Morgunblaðið - 06.09.2009, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 06.09.2009, Blaðsíða 41
Umræðan 41 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2009 • Rótgróin heildverslun með gjafavörur. Auðveld kaup. • Lítil heildverslun með byggingavörur. Ársvelta 80 mkr. Hentar vel til sameiningar. • Þjónustufyrirtæki sem selur um 600 fyrirtækjum þjónustu sína. Ársvelta 100 mkr. • Vinsælt veitingahús. Ársvelta 230 mkr. • Framkvæmdastjóri-meðeigandi óskast að þjónustu- og innflutningsfyrirtæki. Ársvelta áætluð um 200 mkr. Ágætur hagnaður. • Heildverslun með byggingavörur. Ársvelta 170 mkr. Mjög skuldsett. • Meðeigandi óskast að nýju framleiðslufyrirtæki. Reiknað er með 30-35% árlegri ávöxtun eigin fjár næstu árin. • Sérverslun með fatnað á góðum stað. Ársvelta 150 mkr. Góð framlegð. • Iðnfyrirtæki í matvælaframleiðslu með mikinn og vaxandi útflutning. Ársvelta 240 mkr. • Rótgróið iðnfyrirtæki. Ársvelta 450 mkr. • Innflutnings- og framleiðslufyrirtæki í byggingariðnaði. Ársvelta 400 mkr. Hagstæðar skuldir. • Rótgróið innflutnings- og framleiðslufyrirtæki. Ársvelta 130 mkr. • Þekkt innflutningsfyrirtæki með eigin verslanir. Ársvelta 240 mkr. EBITDA 35 mkr. Hagstæðar skuldir. • Þjónustufyrirtæki sem selur fyrirtækjum lögbundna þjónustu með föstum samningum. Ársvelta 170 mkr. Í tilefni af Vísindavöku 2009 efnir Rannís til teiknisamkeppni barna 6-9 ára og 10-12 ára. Efni myndanna skal vera „Vísindin í daglegu lífi“ Myndum skal skilað fyrir 16. september til Rannís, Laugavegi 13, 101 Reykjavík. Verðlaun verða veitt á Vísindavöku 25. september 2009. Nánari upplýsingar á... ...www.rannis.is/visindavaka Laugavegi 13, 101 Reykjavík sími 515 5800, rannis@rannis.is www.rannis.is Vísindavaka 2009 Skilafrestur er til 16.sept. 2009 ÞAÐ SKIPTIR sköpum á íslenskum vinnumarkaði í dag að starfsfólki gefist kostur á að þróa áfram hæfni sína í starfi til að geta tek- ist á við álag og flóknari verkefni. Á þann hátt geta allir tekið þátt í því end- urmati og upp- stokkun sem nú á sér stað og byggt upp til framtíðar. Símennt- un eykur virði hvers einstaklings og eflir bjargir í einkalífi og starfi. Starfsefling og persónuleg upp- bygging má því ekki mæta afgangi í núverandi ástandi heldur á hún þvert á móti að fá forgang sem aldrei fyrr. Glímt er við stórar spurningar þessa dagana sem varða starfsvettvanginn og þau kjör sem bjóðast. Innan stofnana er einnig rýnt í framtíðina, breytta verkefnaskipan og fleiri samstarfs- fleti. Þar þarf að mæta nýjum að- stæðum og fyrirsjáanlegum breyt- ingum með öflugri menntun og þjálfun starfsfólks. Fræðslusetrið Starfsmennt get- ur mætt starfsmönnum og stjórn- endum í þeirri vinnu með margs- konar þjónustu til að efla vinnustaði, vinnubrag og vilja til verka. Með aukinni menntun og góðri undirbúningsvinnu má leggja nýjan grunn þar sem skemmtilegri verkefni bíða og þar sem velferð fólks er sett í öndvegi. Virk starfsþróun Fræðslusetrið Starfsmennt starfar á sviði símenntunar og starfsþróunar og er í eigu fjármálaráðu- neytisins og flestra að- ildarfélaga ríkisstarfs- manna innan BSRB. Þar er unnið að þróun starfstengdrar þekkingar og þjálf- unar með fræðslu og ráðgjöf. Þátt- taka í námi setursins er fé- lagsmönnum að kostnaðarlausu enda byggist starfið á kjarasamn- ingum eigendanna. Leiðin að auk- inni starfsmenntun er því greið og besta svarið við núverandi óvissu. Með því að virkja starfsmenn til náms treysta stjórnendur grunn starfseminnar og auka líkur á já- kvæðari vinnustaðarmenningu. Nú er lag að huga enn frekar að menntamöguleikum og móta stefnu í starfsþróun þar sem starfsmenn þróa áfram færni sína og