Morgunblaðið - 06.09.2009, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2009
14. september 1979: „Íslenzk dag-
blöð eru afar viðkvæm fyrir verkföll-
um. Þau þurfa á öllu sínu að halda til
að standast verðbólgubálið. Hver
verkfallsdagur er endanlega tap-
aður. En t.d. skipafélag í verkfalli
hefur kost á að flytja þær vörur
seinna, sem beðið hafa vegna verk-
falls. Markaður fyrir blöðin er auk
þess miklu minni hér á landi en í öðr-
um nálægum löndum og hagn-
aðarvon ekki sambærileg við það,
sem tíðkast í milljónaþjóðfélögum.
Auk þess er það beinlínis hagsmuna-
mál ríkisins, að skorið sé á líftaug
dagblaðanna. Hér á landi hefur ríkið
einkarétt á útvarpi og sjónvarpi og
grætur sízt af öllu, ef samkeppni um
auglýsingar og áskrifendur minnkar
eða hverfur alveg.“
. . . . . . . . . .
10. september 1989: „Á undan-
förnum áratugum hafa alltaf við og
við komið fram raddir um, að óeðli-
legt væri að greiða fólki með háar
tekjur t.d. ellilífeyri. Þessi sjónarmið
komu fram bæði á viðreisnarárunum
og síðar. Alþýðuflokkurinn hefur
jafnan snúizt hart gegn slíkum hug-
myndum, þótt rökin fyrir þeim hafi
verið sterk. Sjónarmið Alþýðu-
flokksins hafa verið þau, að ef fólki
væri mismunað við greiðslu bóta al-
mannatrygginga eftir tekjum væri
búið að breyta tryggingabótunum í
eins konar ölmusu, sem þá væri
óþolandi fyrir þiggjendur að taka
við.
Þeir, sem hafa mælt með því að
tengja greiðslu tryggingabóta við
aðrar tekjur, hafa hins vegar bent á,
að það væri óréttlátt, að fólk, sem
hefði miklar tekjur, m.a. margföld
eftirlaun úr opinberum sjóðum,
fengi einnig ellilífeyri úr trygg-
ingakerfinu. Betra væri að nota það
fé, sem sparaðist með þessum hætti
til þess að hækka ellilífeyri til þeirra,
sem minna hefðu. Þetta eru m.a. þau
rök, sem talsmenn Sjálfstæðis-
flokksins hafa fært fram, þegar þessi
málefni hafa á annað borð komið til
umræðu. Hörð andstaða Alþýðu-
flokksins gegn hugmyndum af þessu
tagi hefur hins vegar orðið til þess,
að minna hefur verið um þetta rætt
en ástæða væri til.“
Úr gömlum l e iðurum
ÞorsteinnPálsson,fyrrverandi
ráðherra, sendi-
herra og ritstjóri,
hefur mikið til síns
máls í viðtali við
Kolbrúnu Bergþórsdóttur í
Morgunblaðinu í gær, þar sem
hann segir að umsókn Íslands
um aðild að Evrópusamband-
inu sé í nokkru uppnámi.
„Samningurinn á milli
stjórnarflokkanna gengur út á
það að annar stjórnarflokk-
urinn fær umboð til að sækja
um aðild að Evrópusamband-
inu og hinn fær frjálsar hendur
til að berjast gegn samn-
ingnum þegar hann liggur á
borðinu. Enn hefur ekki verið
gerð alvörutilraun til þess að fá
stjórnarandstöðuflokkana með
í þetta ferli. Það þarf breiðan
pólitískan bakgrunn og breitt
pólitískt bakland eigi að ljúka
málinu þannig að þjóðin fái
samning sem hún getur fellt sig
við,“ segir Þorsteinn í viðtal-
inu.
