprunans varð sífellt sterkari. Hér segir hún frá mestu upplifun lífs síns, eins og hún kallar það, þegar hún hitti móður sína og systkini á Srí Lanka. Mæðgur Með Bai amma heima í stofu í húsi systur minnar. að ég ætti bróður, Janaka, 28 ára, sem ég gæti haft samband við í síma … eða sent bréf. Ég var í skól- anum þegar ég las bréfið og ef ég væri ekki með eyru hefði brosið náð allan hringinn. Hamingja og gleði fyllti hjarta mitt. Eftir að stóra tá hafði rétt snert jörðina og ég var búin að deila frétt- unum með mínum nánustu hringdi ég í bróður minn. Fyrstu mín- úturnar hlógum við bara, hann tal- aði litla ensku en var með enska orðabók sér til stuðnings. Í ljós kom að ég átti átta systkini, Janaka var albróðir minn en hin átti mamma með öðrum manni. Faðir okkar yf- irgaf heimilið þegar hún var ólétt að mér, Janaka vissi fyrst af mér fyrir tveimur árum og baðst afsökunar á að hafa ekki haldið á mér og huggað áður en ég var send í burtu. Janaka er kvæntur yndislegri konu og á átta ára strák sem heitir Akashe með fyrri konu sinni. Hann býr í Colombo en móðir okkar ásamt einni hálfsystur minni og tveimur sonum hennar búa í sveit skammt frá Anuradhapura, sem er þriggja tíma akstur frá Colombo. Þar býr einnig hálfbróðir okkar ásamt konu og börnum, eina hálf- systur eigum við í Singapúr en þrjú af hálfsystkinum okkar eru látin. Innan viku barst mér bréf með myndum af mömmu, Janaka og eig- inkonu hans. Þær opnuðu mér nýjan heim, heim sem ég gjarnan vildi fá að upplifa. Ég var tilbúin að leggja á vit ævintýranna án nokkurra væntinga þannig að stefnan var tek- in á Srí Lanka hinn 1. maí sl. ásamt góðvini mínum, Brynleifi, sem ég treysti fyrir lífi mínu. Janaka bróðir og fjölskylda Eftir 35 tíma ferðalag lentum við síðdegis í Colombo í sól og 32 stiga hita. Ég var ekki lengi að koma auga á Janaka, sem gekk á móti mér með bros á vör. Hann er með einstaklega góða og hlýja nærveru og passaði vel upp á litlu systur og sá til þess að mér liði sem best. Á Fagnaðarfundir Ég og mamma. flugvöllinn kom einnig kona hans, ein af systrum hennar og tvær frænkur. Þær voru svolítið feimnar í fyrstu en ekki leið á löngu þar til þær voru farnar að flissa í smá- rútunni á leiðinni heim til bróður míns. Mér fannst ég vera á kunn- uglegum slóðum, vegirnir voru mjó- ir og umferðin skemmtilega geggj- uð. Húsin voru misstór og alls konar lit, ennþá þrengri vegir lágu frá að- alveginum þar sem húsin voru fleiri en dreifðari, mikill gróður, há pálmatré, hólar og fjöll og hrís- grjónaakrar á milli. Hér og þar voru ávaxtabásar, þar sem menn gátu svalað þorstanum, og búddalíkneski blöstu hvarvetna við. Sum voru lítil í glerrömmum, önnur meira en 40 metra há. Þegar komið var á leiðarenda gengum við upp örmjóan göngustíg með tré og gróður allt í kring. Þar og á veröndum húsanna stóðu konur og börn og buðu okkur velkomin. Allir vissu af komu minni, ég var á heimaslóðum og fólkið, með hlýju í hjarta og bros á vör, veitti mér sál- arró. Þegar við komum inn í vel snyrtan og fallegan garð tók tengdamóðir Janaka vel á móti okk- ur, kynnti mig fyrir dætrum sínum, barnabörnum og aldraðri móður, sem horfði djúpt í augu mín, greip um hendur mínar, hneigði höfuðið og heilsaði mér með orðinu abowan, sem er kveðja þeirra á singhale og tungumál ættbálksins míns. Mér var vísað á stól í fjólublárri forstofunni ásamt þeim fullorðnu meðan stúlkur, börnin og amman stóðu í dyragættinni og fylgdust spennt með. Þegar mér var boðið upp á eitthvað að drekka var vatn það eina sem mér datt í hug. Þá var náð í appelsínugula kókoshnetu úti í garði, skorið í hana gat með lítilli sveðju og þar með fékk ég þann mest svalandi drykk sem ég hef bragðað. „Þetta er vatn okkar Srí Lanka-búa,“ heyrðist í einum frændanum. Eftir að nágrannar höfðu heilsað Búdda Akarn, 500 m búddastytta.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.