Morgunblaðið - 06.09.2009, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 06.09.2009, Blaðsíða 38
38 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2009 Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Costa del Sol frá kr. 29.990 Heimsferðir bjóða nú einstakt tilboð á síðustu flugsætunum til Costa del Sol 15. september í 11 nætur. Þú kaupir 2 flugsæti en greiðir aðeins fyrir 1. Við bjóðum þér fjölbreytta gistingu, m.a. góð íbúðahótel meðan á dvölinni stendur. Þú nýtur þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Ath. heimflug 26. september er frá Jerez (rútuferð frá Malaga til Jerez tekur um 3 klst.) Aðeins örfá sæti og íbúðir á þessum kjörum! 15. september 2 fyrir 1 til Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Ótrúlegt tilboð - Allra síðustu sætin Ótrúlegt tilboð Vinsælustu gististaðirnir! Timor Sol & Aguamarina – með eða án fæðis Verð frá kr. 29.990 Flugsæti með sköttum, m.v. 2 fyrir 1 tilboð15. september í 11 nætur. Netverð á mann. Takmarkaður fjöldi sæta á þessu verði - verð getur hækkað án fyrirvara. Gisting frá kr. 3.700m.v. 2-4 í herbergi / stúdíó / íbúðá "stökktu tilboði". Netverð á mann pr. nótt. Aukalega m.v. 2-4 í stúdíó / íbúð á Timor Sol eða Aguamarina kr. 900 (á mann pr. nótt).Aukalega m.v. 2-4 ííbúð á Principito Sol kr. 1.800 (á mann pr. nótt).Takmarkaður fjöldi íbúða á þessu verði - verð getur hækkað án fyrirvara. Það er líklegt að Ís- lendingar kjósi um ESB á fyrsta ársfjórð- ungi 2010 ef samn- ingar nást. Ákveði þjóðin að ganga í sam- bandið þá tæki það okkur u.þ.b 4-6 ár að fá aðgang að evrunni, því að við uppfyllum aldrei Maastrict- skilyrðin fyrr en í fyrsta lagi þá. Spurningin er þá einföld, ætlum við að halda í blessaða krónuna þangað til og í gegnum þá end- urreisn sem þarf að eiga sér stað á næstu mánuðum og árum? Í staðinn fyrir að láta heimilum og fyr- irtækjum blæða út í fangelsi krón- unnar er hægt að taka upp norsku krónuna hvort sem er með eða án stuðnings norskra yfirvalda og Seðlabanka Noregs. Í raun yrði þá Seðlabanki Íslands óþarfur og tæki þá norski Seðlabankinn yfir stjórn peningamála. Með því að skipta gjaldmiðlinum út fyrir norska krónu færumst við á einu bretti sem næst Maastricht-skilyrðunum varð- andi verðbólgu og vexti. Í framhaldinu myndum geta valið hvort við tökum upp evru þegar við uppfyllum önnur skilyrði um jafn- vægi í ríkisfjármálum og skuldsetn- ingu. Þessi leið er því óháð því hvort við förum inn í ESB eða ekki. Það sem myndi gerast við einhliða upptöku, hvort sem er með því að festa gengi krónunnar við þá norsku (eins og Hong Kong gerir með bandaríkjadal), eða beina upptöku í sam- vinnu við norska Seðlabankann, er það að þá myndast strax vaxtagólf í 1,25% sem eru núverandi stýri- vextir í Noregi. Gjald- eyrishöft myndu hverfa á stundinni og eignaverð myndi hækka strax þar sem það yrði mun auðveldara fyrir norska fjárfesta að fjárfesta á Ís- landi en þess má geta að fast- eignaverð hækkaði um 2,9% í ágúst síðastliðnum í Noregi og hefur hækkað um 15% frá ármótum og stendur nú í sögulegu hámarki. Einnig er mjög líklegt að norsk framleiðslu-, hugbúnaðar- og iðn- aðarfyrirtæki myndu setja upp starfsemi á Íslandi enda mun lægri laun á Íslandi en í Noregi eins og staðan er í dag. Norskir bankar gætu opnað á Ís- landi og boðið óverðtryggð íbúðalán til einstaklinga sem í dag eru milli 2,5 og 3% í Noregi sem og veitt fyr- irtækjunum okkar aðgang að fjár- magni. Það er alveg ljóst að það er engin mynt sem hentar okkur 100%, en þess má geta að Norðmenn eru sterkir