Morgunblaðið - 06.09.2009, Síða 44

Morgunblaðið - 06.09.2009, Síða 44
44 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2009 FYRSTA maí síð- astliðinn, á bar- áttudegi þolenda frekju og lítilsvirð- ingar á öldum aldanna frá valdhöfum af öllum gerðum og stærðum, birti Morgunblaðið grein eftir Bjarni Þórðarson trygginga- fræðing sem ber heitið „Er unnt að skatt- leggja eldri borgara enn frekar“. Þar skoðar hann aðstæður fjög- urra skólasystkina um sjötugt. Öll eru þau einstæð, tvö eiga ekki rétt til lífeyris frá lífeyrissjóði, en ann- að þeirra á 7,5 millj. á góðum bankareikningi. Hin tvö eiga rétt til 100 þús. kr. úr lífeyrissjóði á mánuði og annað þeirra á 7,5 millj. kr. á bankareikningi. Meðfylgjandi tafla sýnir mánaðarlegar tekjur hvers um sig þegar gert er ráð fyr- ir 16% vöxtum af bankareikning- unum. Fyrri taflan var birt í grein Bjarna fyrsta maí, sjá töflu 1. (Út- reikningar gerðir með aðstoð Reiknihildar á vef TR.) Ég bætti við tveim neðstu línum í töflunni til glöggvunar og fróð- leiks. Nú er það svo að í heildstæðri löggjöf um málefni aldraðra nr. 125/1999 segir um tilgang laganna: „Lögin fela í sér þau markmið að gera öldruðum fært að lifa eðlilegu heimilislífi eins lengi og kostur er og að öldruðum sé tryggð þjónusta þegar hennar er þörf og í samræmi við þarfir hvers og eins. Ásamt því er lögð áhersla á að aldraðir njóti jafnréttis og að sjálf- stæði þeirra sé virt.“ En útreikningarnir sýna hinsvegar að valdhafarnir virða að engu lög sem gilda um réttarstöðu eldri borgara og sýna vel þau grófu lögbrot og eignarnám sem aldr- aðir verða fyrir af stjórnendum ríkisfjár- mála. Jafnréttið og sjálfstæðið er einfald- lega fótum troðið af hugmyndasnauðu stjórnvaldi og er mikið áfall fyrir þá, sem trúðu á kosningaloforð Samfylkingarinnar og Vinstri græna um að þessum flokkum væri einum að treysta til að vakta velferðina, m.a. þeirra eldri. Samfylkingin sagði fyrir kosn- ingar að lífeyrir aldraðra ætti að duga fyrir framfærslukostnaði eins og hann væri metinn í neyslukönn- un Hagstofunnar. Það vantar rúm- lega 100 þús. á mánuði upp á að ná þessu marki, samkvæmt of- anskráðu. En nú fyrsta júlí síðastliðinn var bætt um betur og skerðingar og skattlagning enn aukin til að gera ævikvöldið erfiðra og daprara fyrir flesta eldri borgara. Samtök aldraðra fóru þess á leit við Bjarna að hann endurreiknaði töfluna miðað viðbótarskerðing- arnar fyrsta júlí síðastliðinn. Ný staða eftir breytingar 1.7. 2009, sjá töflu 2. Fjárskortur samkv. Hagstofu er um 95 þ.kr. hjá Önnu, en hjá hinum sparsama og gætna Sigurði vantar um 180 þ.kr. á mánuði til að hann komist af fjárhagslega. Það sem skiptir meginmáli fyrir eldri borgarar er að geta haft til reiðu það fé sem þarf til að greiða fyrir nauðsynjar til skjóls, hnífs og skeiðar. Núverandi forsætisráðherra náði fram umtalsverðum leiðréttingum í trygginga- og skattamálum eldri borgara þegar hún var félagsmála- ráðherra í stjórn Geirs Haarde, sem nú hafa allar fokið út í veður og vind og meira til. Við hljótum að spyrja hæstvirtan forsætisráðherra, hefur þú enga stjórn á undirsátum þínum í rík- isstjórn? Undirsátum sem gera að for- gangsverkefni að rífa það niður sem þú gerðir til að