Morgunblaðið - 06.09.2009, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.09.2009, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2009 öðruvísi því þá hafði ég styttri tíma til að læra textann. Stundum mundi ég ekki alveg allt og þá þurftum við að stoppa og byrja upp á nýtt.“ Hún viðurkennir að slíkt geti tekið á taugarnar. „Maður verður dálítið stressaður og vonar að maður segi ekki eitthvað vitlaust. En annars er þetta bara gaman.“ Hárið síkkað í snatri Þótt Kata sé enn aðeins tíu ára hefur hún fundið á eigin skinni hversu snúið það er að uppfylla út- litskröfur leikarabransans. Áður en hún lék í sjónvarpsþáttunum var hún með ljóst hár niður á bak en þurfti að klippa það stutt þar sem persónan sem hún lék á að vera nýstigin upp úr erfiðum veikindum. „Þegar ég lék í bíómyndinni Magtens fyrster þurfti að klippa enn meira en í drauga- myndinni á ég svo að hafa alveg sítt hár. Þannig að þetta getur verið dá- lítið erfitt,“ segir hún hlæjandi og á síður von á að haddurinn spretti svo rækilega að það dugi fyrir næstu tökur. „Ég held ekki að ég fái hár- kollu ef ég verð ekki komin með nógu sítt hár, heldur svona hárleng- ingar. Sennilega á ég líka að vera með svart hár svo þá þarf að lita það.“ Henni finnst þessar umbreyt- ingar ekki mikið mál. „Eiginlega er mér alveg sama. Það er bara skemmtilegt að sjá mig svona öðru- vísi.“ Enn hefur Katrín ekki fundið að fullu fyrir athyglinni sem fylgir því að leika í sjónvarpi og kvikmyndum því eftir er að frumsýna þá þætti og myndir sem hún hefur leikið í. Hún gefur svosem lítið fyrir frægðina en viðurkennir að það verði gaman að sjá afraksturinn á skjánum. „Ég er rosa spennt að sjá þetta,“ segir hún með áherslu. Eldgos á morgun Þegar Katrín er ekki upptekin við að leika í kvikmyndum og sjónvarpi hegðar hún sér á flestan hátt eins og aðrar tíu ára stelpur. „Mér finnst gaman að spila fótbolta, bæði með frænda mínum og svo er ég í fót- boltaliði. Og svo er ég mest að leika með vinkonum mínum.“ Fjölskyldan á Íslandi var hins vegar í forgrunni í heimsókn Kötu í sumar, enda hefur hún ekki komið til landsins síðan hún flutti út fyrir fimm árum. „Mér finnst rosalega gaman að vera komin aftur því ég hef saknað ömmu minnar og allra frændanna og frænknanna. Það er líka langt síðan ég hef smakkað allan matinn á Íslandi sem er rosalega góður. Við erum búin að vera í sundi og húsdýragarðinum. Svo er líka gaman að sjá fjöllin því það er svo langt síðan ég hef séð fjall.“ Henni finnst því ekki dónalegt að vera stödd undir einu frægasta eld- fjalli á Norðurlöndum, en blaða- manni bregður óneitanlega þegar Kata staðhæfir að hún ætli að „fara að sjá eldgos á morgun“. Við nánari eftirgrennslan kemur í ljós að heim- sókn á Gullfoss og Geysi er á döfinni, og Kata hlær dátt þegar hún áttar sig á eigin orðarugli. Áður en hún kveður verður þó ekki hjá því komist að spyrja hvort hún stefni á að verða leikkona þegar hún verði stór? „Ég veit það ekki al- veg,“ svarar hún með semingi, svo hún er spurð hvort eitthvað annað heilli frekar, „Jú, ég vildi alveg verða fótboltastjarna,“ er svarið, stutt og laggott. ‘‘ÞEGAR ÉG LÉK Í BÍÓMYNDINNIMAGTENS FYRSTERÞURFTI AÐ KLIPPA ENN MEIRA EN Í DRAUGAMYNDINNI Á ÉG SVO AÐ HAFA ALVEG SÍTT HÁR. ÞANNIG AÐ ÞETTA GETUR VERIÐ DÁLÍTIÐ ERFITT. ’ Það er gamall draumur minn að gera uppvakn- ingamynd. Ef hún kemst á koppinn mun hún staðfesta enn frekar ímynd okkar erlendis. Rithöfundurinn Sjón, handritshöfundur mynd- arinnar Reykjavik Whale Watching Massacre. Bóhemlífið verður að bíða betri tíma. Thelma Ólafsdóttir hætti við listnám og fór að stunda kraftlyftingar. Þetta er að líkindum karlmaður, en hann hendir tusku eða einhverju slíku inn og beygir sig síðan niður og hellir einhverju inn um lúguna. Gunnar Jósefsson, eigandi Laugarásvídeós, en kveikt var í fyrirtæki hans um síðustu helgi. Sá brotlegi náðist á myndband. Engin lausn á þessum vanda er góð nema neytendur komi sjálfir að henni. Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, um lausn á vanda heimilanna. Síðustu árin hefur framtaksleysi okkar því miður valdið töfum á frágangi bús- ins. Páll Arnór Pálsson, skiptastjóri í þrotabúi Einars Guðfinnssonar hf. Fyrirtækið var tekið til gjaldþrotaskipta vorið 1993. Við eigum ekkert val og verðum að velta breytingum á vörugjöldum beint út í verðlagið. Valdimar Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Kjöríss. Þetta er mjög áhugavert og ég sé ekkert annað en jákvætt við þetta en ég er voðalega hræddur um að við fáum eng- an gullaldartexta. Þorbjörn Broddason, prófessor í fé- lagsfræði, um þýðingarforrit Google. Hann sagði að það væri verið að rífa þakið af húsinu okkar. Húsbyggjandi, sem fékk upphringingu frá nágranna. Ósáttur undirverktaki ætlaði að fjarlægja þakið, sem verktaki hafði ekki greitt honum. Rannsóknin leiðir í ljós að þetta er alls staðar. Þetta er ekki endilega tengt strippstöðum þótt þetta viðgangist þar líka. Fríða Rós Valdimarsdóttir, mannfræðingur og höfundur nýútkominnar skýrslu um mansal á Íslandi. Ég var búinn að vaka í eina tvo klukku- tíma þegar ég gerði mér grein fyrir að búið væri að skipta um hjarta í mér, mér líður svo vel. Jóhannes Kristjánsson, eftirherma og skemmtikraftur, eftir hjartaígræðslu í Gautaborg. Ummæli vikunnar Morgunblaðið/Eggert Kröftug Thelma Ólafsdóttir sneri sér frá listinni og að lyftingum. ENN BETRI REYKJAVÍK Reykjavíkurborg leitar að kraftmiklum samstarfsaðilum á sviði forvarna, lýðheilsu og fegrunar í hverfum borgarinnar Við lýsum eftir nýstárlegum hugmyndum að verkefnum frá einstaklingum, fyrirtækjum, félagasamtökum eða stofnunum. Margvísleg verkefni koma til greina en þau verða að fela í sér minnst eitt af eftirfarandi: Frekari upplýsingar veita Regína Ásvaldsdóttir, skrifstofustjóri borgarstjóra, í síma 411 4500, regina.asvaldsdottir@reykjavik.is og Hans Orri Kristjánsson, verkefnisstjóri á skrifstofu borgarstjóra, í síma 411 4506, hans.orri.kristjansson@reykjavik.is Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Forvarna- og framfarasjóði Reykjavíkurborgar. Markmið sjóðsins er að styrkja forvarnarstarf, efla félagsauð, auka öryggi og bæta umgengni. Forvarnir í þágu barna og ungmenna Eflingu lýðheilsu Aukið öryggi íbúa Fegurri ásýnd hverfis Markvisst samstarf íbúa, félagasamtaka, fyrirtækja og borgarstofnana í þágu forvarna og félagsauðs Verkefnin skulu unnin í samstarfi við þjónustumiðstöðvar í hverfum og/eða fagsvið borgarinnar. Upplýsingar um úthlutunarreglur og umsóknareyðublöð er að finna á vef Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/ennbetri Sérstök áhersla verður lögð á skapandi og uppbyggileg verkefni fyrir ungt fólk. Umsóknarfrestur er til og með 25. september 2009. • • • • •Umsóknum er hægt að skila á netfangið ennbetri@reykjavik.is eða í Ráðhús Reykjavíkur merkt „Enn betri Reykjavík“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.