Hann bætir við að á næstu
vikum muni reyna mikið á vilja
ríkisstjórnarinnar í þessum
efnum og þá komi í ljós hvort
hún vilji það breiða bakland
sem er nauðsynlegt. „Utanrík-
isráðherra talaði í vor eins og
hann vildi þessa breiðu sam-
stöðu. Ég tel að hann sé ein-
lægur í því. En mér finnst að
formenn stjórnarflokkanna
hafi sýnt þeirri áherslu hans
lítinn skilning. Verði pólitískt
bakland umsóknarinnar ekki
breikkað og styrkt gæti málið
lent í blindgötu.“
Þetta er allt rétt hjá Þor-
steini. Umsókn um aðild að
Evrópusambandinu er svo
stórt mál og skiptir svo miklu
fyrir þjóðarhag, að hana þarf
að vinna í sem allra breiðastri
sátt. Þau sjónarmið hafa ekki
aðeins komið fram
hjá utanríkisráð-
herranum. Þau
komu líka fram við
meðferð aðild-
arumsóknarinnar á
Alþingi. Þannig
lagði meirihluti utanríkismála-
nefndar í áliti sínu áherzlu á
gegnsætt ferli aðildarviðræðn-
anna, sem víðtækast samráð
við hagsmunaaðila og sem ríku-
legasta upplýsingamiðlun til al-
mennings. Auk þess áréttaði
meirihlutinn „sérstaklega
breiða pólitíska aðkomu að
málinu frá öllum flokkum sem
sæti eiga á Alþingi.“
Á næstunni mun ríkis-
stjórnin skipa samninganefnd
og 9-12 samningahópa sem
vinna með aðalnefndinni. Auk
þess á að skipa fjölmennan
samráðshóp vegna aðildar-
viðræðnanna, hóp sem annast
upplýsingamiðlun til almenn-
ings og loks hóp sérfræðinga,
sem á að vera samninganefnd
og samningahópum til ráðu-
neytis.
Það er ekki sízt við skipan
þessara hópa, sem ríkisstjórnin
sýnir vilja sinn og getu til að
skapa breitt pólitískt bakland
aðildarumsóknarinnar.
Í stjórnarandstöðuflokk-
unum eru margir hlynntir aðild
Íslands að Evrópusambandinu.
Þar eru líka margir andstæð-
ingar hennar, en auk þess stór
hópur fólks, sem hefur ekki
endilega gert upp hug sinn en
telur mikilvægt að Íslendingar
nái sem beztum samningi við
ESB sem þjóðin geti tekið af-
stöðu til. Stjórnarandstaðan á
því að geta unnið af heilindum
með ríkisstjórninni að aðildar-
viðræðunum. Það væri ábyrgð-
arlaust af stjórninni að bjóða
ekki upp á slíkt og ábyrgð-
arlaust af stjórnarandstöðunni
að hafna slíku boði.
Stjórnarandstaðan á
að geta unnið af
heilindum að
aðildarumsókn}
Breitt bakland?
Í
nýlegri bók Kvennabarátta og kristin
trú er minnst á sænska sagnfræðing-
inn Inger Hammar sem sagði í grein
árið 1998 að nútímafræðimenn væru
svo veraldlega sinnaðir að þeim hætti
til að gleyma þeim kristna hugmyndaheimi
sem ríkti á 19. öld og mótar enn samfélagið.
Þetta er vitaskuld alveg hárrétt hjá þessum
skynsama sagnfræðingi. Reyndar nokkuð
sem flestum ætti að vera ljóst en stundum
hættir fólki til að steingleyma því augljósa og
láta eins og það sé ekki til. Staðreyndin er sú
að samfélag okkar og reglur þess, líka þær
óskráðu, byggjast að stórum hluta á kristnum
hugmyndaheimi. En þessum áherslum gefum
við yfirleitt lítinn gaum, nema þá á stórhátíð-
um eins og páskum og jólum, þessum fáu dög-
um á ári, þegar okkur finnst vera skylda okk-
ar að vera aðeins betri en við erum alla jafna og kinkum
þá kolli til Krists og kenninga hans. Frá þessu sinnuleysi
gagnvart trúnni eru þó undantekningar, því til eru ein-
staklingar, og ekki svo fáir, sem byggja líf sitt og baráttu
meðvitað á hinum kristna grunni. Í þeim hópi teljast þó
nokkrar íslenskar konur sem voru frumkvöðlar í kvenna-
baráttu hér á landi.
