Morgunblaðið - 06.09.2009, Blaðsíða 58
Eftir Helga Snæ Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
EINHVER magnaðasta og alræmdasta menn-
ingarkynning Íslendinga fyrr og síðar er án efa
gjörningur búksláttarsveitar þeirra Sverris
Guðjónssonar, Sigurðar
Rúnars Jónssonar (Didda
fiðlu) og Ragnhildar Gísla-
dóttur, The Human Body
Percussion Ensemble. Þessi
sérstaka búksláttarsveit var
stofnuð í Lundúnum af Jak-
obi Frímanni Magnússyni
sem þar gegndi stöðu menn-
ingarfulltrúa en tefldi fram
tríóinu sem formaður Íslend-
ingafélagsins í Lundúnum.
Búksláttarsveitin tróð upp á viðamikilli, ís-
lenskri menningardagskrá félagsins í desember
1991, í tilefni af því að þúsund ár voru þá liðin frá
Ameríkuferð Leifs Eiríkssonar.
Jakob rifjaði upp þessa merkilegu tíma í sam-
tali við blaðamann í liðinni viku, sagðist litla sem
enga peninga hafa haft til að gera nokk-
urn skapaðan hlut fyrir þessa uppá-
komu, hvorki til kynningar né annars.
Honum hafi þó tekist að fá aðgang að
fjölmiðlafulltrúanum Tony Brainsby,
sem starfað hafði fyrir Paul McCart-
ney, Richard Branson og fleiri stór-
laxa.
Örþrifaráð
Brainsby kom á fund Jakobs í ís-
lenska sendiráðið og Jakob kynnti
honum dagskrána, hvaða íslensku
listamenn ætluðu að taka þátt í
henni. Brainsby svarði því þá til að
hann gæti ekkert gert fyrir Jakob,
gæti ekki aflað fjölmiðlaumfjöllunar
fyrir óþekkta, íslenska listamenn
sem enginn hefði heyrt minnst á.
„Þá fylltist ég nokkurri örvænt-
ingu þegar hann gerði sig líklegan
til að ganga út, að renna mér úr
greipum, og þá mundi ég skyndi-
lega eftir uppákomum Sigurðar
Rúnars, Didda fiðlu, með hljóm-
sveitinni Náttúru í Glaumbæ á 8.
áratugnum, þar sem hann lék
stundum á höfuð sér og brjóst
með eftirminnilegum hætti,
framkallaði hvell og skemmtileg
hljóð,“ segir Jakob Frímann. Ssvo hafi viljað til
að Ragnhildur Gísladóttir hafi verið lunkin í
þessari list einnig en hún ætlaði einmitt að vera
með á menningardagskránni. Jakob sagði við
Brainsby að hann „væri auðvitað með skraut-
fjöður í hendi“, The Human Body Percussion
Ensemble búksláttarsveitina. Brainsby sneri sér
þá í dyrunum og spurði hvað það væri nú. Jakob
sagði þar á ferð þjóðlega listamenn sem kynnu
ýmis lög úr íslenskum tónlistararfi og flyttu þau
með því að leika á líkama sína. Þetta fannst Bra-
insby bráðsnjallt og þá vissi Jakob að kynningin
á dagskránni væri tryggð. Sveitin var í kjölfarið
bókuð í beinar útsendingar og fleiri fjölmiðla-
viðburði.
Héldu að hann væri að grínast
Jakob hóaði svo í Ragnhildi, Sverri og Didda
fiðlu og sagði þeim að þau væru bókuð næsta
dag í beina útsendingu á BBC Radio 1 í hádeg-
inu, undir nafninu The Human Body Percussion
Ensemble. „Þau héldu fyrst að ég væri að grín-
ast en sáu svo að mér var fúlasta alvara og
hlýddu kallinu, tóku þegar að æfa íslensk þjóð-
lög og hljómaði ærið vel,“ rifjar Jakob upp. „Svo
var þetta bara í öllum dagblöðum Bretlands, al-
veg massíf umfjöllun, á öllum útvarpsstöðvum
og öllum sjónvarpsstöðvum og heilu þættirnir
undirlagðir.“ Til dæmis hafi sveitin komið fram í
barnaþætti BBC, Blue Peter og spjallþætti Jo-
nathan Ross.
Það var svo breskur blaðamaður P.R. Weekly
Manstu eftir …
… búkslættinum?
Gjörningur Sverrir, Ragnhildur
og Diddi fiðla slá á búka á
menningarhátíðinni 1991.
sem mistúlkaði orð Jakobs um búksláttinn og úr
varð mikið moldviðri á Fróni. Í stað þess að skrifa
að sveitin flytti „traditional“ íslensk þjóðlög skrif-
aði blaðamaðurinn að flutningur sveitarinnar
væri samkvæmt íslenskri hefð, „tradition“.
„Það brá mörgum Íslendingum í brún við
þessa prentvillu,“ segir Jakob kíminn. Þó hafi
margir kunnað að meta þennan stuðmennska
húmor. „Þetta var auðvitað gríðarlega kómísk
uppákoma.“
Jakob Frímann
Magnússon
BÚKSLÁTTUR ýmiss konar hefur verið stund-
aður víða um lönd í aldanna rás þó ekki hafi
hann beinlínis verið kallaður því nafni. Má þar
m.a. nefna athafnir afrískra seiðmanna eða
shamanisma. Á Íslandi er ekki útilokað að
einhvers konar búksláttur hafi verið stund-
aður í aldanna rás, í það minnsta hafa menn
lengi vel barið sér á brjóst og bændur barið
sér til hita í frosthörkum. Sverrir Guð-
jónsson, fyrri,i búksláttar-maður, segir það
hafa verið nefnt í tengslum við Völuspá að
textinn sé þannig unninn að trúlega hafi
hann verið fluttur sem einhvers konar gjörn-
ingur skyldur tónlistarflutningi. „Einhver frá-
sögn sem er sett inn í kyrjun og söng,“ út-
skýrir hann. „Þá ertu kominn nálægt einhvers
konar gjörningi sem er þá bæði röddin og lík-
aminn, hvað svo sem þú gerir, og svo rytmi.“
Var búkslætti beitt við flutning á Völuspá?
58 Menning
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2009
GALLERÍ BORG • SKIPHOLTI 35 • SÍMAR: 511 7010 – 847 1600
SKEMMTILEGT UPPBOÐ Í GALLERÍ BORG Í KVÖLD
SUNNUDAGINN 6. SEPTEMBER KL 20:30
Eyjólfur Kristjánsson tekur lagið – boðið verður upp á veitingar
Uppboðsverkin verða sýnd í Gallerí Borg, Skipholti 35 í dag, sunnudag kl 11 til 17
Vinsæl listgrein Búksláttur var til skemmt-
unar á þorrablóti í Breiðdalsvík árið 1992.