Morgunblaðið - 06.09.2009, Page 37

Morgunblaðið - 06.09.2009, Page 37
37 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2009 B ankahrunið hefur kveikt umræðu um hlutverk uppljóstrara og mik- ilvægi. Það er ekki að furða. Þegar ljóst var hvað rannsókn hrunsins yrði umfangsmikil gerðu menn sér grein fyrir því að nauðsynlegt væri að hvetja þá, sem hefðu upp- lýsingar og vísbendingar um glæpsamlegt at- hæfi til að gefa sig fram. Í lögum um embætti sérstaks saksóknara er gert ráð fyrir að rík- issaksóknari megi falla frá saksókn á hendur starfsmanni eða stjórnarmanni fyrirtækis sem hefur frumkvæði að því að veita yfirvöldum upplýsingar eða gögn sem geta leitt til rann- sóknar eða sönnunar á brotum. Þar er gert ráð fyrir ströngum skilyrðum fyrir því að hlífa megi uppljóstrara og sök hans í málinu þarf að vera minni en þeirra sem upplýsingarnar varða. Þegar Björn Bjarnason, þáverandi dóms- málaráðherra, lagði frumvarpið um sérstakan saksóknara fram og kynnti málið fyrir alls- herjarnefnd á opnum fundi benti hann á að þetta væru nýmæli hér á landi og að slíkt ákvæði væri ekki í lögum á Norðurlöndunum. Kvaðst hann ekkert sjá því til fyrirstöðu að slíkt ákvæði yrði innleitt í almenn lög á Ís- landi. Í mars mælti Gylfi Magnússon við- skiptaráðherra fyrir frumvarpi um breytingar á ýmsum lögum um fjármálamarkaðinn þar sem Fjármálaeftirlitinu er meðal annars veitt heimild til að falla frá sektarákvörðun ef hlut- aðeigandi er fyrstur til að veita upplýsingar eða gögn í máli. Siðaboð uppljóstrarans Uppljóstrarar geta gegnt mikilvægu hlutverki við að upplýsa mál en lítið er gert til að vernda þá í íslenskri löggjöf. Í Morgunblaðinu fyrir viku ræddi Pétur Blöndal við Róbert Haraldsson, prófessor í heimspeki. Róbert telur upp fimm skilyrði, sem uppljóstrara sé skylt að hafa til hlið- sjónar: 1. Að uppljóstrari telji að fyrirtækið/ stofnunin sem hann vinnur hjá muni valda al- menningi alvarlegum og umtalsverðum skaða með gjörðum sínum eða stefnu. 2. Að uppljóstrari hafi borið kennsl á skað- ann og gert yfirboðara sínum viðvart og sann- færst um að yfirboðarinn muni ekki aðhafast. 3. Að uppljóstrari hafi nýtt aðrar leiðir sem eru mögulegar innan fyrirtækisins til að vekja máls á vandanum. 4. Að uppljóstrari búi yfir gögnum sem myndu sannfæra skynsama, óvilhalla aðila um að mat hans á hættunni sé rétt. 5. Að uppljóstrari hafi góðar ástæður til að ætla að uppljóstrunin muni líklega koma í veg fyrir skaðann. Að sögn Róberts þurfa þrjú fyrstu skilyrðin að eiga við til þess að uppljóstrun sé réttlæt- anleg, en, séu öll fimm uppfyllt sé uppljóstrara skylt að koma fram. Þessi viðmið hljóma vel á pappír, en geta verið erfiðari í framkvæmd. Staðreyndin er sú að mörg fyrirtæki eru þannig að nánast ógern- ingur er fyrir uppljóstrara að koma at- hugasemdum á framfæri. Í umfjöllun um upp- ljóstrara í Bandaríkjunum hefur komið fram að um helmingur þeirra missir vinnuna. Vinnuveitandinn sniðgengur einfaldlega lög um að ekki megi reka uppljóstrara, til dæmis með því að láta hann koma illa út úr starfs- mati. Uppljóstranir geta ekki aðeins kostað að sá, sem í hlut á, falli í ónáð hjá yfirboðurum, heldur snúi einnig vinir og starfsfélagar baki við honum. Um helmingur uppljóstrara missir heimili sín og jafnvel einnig fjölskyldu sem ekki kann að meta fjárhagslegar fórnir í þágu