Áðurnefnd bók, Kvennabarátta og kristin trú, er
greinasafn þar sem sex fræðikonur fjalla um íslenska
kvennabaráttu og það hvernig kristin trú mótaði um-
ræðu um aukin réttindi kvenna í samfélaginu. Fræðikon-
urnar eru: Arnfríður Guðmundsdóttir, Dagný
Kristjánsdóttir, Erla Huld Halldórsdóttir,
Kristín Ástgeirsdóttir, Nína Leósdóttir og
Sigríður Dúna Kristmundsdóttir. Þær hafa
unnið verk sitt af mikilli prýði. Þótt greinar
þeirra séu um margt ólíkar, sem er enginn
galli heldur góður kostur, þá hefur þeim tek-
ist að skapa skýra og skarpa heildarmynd af
þessu sérstaka og sumpart óvænta sambandi
trúar og kvennabaráttu.
Biblían, sú stórmerka og stórkostlega bók,
hefur í gegnum aldir, oftar en maður vill vita
af, verið notuð í tilraun til að sanna að konan
sé karlmanninum óæðri. Kvenréttindakonur
á fyrstu árum raunverulegrar kvennabaráttu
hér á landi og erlendis voru reyndar fljótar að
finna svar við þessu. Þær vísuðu í Jesú Krist
sem átti konur að vinum og skammaðist sín
hreint ekkert fyrir það.
Kvenréttindakonur hefðu reyndar ekki getað veifað
Biblíunni til að styrkja málstaðinn nema vegna tilvistar
Krists, en framlag hans dugði þeim líka vel. Árið 1894
skrifaði Bóthildur Bjarnadóttir (hugsanlega dulnefni
Bríetar Bjarnhéðinsdóttur og Valdimars Ásmundssonar
eiginmanns hennar) grein í Kirkjublaðið og niðurstaða
Bóthildar var afdráttarlaus: „Kristur var kvenfrelsis-
maður og allt sem ekki er í hans anda er ókristilegt.“
Þetta kallast að komast að kjarna málsins. Og kvenna-
barátta og kristin trú eru ansi gott par. kolbrun@mbl.is
Kolbrún
Bergþórsdóttir
Pistill
Trúin í kvennabaráttunni
Eftir Sigurð Boga Sævarsson
sbs@mbl.is
V
ið gefum sjómanna-
afsláttinn ekki baráttu-
laust eftir. Hins vegar
geri ég mér grein fyrir
því að meðan staða ríkis-
sjóðs er jafn þröng og raun ber vitni
er allt undir. Verið er að skera niður í
heilbrigðisþjónustu, almannatrygg-
ingum, skólamálum og hvar sem við
verður komið. Við slíkar aðstæður
hljóta sjónir manna að beinast líka að
póstum eins og þeim afslætti á skött-
um sem sjómenn njóta,“ segir sjó-
maðurinn Björn Valur Gíslason, þing-
maður VG og varaformaður fjárlaga-
nefndar Alþingis.
Tvöföld varðstaða
Sjómannaafsláttur hefur verið við
lýði í ríf fjörutíu ár. Var upphaflega
komið á þegar illa gekk að manna
fiskiskipaflotann. Því varð að ráði að
veita sjómönnum afslátt af sköttum
svo starfsumhverfið væri fýsilegra. Í
tímans rás hefur oft verið rætt um að
afnema beri þennan afslátt en sjó-
menn brugðist hart við slíku. Segja
að slíkt væri skerðing á kjörum sín-
um sem útgerðin yrði þá að bæta. Út-
gerðarmenn hafa ekki tekið slíkt í
mál og fyrir vikið hefur verið tvöföld
varðstaða um fríðindin.
„Sjómenn hafa ágætar tekjur, til
dæmis núna þegar gengi krónunnar
er lágt og afurðaverð hátt. Það er
ljóst að hátekjuskattur mun hafa
áhrif á laun margra sjómanna. Ef af-
nám sjómannaafsláttar bættist við
værum við einfaldlega að taka á okk-
ur þyngri álögur en flestar aðrar
stéttir,“ segir Björn Valur sem jafn-
hliða þingmennsku situr í stjórn Fé-
lags íslenskra skipstjórnarmanna.