í orkuvinnslu (olíu), sjávar- útvegi og álframleiðslu, ekki ósvip- að því sem gerist hjá okkur nema það að okkar orka er „græn“. Goldman Sachs fjárfesting- arbankinn sagði í skýrslu um um daginn að þeir teldu norsku krón- una vera sterkasta gjaldmiðil í heiminum í dag, enda er olíu- sjóðurinn á bakvið hana með 360 milljarða dollara. Og það er einmitt stöðugleiki sem Íslendingar þurfa meira en nokkuð annað nú. Sterk tengsl norska hagkerfisins við hrá- vöru hentar okkur einnig vel og mundi jafna sveiflur í efnahagslífi Íslendinga og tryggir að lífskjör hér halda vel í við verðbólgu til lengri tíma. Útgerðin mundi t.d. ekki finna eins mikið fyrir hækkun á olíu, þar sem gjaldmiðill okkar mundi hækka í verði með hækkun olíverðs. Þetta mál er ekki fyrir Seðla- banka Íslands að taka ákvörðun um enda myndi þessi ákvörðun gera hann óþarfan. Íslenskt menntafólk er að flytja til Noregs en þessi ákvörðun íslenskra stjórnvalda myndi hugsanlega stöðva þá skelfi- legu þróun. Það vita það allir hag- fræðingar að það hefur verið mjög gott að hafa eigin gjaldmiðil á þessu 12 mánaða tímibili eftir fjár- málahrunið og á leiðinni á botninn en nú þegar hann er fundinn og endurreisnin fer á stað þá þurfum við einfaldlega nýjan gjaldmiðil strax. Ég vona að hr. Steingrímur J. Sigfússon fjármála- og forsætis- ráðherra Íslands sjái kostina í þessu. Upptöku norsku krónunnar strax Eftir Ragnar Þórisson »Með því að skipta gjaldmiðlinum út fyrir norska krónu fær- umst við á einu bretti sem næst Maastricht- skilyrðunum varðandi verðbólgu og vexti. Ragnar Þórisson Höfundur starfar sem vogunarsjóðsstjóri. ÞAÐ GETUR komið sér vel að eiga þúsund ára sögu. Ís- lendingar, eftir tíma- bundna blindni og sjálfsaðdáun yfir framförum undanfar- inna ára, eiga betra tækifæri en margir að líta til baka og læra úr blöðum sög- unnar. Eftir skegg- öld Sturlungaaldar, tíð vantrúar á getu löggjafarvalds og vonleysis yfir ríkjandi ástandi gengu lang- þreyttir Íslendingar Noregskon- ungi á hönd árið 1262, og gáfu með því upp sjálfstæði sitt, stjórn á eigin auðlindum, landi og lög- sögu. Hugur og framfaradáð sögualdar var grafin í myrkur miðalda og vaknaði ekki aftur fyrr en rúmum sex hundruð árum síðar. Aðstæður í dag eru auðvit- að allt aðrar, eða hvað? Einstaklingum er ráðið heilt að ganga ekki í ný sambönd strax á eftir áfall. Það er nóg að takast á við breytingar og ná nýju jafn- vægi áður en stórar ákvarðanir um framtíðina eru teknar. Dóm- greind manns er ekki upp á sitt besta. Sama lögmál gildir líka um þjóðir. Tilviljun hagar því nú svo, að nú er 750 ára afmæli þess að Íslendingar gengu Noregs- konungi á hönd, og nú snýst spurningin um Evrópusambandið. Vonleysi ríkir yfir ástandi innan- landsmála, og vantrú á getu löggjafarvalds að ráða fram úr vandanum. Þetta eru ekki ákjós- anlegustu aðstæður til ákvarð- anatöku um aðild. Hér er rétt að taka það skýrt fram að Evrópusambandið er hugsanlega uppskriftin að far- sælli framtíð Evrópu, Íslands meðtöldu, en tímasetningin er al- röng. Þjóðin, eins og ein- staklingar, á ekki að taka ákvörð- un um nýtt frambúðarsamband vegna áfalls liðins vetrar. Þegar til þjóðaratkvæða- greiðslu kemur er farsælla að hafna inngöngu, ekki á forsendum Evrópusambandsins sjálfs og þess sem það býður, og krefst, heldur vegna núverandi aðstæðna á Íslandi. Annars erum við að endurtaka 750 ára gamla sögu, á forsendum vonleysis og upp- gjafar, og án þess að hugsa um afleiðingarnar. Sjálfstraust þjóðarinnar hefur beðið hnekki, óhjákvæmilega. Þótt sumir vilji kenna