uppljóstrunarinnar. Lítil lagavernd fyrir uppljóstrara Uppljóstrarar njóta sennilega sterkustu laga- verndarinnar á Bretlandi. Í Bandaríkjunum er víðtæk löggjöf um uppljóstrara. Þar er vernd uppljóstrara, sem vinna hjá opinberum stofn- unum, sterkust og geta þeir meira að segja fengið hlut af þeim fjárhæðum, sem end- urheimtast vegna uppljóstrana um fjár- málamisferli. Hér er lagaverndin hins vegar engin hvað varðar starfsöryggi. Enn fremur eru engar reglur um það hvernig fyrirtæki skuli taka á ábendingum um misferli innan fyrirtækis. Augljóst er að líklegra er að ábendingar komi fram ef hægt er að koma þeim nafnlaust á framfæri. Skilyrðin fimm ýta því ekki beinlínis undir uppljóstranir og geta jafn vel þjónað hlutverki þöggunar ef um er að ræða fyrirtæki eða stofnun þar sem ljóst er að ábendingar munu einfaldlega koma starfsmanninum í koll. Á hinn bóginn er ljóst að tilhæfulausar ásakanir geta verið verulega skaðlegar og ekki hægt að taka þeim af léttúð. Þá er alltaf ástæða til að spyrja hvað vaki fyrir uppljóstraranum. Kem- ur hann fram af annarlegum hvötum? Upplýsingar hafa komið fram með ýmsum hætti í kjölfar hrunsins og iðulega hefur far- vegur þeirra verið í gegnum fjölmiðla. Eðli málsins samkvæmt er minna vitað um það með hvaða hætti upplýsingar hafa borist til þeirra, sem nú rannsaka hvort glæpsamleg athæfi hefur átt sér stað. Skaðlegur leki eða nauðsynlegur? Birting lánabóka Kaupþings á vefsvæðinu Wikileaks.org hefur vakið snarpar umræður. Eins og Róbert bendir á kann lekinn „bók- staflega“ að hafa valdið skaða. „Það er eðlilegt að stíf skilyrði séu sett fyrir uppljóstrun því fyrir það fyrsta hafa starfsmenn bæði beina og óbeina trúnaðarskyldu við fyrirtækið sem þeir starfa hjá, í öðru lagi getur starfsfólkið skaðað sjálft sig og stórskaðað fyrirtækið sitt, og svo getur það skaðað þriðja aðila, almenning eða viðskiptavini með uppljóstruninni. Þannig að þetta er ekki bara tómstundagaman hjá sið- fræðingum að finna þessi skilyrði, heldur skipta þau raunverulegu máli.“ Augljóst er að ýmislegt, sem fram kemur í lánabókum Kaupþings, á ekkert erindi við al- menning. Þar eru upplýsingar um lán og hagi aðila sem engan hlut eiga að bankahruninu. Lánabókin afhjúpar hins vegar einnig „ófyr- irleitna lánastefnu bankans rétt áður en ís- lenskt efnahagslíf bráðnaði“, svo vitnað sé í bandaríska vikuritið Time. Valdið varið Ein afleiðing bankhrunsins er tilfærsla á valdi í samfélaginu og nú eiga sér stað átök um hvernig það gerist. Þeir sem höfðu mest áhrif og völd reyna að takmarka skaðann, meðal annars með því að reyna að hafa áhrif á flæði upplýsinga. Mál fimm blaðamanna, sem vinna á Ríkisútvarpinu, DV og Morgunblaðinu, eru nú til skoðunar hjá settum ríkissaksóknara eins og fram kom í fréttum RÚV í gær, föstu- dag, en Fjármálaeftirlitið telur að þeir hafi brotið lög um fjármálafyrirtæki með því að birta upplýsingar sem á hvíldi bankaleynd. Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra rann- sakar nú birtingu lánabóka Kaupþings á Wiki- leaks. Feðgarnir Björgólfur Guðmundsson og Björgólfur Thor Björgólfsson stefndu í vik- unni fréttastjóra Stöðvar 2 og Vísis.is og fréttamanni á Stöð 2 vegna fréttar um að þeir hefðu millifært fé af reikningum í Straumi í er- lend skattaskjól. Þeir vilja fá milljón hvor í skaðabætur vegna ærumeiðingar. Karl Wern- ersson hefur höfðað mál vegna sömu fréttar. Þetta mál sýnir hvað það er mikilvægt fyrir fjölmiðla að vanda heimildaöflun og gefa ekki færi á sér. Hvert tækifæri er gripið á lofti og notað sem hluti fyrir heild til að varpa rýrð á alla umfjöllunina. Vitaskuld á fólk ekki að sitja undir rangfærslum í fréttaflutningi en skyldu málaferlin einnig eiga að þjóna öðrum til- gangi? Að lappa upp á ímyndarvanda kær- enda? Vegna þess að ýmsir eru þeirrar hyggju að þeir eigi ásamt fleirum þátt í ærumissi þjóð- ar, þótt ekkert mál hafi verið höfðað af því til- efni. En fjölmiðlum er einnig vandi á höndum í umhverfi þar sem valdamiklir aðilar eiga í vök að verjast og leggja kapp á að torvelda frétta- flutning og takmarka gagnsæi. Afhjúpunin er hins vegar nauðsynleg. Hún á vitaskuld ekki að fara fram með sama hömlu- leysi og viðgekkst í íslensku viðskiptalífi í að- draganda hrunsins og það þarf að gæta þess að skaða ekki þá sem engan hlut eiga að máli. En krafan um siðferðisleg viðmið í rannsókn og afhjúpun hrunsins jafngildir ekki því að nota eigi silkihanska. Ástæðan fyrir því að brjóta þarf hrunið til mergjar er sú að íslensk- ur almenningur situr uppi með reikninginn. Aldraðir, sjúklingar og skólabörn munu á næstu árum borga fyrir hrunið. Fé skattborg- aranna mun á næstu árum ekki fara í að byggja upp þjóðfélagið heldur borga skuld- irnar. Ef hægt verður að halda í horfinu telst það afrek. Í raun er ekki hægt að bjóða almenningi upp á að borga þennan reikning. Það verður samt gert og þá er lágmarks endurgjald að íslenskt samfélag fari ekki sama farið og áður. Því verður aðeins afstýrt með því að segja alla söguna og afhjúpa allt það sem gerðist, hversu óþægilegt sem það kann að reynast. Ef mótun opnara og gagnsærra samfélags það verður til þess að hriktir í íslenskum valdastrúktúr verð- ur að hafa það – eða fagna því. Þeim, sem vilja að ekkert breytist, má hins vegar ekki verða kápan úr því klæðinu. Þegar leyndin verður að ófreskju Og þá komum við aftur að uppljóstraranum. Ýmislegt hefur verið gert til að fela slóðir pen- inga og nauðsynlegt að hvetja þá sem geta rakið þær eða hjálpað til við það til að koma fram. En það þarf einnig að búa til ramma sem hvetur einstaklinga, sem búa yfir vitneskju, til að koma fram áður en allt er um seinan. Thomas Devine, yfirmaður lögfræðideildar frjálsra félagasamtaka í Bandaríkjunum er nefnast GAP (Government Accountability Project) og hafa það að markmiði að kalla stjórnvöld til ábyrgðar, hélt fyrirlestur á Ís- landi í vikunni, sem nú er að líða. Hann sagði í samtali við Kristján Jónsson, sem birtist í Morgunblaðinu á þriðjudag, að tryggja yrði að starfsmenn gætu komið upp um þá sem mis- notuðu vald sitt og tröðkuðu þannig á almenn- ingi. „Leynd er stundum nauðsynleg en þegar hún er notuð til að varna fólki innsýn í afbrot verður hún að ófreskju,“ segir Devine. „Það sem að lokum veldur síðar hamförum fær ráð- rúm til að fæðast, vaxa og verða rótgróið þang- að til allt er orðið of seint. Þá er aðeins eftir að tína upp brotin og benda á sökudólgana.“ Uppljóstrarar og uppgjörið við bankahrunið Samfélag undir þrýstingi Lögregla stendur vörð fyrir utan Alþingishúsið á liðnum vetri. Mun bankahrunið leiða til opnara samfélags á Íslandi? Morgunblaðið/Ómar Reykjavíkurbréf 050909

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.