verja hags- muni eldri borgara og við svo sann- arlega studdum þig til að gera. Kæra Jóhanna, Jóhannes úr Kötlum orti um vegferð slíka: Verklaus – félaus örðugt er að hjara. Ölmusurnar lítt þó betur fara. Ströng og guðhrædd leiðsögn lýðs- ins kjara lögmál hinnar réttu trúar kann. Fyrsta boðorð; þegar þarf að spara, þá skal ráðist fyrst á öreigann. Þegar þarf að spara, þá skal ráðist fyrst á öreigann Eftir Erling Garðar Jónasson » Við hljótum að spyrja hæstvirtan forsætisráðherra, hefur þú enga stjórn á und- irsátum þínum í rík- isstjórn? Erling Garðar Jónasson Höfundur er formaður Samtaka aldraðra. Tafla 2Tafla 1. Á ERFIÐUM tím- um kemur í ljós úr hverju við erum gerð, hvernig við tökumst á við erfiðleikana. Okk- ur er ýtt út úr þæg- indahringnum og verðum að takast á við nýjar og áður óþekktar aðstæður. Á svona tímum ná þeir bestum árangri sem eru tilbúnir til að breyta hegðun sinni, setja sér ný markmið eða jafnvel hugsa líf sitt upp á nýtt. Þó þetta hljómi einfalt þá er það fjarri því að vera það. Við er- um ekki vön að hugsa hlutina upp á nýtt, né erum við þjálfuð í að spyrja okkur gagnrýninna spurn- inga. Hvað er þá til ráða? Ef við vilj- um raunverulega gera eitthvað í málunum þá leitum við aðstoðar eða hjálpar og sem betur fer eru fjölmargir sem hægt er að leita til. Á undanförnum árum hefur markþjálfun (Coaching) rutt sér mjög til rúms hérlendis sem öflug aðferð til að takast á við þessa hluti. Í Bandaríkjunum hefur þessi þjónusta vaxið einna hraðast und- anfarin 20 ár, vegna þess árangurs sem hún hefur skilað þeim sem hafa nýtt sér hana. Markþjálfun er skipulögð aðferð til að mynda kraftmikil markmið, uppgötva framtíðarsýn og löng- un og ná markmiðum. Markþjálfun á vax- andi vinsældum að fagna hérlendis eftir því sem fleiri kynna sér hana. Flestir starfandi markþjálfar á Íslandi eru félagar í Félagi markþjálfunar á Íslandi (FMÍ) og á heimasíðu félagsins www.markthjalfun.is/ er hægt að sjá hverjir þeir eru. Félag markþjálfunar á Íslandi hefur sett sér strangar og ítarleg- ar siðareglur (www.mark- thjalfun.is/index.php/sidareglur- felagsins) sem allir markþjálfar í FMÍ hafa skuldbundið sig til að virða, en þær eru sniðnar eftir siðareglum International Coach Federation sem eru stærstu óháðu alþjóðlegu samtök markþjálfa í heiminum í dag með um 18.000 fé- laga í 90 löndum. Siðareglurnar og fullkominn trúnaður eru starfs- grundvöllur markþjálfa í FMÍ í því skyni að tryggja hagsmuni og öryggi viðskiptavinanna. Til að koma í veg fyrir misskiln- ing skal það tekið fram hér að markþjálfi er EKKI meðferð- araðili, ráðgjafi eða leiðbeinandi. Markþjálfun hefur verið skil- greind sem viðvarandi faglegt samband sem miðar að því að við- skiptavinur taki skref sem gera framtíðarsýn hans, markmið og óskir að veruleika. Það sem markþjálfi gerir er að hann dregur fram hugmyndir við- skiptavinarins sem hann veit ekki að búa með honum. Markþjálfi skýrir og skerpir á því, hvað það er sem viðskiptavinurinn raun- verulega vill. Hann skapar vett- vang fyrir nýja sýn og ný viðhorf. Markþjálfi veitir stuðning við af- drifaríkar ákvarðanir og víkkar og stækkar hugsanaferli viðskiptavin- arins með því að örva hann og ögra honum. Á stund