Morgunblaðið - 06.09.2009, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2009
Námskeið í spádómsbók Daníels
Ein merkasta bók Biblíunnar er án efa spádómsbók
Daníels. Kristur sjálfur mælti með lestri hennar. Spádóms-
bókin greinir frá því hvernig og hvaða stórveldi koma og
hverfa síðan, frá 600 f.Kr. og fram til okkar daga.
Þá greinir hún frá stórveldum nútímans og þróun Evr-
ópumála á okkar tímum.
Hún tímasetur fyrri komu Jesú Krists og greinir frá til-
gangi komu hans þá.
Endurkomu Jesú Krists eru gerð góð skil, þótt dagur
og stund endurkomunnar séu ekki nefnd, aðeins aðdrag-
andi hennar, þannig að hægt er að gera sér grein fyrir því,
að tími endurkomunnar er í nánd.
7 fyrirlestrar verða haldnir um þessi efni á
þriðjudögum og fimmtudögum kl. 20:00
í Loftsalnum að Hólshrauni 3 (við Fjarðar-
kaup) HAFNARFIRÐI. Fyrsti fyrirlesturinn
verður þriðjudaginn 8. september
og sá síðasti þriðjudaginn 6. október.
Myndasýning til skýringar fylgir öllum fyrirlestrunum.
Aðgangur er ókeypis. Gott aðgengi er fyrir hreyfihamlaða.
Björgvin Snorrason flytur fyrirlestrana, en undanfarin 25 ár
hefur hann haldið fyrirlestra hér heima, á Norðurlöndum,
Bretlandi, Bandaríkjunum og víðar.
Tími endurkomu Jesú Krists
er í nánd
SENDU INN
HUGMYND Á
N1.IS/START
HUGSAÐU
ÞÉR
MILLJÓN
N1 kallar eftir fleiri hugmyndum
um aukna verðmætasköpun á Íslandi
Taktu þátt í skemmtilegri hugmyndasamkeppni um aukna verð-
mætasköpun þjóðarinnar. Allir geta verið með! Hugmyndirnar
geta verið af öllu tagi, svo lengi sem þær stuðla að aukinni
verðmætasköpun í landinu.
Sendu inn þína hugmynd á n1.is/start, tíundaðu kosti hennar
og útlistaðu á greinargóðan hátt, t.d. með myndum.
Skilaðu inn þinni hugmynd fyrir 30. september
Fullum trúnaði er heitið og er hver hugmynd að sjálfsögðu
áfram eign þess sem sendir hana inn. Nánari upplýsingar
á n1.is/start eða í tölvupósti: hugmyndir@n1.is.
Vertu með á n1.is/start
1. verðlaun 1.000.000 kr.
2. verðlaun 500.000 kr.
3. verðlaun 250.000 kr.
Dómnefnd skipa
Hermann Guðmundsson, forstjóri N1
Margrét Kristmannsdóttir, formaður SVÞ
Ragnheiður H. Magnúsdóttir, annar stofnenda Uppsprettu
Jeff Taylor, frumkvöðull, stofnandi monster.com
Guðjón Már Guðjónsson, Hugmyndaráðuneytismaður
Verðlaununum fylgir viðskiptaráðgjöf sérfræðinga og hjálp
við að skapa tengsl til að hrinda hugmyndinni í framkvæmd.
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
markaðsvæðingu ber meðalkani
minna úr býtum á unna klukkustund
en hann gerði fyrir daga Reagans
um leið og hinir ríku hafa grætt á tá
og fingri. Aukinn ójöfnuður síðustu
áratuga hafi hreinlega ekki leitt til
þess að molar falli af borðum hinna
ríku og bæti kjör hinna fátækustu,
hvað þá (kven)mannsins með með-
altekjurnar.
Á kjörtímabili Bush keyrði um
þverbak, velflestir Bandaríkjamenn
bjuggu við lakari kjör eftir sjö ára
Bushstjórn, á fyrstu þremur valda-
árum Bush minnkuðu meðaltekjur
meðalfjölskyldu að meðaltali um
1500 dali.