Talið er að ríkissjóður verði af 1,1
milljarði króna í tekjum á ári með
skattaafslætti sjómanna. Afslátturinn
í ár er 987 krónur á dag, samkvæmt
því sem fram kemur á vef ríkisskatt-
stjóra. Dagar sem veita rétt til sjó-
mannaafsláttar eru þeir sem sjómenn
eru lögskráðir í áhöfn skips. Réttur
til afsláttar er bundinn því að tekjur
af sjómannsstörfum nemi minnst
30% af tekjuskattsstofni. Afsláttur
getur mest orðið jafnhár reiknuðum
tekjuskatti af launum fyrir sjómanns-
störf og í ár er hámarkið 24,10% af
sjómannslaunum.
Ruggar á bæði borð
„Mér þykir þingmaðurinn nálgast
þetta mál af mikilli léttúð þar sem
hann ruggar bátnum á bæði borð al-
gjörlega að tilefnislausu,“ segir út-
gerðarmaðurinn Sigurður Viggóson,
framkvæmdastjóri Odda hf. á Pat-
reksfirði.
„Sjómannaafsláttur hefur unnið
sér hefð í skattkerfinu og þessi íviln-
un er síst meiri en aðrar stéttir njóta.
Ef ríkið ætlar að ná fram sparnaði
liggja aðrar leiðir beinna við,“ segir
Sigurður. Honum þykja þessar bolla-
leggingar raunar slæmar fyrir út-
gerðina, sem lengi hafi verið haldið í
herkví umræðna um uppstokkun á
fiskveiðistjórnunarkerfinu, nú síðast
með fyrningarleið. Sú óvissa hafi fælt
fjárfesta frá greininni og afnám skat-
taívilnana sjómanna sé til hins sama
fallin. Við núverandi aðstæður séu
gjaldeyristekjur frá sjávarútveginum
þjóðarbúinu lífsspursmál og mik-
ilvægara en áður að greinin búi við
örugg skilyrði.
Morgunblaðið/Heiddi
Bryggjustemmning Sjómennskan þykir mörgum skemmtileg. Nú þykir sjó-
mönnum kjörum sínum ógnað verði skattafsláttur þeirra afnuminn.
Tvöföld varðstaða
um sjómannaafslátt
Skattaafsláttur til sjómanna er
1,1 milljarður kr. á ári. Allt er und-
ir í ríkisfjármálum en sjómenn og
útgerðarmenn verja þennan
póst. Umræðan ruggar bátnum á
bæði borð, segir útgerðarmaður.
Hverjir fá sjómannafslátt?
Þeir sem stunda sjómennsku sem
er gerð út af íslensku skipafélagi
njóta afsláttarins til frádráttar
reiknuðum tekjuskatti af launum.
Þeir sem njóta geta verið á fiski-
skipum en einnig þeir sem eru
lögskráðir á varðskip, rann-
sóknaskip, sanddæluskip, ferjur
eða farskip. Jafnframt eiga hluta-
ráðnir beitningarmenn rétt á sjó-
mannaafslætti.
Hver er ívilnunin?
Fyrst var sjómannaafsláttur lagð-
ur á 1954 þegar erfitt var að
manna fiskiskipaflotann. Þá var
ívilnunin hugsuð sem hvatning
svo menn færu til sjós. Skattaaf-
sláttur til sjómanns sem er 200
daga á sjó á þessu ári verður 196
þús. krónur
Hver eru sjónarmiðin?
Um sjómannaafslátt hefur lengi
verið deilt og ganga sjónarmið
þvert á flokkslínur. Þegar upp
hafa komið umræður um afnám
hans hafa verkalýðsfélög mót-
mælt harðlega. Pétur H. Blöndal
þingmaður Sjálfstæðisflokks hef-
ur verið andsnúinn afslættinum
en aðrir samflokksmenn hafa
nefnt helgan rétt.
S&S
Óskar Magnússon.
Ólafur Þ. Stephensen.
Útgefandi:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Útlitsritstjóri:
Árni Jörgensen.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/