viðhorf og fullnýta hæfileika sína. Á þann hátt er þekking vinnustaðarins uppfærð og líkur á faglegu gæðastarfi aukast. Hagur starfsmanna og stjórnenda Markviss stefna í starfsþróun varðar leiðina sem sett er í for- gang og auðveldar útfærslu, fram- kvæmd og mat. Á þann hátt eykst skýrleiki og gagnsæi á þessu mik- ilvæga sviði mannauðsstjórnunar og dregið er úr tilviljanakenndum vinnubrögðum. Virk starfsþróun er alltaf samstarfsverkefni starfs- manna og stjórnenda þar sem gætt er að hagsmunum beggja; starfs- fólk tileinkar sér nýja þekkingu sem nýtist vinnustaðnum, náms- hvatning og áhugi bætir starfsand- ann og eykur líkur á betri nýtingu fjármagns og tíma. Fræðslusetrið Starfsmennt er einn öflugasti fræðsluaðilinn sem getur komið til móts við stofnanir á þessu sviði með sérsniðnum úrræðum og ráð- gjöf sem beint er að markhópi set- ursins en nýtist vitaskuld vinnu- staðnum í heild. Heildstæð símenntun starfsfólks Starfsmennt hefur nú um árabil boðið stofnunum og starfshópum upp á starfstengda símenntun. Sí- menntun starfsfólks hefur verið sett fram á þann hátt að þróaðar hafa verið sérsniðnar námsleiðir sem skipt er í sjálfstæð námskeið eða námslotur sem starfsmenn velja úr í samræmi við eigin fræðsluþarfir og framtíðarsýn stofnana. Stýrihópar námsleið- anna, sem í eiga sæti jafnmargir starfsmenn og stjórnendur, ráða síðan hraða og framboði náms út frá möguleikum stofnana og eft- irspurn. Stýrihóparnir geta einnig breytt áherslum námsins ef breyt- ingar verða á starfsumhverfi og tryggt þannig að nám úreldist ekki. Námsleiðir Starfsmenntar eru í senn einstaklingsmiðaðar og sam- eiginlegar öllum starfsmönnum. Þær ríma við starfsmarkmið stofn- ana og eru rauði þráðurinn í fræðslustarfi þeirra. Starfsmenn hafa því yfirsýn yfir símennt- unarkerfið í heild sinni en ferðast um það á sinn einstaka hátt. Með heildstæðum námsleiðum verður stefna stofnunar í símenntun starfsmanna skýrari en ella um leið og gætt er að nauðsynlegum sveigjanleika. Margar þessara námsleiða hafa verið unnar með aðstoð Ráðgjafa að láni og kennd- ar um allt land sem sjálfsagður hluti vinnunnar. Ráðgjafi að láni Ríkisstofnunum hefur staðið til boða að nýta Ráðgjafa að láni til að innleiða aðferðir mannauðs- stjórnunar á vinnustað og hafa um fimmtíu stofnanir nýtt sér tæki- færið. Stofnanir geta sótt um að- stoð til að innleiða þá þætti mann- auðsstjórnunar sem þær kjósa helst. Starfsmennt er í samstarfi við sérfræðinga sem hægt er að fá lánaða í allt að 40 klukkustundir og kostar Starfsmennt vinnu þeirra. Markmið ráðgjafarinnar er að vinna að markvissri mann- auðseflingu og taka þannig fyrstu skrefin í að forgangsraða aðferð- um til að auka starfsþróunarmögu- leika starfsfólks. Verkefnin lúta að öllu sem viðkemur mannauðs- stjórnun eins og mótun starfs- mannastefnu, jafnréttisstefnu, siðareglum, heilsustefnu eða grein- ingu á vinnustað, fræðslu, áhuga- sviði og starfsánægju. Öll þessi verkefni og þjónusta Starfs- menntar miðast að því að efla starfsfólk í að takast á við sí- breytilegt umhverfi og aðstoða stofnanir við að koma þessum mik- ilvæga málaflokki í góðan farveg. Tilgangurinn er að gera stofnanir ríkisins að enn betri vinnustöðum og efla hæfni og líðan starfsfólks sem vinna mikilsverð störf á um- brotatímum. Eftir Huldu A. Arnljótsdóttur Hulda A. Arnljótsdóttir » Símenntun, starfsefl- ing og persónuleg uppbygging má ekki mæta afgangi í núver- andi ástandi heldur á þvert á móti að fá for- gang sem aldrei fyrr. Höfundur er framkvæmdastjóri Fræðslusetursins Starfsmenntar. Menntun og mannauðsefling ríkisstarfsmanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.