óvissu og glundroða getur hann veitt álit og bent á nýjar leiðir þegar óskað er og nauðsyn krefur. Einnig veitir hann viðurkenningu á því sem vel er gert. Markþjálfi vinnur þannig að hann beitir virkri hlustun. Í sam- ræðum bíða flestir eftir að koma sínum sjónarmiðum að og hirða oft lítið um það sem hinn aðilinn er að segja. Markþjálfi hlustar á það sem sagt er og geinir raddblæ og tilfinningar, sem stundum segir meira en orðin sem eru notuð. Oft skýrist málefnið með því einfald- lega að tala um það sem er mik- ilvægt og hvílir hvílir þungt á við- mælandanum. Málefni og hugmyndir viðskiptavinar eru ætíð í brennidepli og það eina sem skiptir máli í vinnu með mark- þjálfa. Markþjálfi kemur aldrei með tilbúnar lausnir, heldur vinn- ur eingöngu út frá hæfleikum, löngunum og markmiðum við- skiptavinarins. Markþjálfi spyr kraftmikilla spurninga sem leiða til aukins skýrleika, nýrra hugmynda og tækifæra og þokar viðskiptavin- inum í átt að markmiðum hans. Þá skapar hann vettvang fyrir nýja sýn með því að spyrja spurninga sem skapa nýtt sjónarhorn, eða ýtir viðskiptavininum út úr þæg- indasviði sínu til að sjá nýjan flöt á málinu. Í markþjálfunarsamtali fer af stað ferli sem erfitt er að lýsa í stuttu máli en margir við- skiptavinir upplifa að þeim hafi opnast nýja víddir, þess vegna bjóða flestir markþjálfar upp á ókeypis kynningartíma til að nýir aðilar geti reynt þetta sjálfir áður en þeir taka ákvörðun um frekari viðskipti. Að ná lengra, gera betur og sigrast á erfiðleikum Eftir Jón Bjarna Bjarnason »Markþjálfun er öflug leið til að takast á við erfiðleika, mynda ný markmið, finna ástríðu sína og ná árangri. Jón Bjarni Bjarnason Höfundur er alþjóðlega vottaður markþjálfi, ACC-coach, formaður Félags markþjálfunar á Íslandi og varaforseti ICF – Ísland. BÆJARSTJÓR- INN í sveitarfélaginu Ölfusi, Ólafur Áki Ragnarsson, fer mik- inn í því að svara grein minni í Mbl. frá 27. ágúst í blaðinu þann 1. september. Ekki verður hjá því komist að bregðast við þeim atriðum sem fram koma í svari bæj- arstjórans. Notuð er áfram sama tölusetning. 1) Liðin eru 8 ár frá því að hug- myndir voru uppi um virkjun í Grændal (einnig nefndur Grens- dalur), bæði er að áherslur hafa breyst mikið síðan sem betur fer og við erum líka reynslunni ríkari. Virkjun í Grændal var hafnað á sín- um tíma vegna þess að hún var ekki talin ásættanleg frá umhverfissjón- armiðum. Í raun hefði sú virkjun orðið álíka langt frá þéttbýlinu í Hveragerði og Bitruvirkjun yrði en ekki nokkur hundruð metra eins og Ólafur segir. Rétt er hins vegar að sveitarfélagamörk Hveragerðis eru mun nær í tilviki Grændalsins. Syðstu borteigarnir við Bitruvirkjun yrðu í um 4 km fjarlægð frá þéttbýl- inu, á hverjum þeirra nokkrar bor- holur með tilheyrandi útblæstri. 