Morgunblaðið - 06.09.2009, Blaðsíða 67
Menning 67FÓLK
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2009
OPNUNARMYND Alþjóðlegrar kvikmynda-
hátíðar í Reykjavík 2009, RIFF, verður kanadíska
verðlaunamyndin Ég drap mömmu mína eða J’ai
Tué Ma Mère. Xavier Dolan leikstýrir, framleiðir,
skrifar handritið og leikur aðalhlutverkið í þessari
mynd. Dolan er aðeins tvítugur og þykir afar hæfi-
leikaríkur. Myndin er byggð á hans eigin ævi og
fjallar um samband samkynhneigðs unglings, Hu-
berts, við móður sína, Chantale. Á sama tíma og
gjáin á milli þeirra stækkar ört taka þau að átta sig
á því að þótt þau séu sennilega ófær um að búa
saman geti þau ekki verið án hvort annars.
Fleiri kanadískar
Xavier Dolan er kanadískur kvikmyndaleikstjóri
og leikari, fæddur árið 1989. Hann byrjaði ungur
að leika í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Ég
drap mömmu mína er fyrsta mynd hans en hún
vakti feiknalega athygli á kvikmyndahátíðinni í
Cannes í vor. Þar hlaut hún fyrstu verðlaun í Di-
rector’s Fortnight flokknum ásamt því að hafa
fengið SACD verðlaunin og C.I.C.A.E. verðlaunin
sömuleiðis. Norðurlandafrumsýning myndarinnar
verður á RIFF.
Opnunarmyndin er fjarri því sú eina frá Kanada
sem sýnd verður á RIFF í ár. Að þessu sinni mun
hátíðin bjóða upp á mikið úrval nýrra kanadískra
mynda, þar á meðal tvær heimildamyndir, en Kan-
adamenn standa mjög framarlega í þeirri grein
kvikmyndalistar-innar.
Kanadískir kvikmyndagerðarmenn og -leikarar
hafa leitað suður yfir landamærin til Bandaríkj-
anna eftir frægð og frama. Nefna mætti leikstjóra
á borð við David Cronenberg, Paul Haggis, Norm-
an Jewison og James Cameron. Sá síðastnefndi
gerði mest sóttu mynd sögunnar, Titanic.
Ég drap mömmu mína á RIFF
Mæðgin Úr myndinni Ég drap mömmu mína.
RÚMLEGA 830 tónlistarmenn og
hljómsveitir hafa nú opnað prófíl og
sett tónlist sína í sölu á vefnum
gogoyoko.com. Vefurinn er ný tón-
listarveita þar sem tónlistarmenn
geta komið tónlist sinni á framfæri
og í sölu á alþjóðavísu, án milliliða,
og verið í beinu sambandi við sína
áhangendur.
Yfir 7.000 lög eru komin í sölu á
vefnum. Að stærstum hluta er um að
ræða innlenda listamenn og hljóm-
sveitir, enda er gogoyoko.com aðeins
opin á Íslandi sem stendur. Erlendir
tónlistarmenn og hljómsveitir geta
aðeins sótt um aðgang og hafa á síð-
ustu mánuðum myndast langir bið-
listar. Af þessum listum má ráða að
orðspor síðunnar hefur farið hæst í
Bandaríkjunum, Danmörku, Sví-
þjóð, Bretlandi, Þýskalandi og Kan-
ada. Nokkrum listamönnum og
hljómsveitum frá þessum svæðum
hefur verið hleypt inn á síðuna.
Á meðal flytjenda sem gert hafa
það gott á vefnum má nefna hljóm-
sveitirnar Nolo og Lights on the
Highway, og listamennina Egil S. og
Hermigervil.
Morgunblaðið/hag
Egill S. Vinsæll á Gogoyoko.
Rúmlega
7.000 lög
á Gogoyoko
ÍSLENDINGAR geta enn sótt um
að taka þátt í Kvikmyndasmiðju
RIFF (e. Talent Lab) því umsókn-
arfrestur rennur út á morgun, 7.
september. Kvikmyndasmiðjan
stendur yfir dagana 24.-27. sept.
Meðal staðfestra fyrirlesara í
smiðjunni er Giorgos Lanthimos,
leikstjórinn sem fékk nýverið Un
Certain Regard-viðurkenningu á
Cannes-kvikmyndahátíðinni fyrir
mynd sína Kynodontas, eða Dogto-
oth á ensku. Þá mun leikstjórinn
Friðrik Þór Friðriksson fjalla um
feril sinn í smiðjunni og gefa góð ráð
og Baltasar Kormákur mun sýna
þátttakendum sviðsmyndina úr nýj-
ustu mynd sinni, Vikingr. Kvik-
myndaframleiðandinn Sigurjón Sig-
hvatsson situr einnig fyrir svörum í
svokölluðu „producer’s panel“, pall-
borði framleiðenda, auk annarra ís-
lenskra kvikmyndaframleiðenda.
Þátttakendur fá dagskrána í
hendur í byrjun næstu viku en þátt-
tökugjald fyrir Íslendinga er 11.000
krónur. Hádegismatur er innifalinn
á meðan á smiðjunni stendur og auk
þess almennur passi á hátíðina.
Frekari upplýsingar eru á riff.is.
Hundstönn Úr kvikmyndinni
Dogstooth eftir Giorgos Lanthimos.
Kvikmynda-
smiðjan
enn opin