hug- myndakerfi kapítalisma um, þá eru ræturnar í stjórnarskránni. Sökudólgurinn er laga-, reglu- og eftirlitsleysi, sprottið af samkrulli og króní-isma; afrakstur stjórn- kerfis sem alið hefur á óheil- brigðum tengslum löggjafar, framkvæmdavalds og viðskipta, ógagnrýnanleg á tímum vel- gengni, svo varúðarmerki voru hundsuð og gagnrýnisraddir hæddar af landi brott. Lykillinn að endurbyggingu Íslands nú er uppbygging trausts þjóðarinnar á eigin stjórnkerfi sem mun leiða af sér heilbrigt, frjálst efnahagslíf og framfarir. Þetta mun tryggja framtíðarfarsæld þjóðarinnar. Svarið er ný stjórnarskrá. Handan við horn slæmrar reynslu er ávallt tækifæri. Tæki- færi til lærdóms og tækifæri til breytinga. Tækifæri Íslendinga í dag er endurskipulagning á stoð- um þjóðarinnar. Sorglegur, en táknrænn, bruni Valhallar er tækifæri til end- urbyggingar á vegleg- um húsakynnum sem virða og hæfa hlut- verki sínu og sögu- legum stað. Ný stjórnarskrá mun setja reglur um val leiðtoga á beinni, skil- virkari og betri hátt og afraksturinn verð- ur löggjafarvald sem setur reglur sem virka, framkvæmda- vald sem vinnur án hags- munatogstreitu, og dómsvald sem er einangrað frá báðum. Þjóðin velur þingmenn sína beint, en ekki stjórnmálaflokkar. Þjóðin velur forsætisráðherra sinn beint, en ekki flokksforysturnar, og ráð- herrar sitja ekki á þingi. Þetta eru þættir sem stjórnarskrár- nefnd skyldi leggja til, nefnd kos- in af þjóðinni, óháð núverandi stjórnvöldum. Íslendingar hafa aldrei samið eigin stjórnarskrá. Kristján Danakonungur gaf okkur plaggið sem þjóðin lifir nú eftir, og í gegnum tíðina hefur breyst í lit- ríkt bútasaumsteppi endalausra breytinga og viðbóta þar sem ekkert er óbreytanlegt og allt er háð hag síns tíma. Slík sigling eftir vindum hefur ekki reynst Ís- lendingum farsæl. Ísland naut virðingar um allan heim sem heil- brigt land byggt af skynsamri þjóð og Alþjóða efnahags- og þekkingareiningin (EIU) skráði Ísland sem minnst spillta land í heimi. Það var árið 2007, áður en saurinn hitti viftuna. Björtustu dagar Íslands eru enn og ávallt framundan. Sterkir máttarstólpar þjóðarinnar og auð- lindir hennar munu sjá til þess. Orkan, landið, miðin, iðnaðurinn, hugvitið, framkvæmdakrafturinn og menntun þjóðarinnar eru sam- anlagðar auðlindir sem eiga fáa sína líka á jörðu. Þegar íslensk þjóð framtíðar lítur til baka, stolt af því að vera 28da stjarnan, eða stolt yfir svissnesku sjálfstæði Ís- lands, skal það vera án eftirsjár. Ef ekki munum við leggja á börn okkar vanþanka efasemda. Sögu- bækur framtíðarinnar, rétt eins og 1262, munu minnast aðdrag- andans og ákvörðunarinnar, með hugarfari blöndnu svikum og furðu yfir því að 1262 plús 750 hafi einhvern veginn jafngilt 28, pirrað út í stjórnsamt samband þar sem við höfum lítið vald, og lútum reglum sem samdar eru á erlendri grundu, eins og Texas, nema á stærð við Norður-Dakóta. Og talandi um smæð. Margir telja fámenni Íslensku þjóðarinnar rök fyrir inngöngu, að sagan sýni vangetu smáþjóðar til eigin vel- ferðar. Vitleysa. Á tímum þverr- andi auðlinda og offjölgunar mannkyns er smæð íslensku þjóð- arinnar og stærð eyjunnar enn ein náttúruauðlindin og ástæða til bjartsýni. Eftir Frey Þormóðsson Freyr Þormóðsson »Ný stjórnarskrá skil- greinir tilgang og forsendur farsællar þjóðar: Bjartsýni og framfarir undir óbreyt- anlegum gildum jafn- réttis, lýðræðis og frels- is Höfundur er MBA, MA, forstjóri Vanguard. 1262 + 750 = 28?! Stjórnarskráin, Evrópusambandið og skóli sögunnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.