2) Umhverfismat Bitruvirkjunar gerir ekki ráð fyrir hreinsun eitur- efna frá blásandi borholum en það var eitt aðaláhyggjuefni mitt þótt bæjarstjórinn reyni nú að snúa út úr því. Slík hreinsun er reyndar ill- möguleg eða allavega mjög dýr og mundi hún sennilega gera virkj- unina óarðbæra. Rétt er að árétta að útblæstri frá háhitaborholum er ekki hægt að líkja við „hveralykt“ eins og bæjarstjórinn gerir þar sem loftið sem frá þeim kemur inniheldur verulegt magn eiturefna úr iðrum jarðar sem ekki eru í „hveralykt“. Sú tilraunahreinsun sem bæjarstjór- inn nefnir að farið verði í við Hellis- heiðarvirkjun „eftir nokkrar vikur“ er enn ekki hafin þrátt fyrir að talað hafi verið um hana í nokkur ár. Sú hreinsun hefur heldur ekkert með blásandi borholur að gera heldur er henni ætlað að hreinsa útblástur frá sjálfri virkjuninni. Á þessu er grund- vallarmunur. Ég ítreka líka og end- urtek það sem bæjarstjórinn nefnir að um tilraunahreinsun yrði að ræða við Hellisheiðarvirkjun. Við Hver- gerðingar neitum að taka þátt í til- raunastarfsemi vegna Bitruvirkj- unar og það gerir líka það útivistarfólk sem sækir svæðið heim. Einnig má velta því fyrir sér hvers vegna rætt er um tilraunahreinsun fyrst aðferðin er „vel þekkt um allan heim“. Hvers vegna er þá ekki fyrir löngu búið að hreinsa útblásturinn frá Hellisheiðarvirkjun sem mikið hefur verið kvartað yfir? Í þessu sambandi má einnig rifja upp að nið- urdæling þéttivatns frá Hellisheiðarvirkjun, sem að sögn er einnig alþekkt aðferð, átti að hefjast fyrir nokkrum árum en síðast þegar ég vissi til var hún ekki enn hafin og mengað vatn rann ennþá út á yfirborðið og gerir kannski enn. 3) Ekki þarf annað en að virða fyrir sér gufuútblásturinn frá Hellisheið- arvirkjun til að hræðast áhrif hans. Það er vel ef takmarka á verulega þau áhrif og verður það þá vonandi gert við Hverahlíðarvirkjun og end- urbætt við Hellisheiðarvirkjun. Rannsóknir á grunnvatnsstraumum eru ekki 100% vísindi. Ekki þarf annað en að horfa á kortin sem bæj- arstjórinn bendir á til að sjá að ekki þarf miklar breytingar á grunn- vatnsstraumum til að vatnsból Hveragerðis verði í verulegri hættu og slíkar breytingar geta auðveld- lega orðið á svona virku jarð- skjálftasvæði. Bæjarstjórinn nefnir síðan ekki áhrif rennslis út á yf- irborð, t.d. skolvatns við boranir og hvert það mengaða vatn fer. 4) Athugasemdir frá almenningi og þar með Hvergerðingum snúast um að það er ekki ásættanlegt að virkja við Bitru eða Ölkelduháls. Virkjunarsvæðið er einfaldlega of nærri bæði byggð og náttúruperlum. Engar þær lagfæringar sem gerðar hafa verið á áætlunum um Bitru- virkjun koma til með að breyta neinu um þessar athugasemdir. Þetta atriði eitt og sér ætti raunar að duga til þess að velta Bitruvirkj- un ekki meira fyrir sér. Við verðum að setja okkur mörk í því hvar við nýtum land og orkulindir og hvar ekki. Ósnortin svæði og náttúru- perlur eru takmörkuð auðlind sem ekki á að ganga á nema að mjög vel athuguðu máli. Sum svæði eiga að vera yfir það hafin að standa þurfi í sífelldu þrefi um varðveislu þeirra og Ölkelduhálsinn og nágrenni hans er eitt af þeim. Ég vil því hvetja Al- þingi og umhverfisráðherra til að vinna að því að lögum verði breytt hið allra fyrsta þannig að austanverð Hellisheiði verði alfarið friðuð fyrir hverskyns virkjanahugmyndum til allrar framtíðar. Eftir Eyþór H. Ólafsson » Ósnortin svæði og náttúruperlur eru takmörkuð auðlind sem ekki á að ganga á nema að mjög vel athuguðu máli. Eyþór H. Ólafsson Höfundur er verkfræðingur og forseti bæjarstjórnar Hveragerðis. Bitruvirkjun út af borðinu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.