Ekki bæti úr skák fyrir frjáls-
hyggjumönnum að í ýmsum geirum
efnahagslífsins er náttúruleg einok-
un á gæðum. Þetta gildi m.a. um
flugvelli og sé því illmögulegt að
koma á raunverulegri samkeppni í
flugvallargeiranum. Þetta er að sögn
Stiglitz skýringin á því hve illa hefur
tekist til með einkavæðingu í þess-
um geira. Íslendingar mættu íhuga
hvort hægt er að keppa við Kefla-
víkurflugvöll, væri annar alþjóða-
flugvöllur á Íslandi raunhæfur kost-
ur? Ég held ekki.
Stiglitz er enginn aðdáandi frjáls-
hyggjupostulans Milton Friedman
og segir að peningamagnskenning
Friedmans sé einfeldningsleg. Ekki
bæti úr skák fyrir Friedman að hin
friedmanska efnahagstilraun í Chíle
hafi misheppnast algerlega. Þar í
landi hrundi efnahagurinn árið 1982
eftir sjö til níu ára Friedmans-
stefnu. Það árið dróst þjóðar-
framleiðslan saman um 13,7% og
fimmti hver verkamaður missti vinn-
una. Þá söðlaði Chíle-stjórn um og
jók ríkisumsvif á efnahagssviðinu
með prýðilegum árangri.
Ríkis-„afskipti“ eru nefnilega ekki
alltaf af hinu illa. Bandaríkin og
Bretland hafi iðnvæðst bak við toll-
múra og hafi það verið hin eina rétta
leið til iðnvæðingar eins og ástandið
var á þeim árum. Á síðustu áratug-
um lék Suður-Kórea sama leik og
iðnvæddist fyrir vikið hraðar en
nokkurt annað land í veraldarsög-
unni. Þar í landi má finna einhverjar
skilvirkustu stálverksmiðjur heims-
ins en þær eru allar í ríkiseign. Einu
stálverksmiðjurnar sem geti keppt
við þær suðurkóresku er að finna í
Tævan og eru að sjálfsögðu rík-
isreknar.
En þetta eru undantekningar sem
sanni regluna, yfirleitt eru verk-
smiðjur betur komnar í höndum
einkaaðila, segir nóbelshagfræðing-
urinn. Enda er hann enginn sósíal-
isti heldur frjálslyndur jafn-
aðarmaður í orðsins eiginlegu
merkingu, ekki frjálshyggjumaður
„light“ eins og sumir Samfylking-
armenn.
Gagnrýni á Stiglitz
Ég er að miklu leyti sammála
Stiglitz en velti því fyrir mér hvort
hann geri ekki helst til miklar kröfur
til frjáls markaðar. Mér sýnast hag-
fræðingar vera haldnir fullkomn-
unaráráttu og er Stiglitz engin und-
antekning. Annað hvort er
markaðurinn fullkomlega frjáls eða
þá er hann ófrjáls. En hvað sem því
líður þá er það nokkuð örugglega
rétt að ósamhverfni upplýsinga veld-
ur því að markaðurinn virkar ekki
eins vel og hann á að gera sam-
kvæmt formúlum frjálshyggjunnar.
Þess utan veldur þessi ósamhverfni
því að frelsi markaðarins eru ávallt
skorður settar, sumir eru miklu
frjálsari en aðrir.
Annar galli Stiglitz er líka einn at-
vinnusjúkdóma hagfræðinga, sú trú
að hans eigin kenningar séu vísinda-
legar, kenningar andstæðinganna
hugmyndafræði. Svona tala frjáls-
hyggjuhagfræðingar einatt og svona
hjöluðu marxistar á velmektar-
dögum sínum. En ég efast um að
hagfræði séu vísindi í hefðbundnum
skilningi þess orðs, m.a. vegna þess
að mjög erfitt er að sannreyna kenn-
ingar hennar, þær vilja svífa í lausu
lofti. Þess utan tel ég greinarmun
vísinda og hugmyndafræði óljósan.
Meira að segja hinn ginnhelga eðl-
isfræði kann að vera gegnsósa af
hugmyndafræði. Þá má nær geta
hvort ástandið sé betra í hagfræð-
inni.
Hvort sem hagfræði er mikil vís-
indi eður ei þá hefur Stiglitz vafa-
laust lagt sitt af mörkum til að efla
þessi fræði. Gagnrýni hans á mark-
aðsfrelsisóra er einkar sannfærandi.
Stiglitz styrkist meðan varnir
frjálshyggjunnar veikjast.
frjálshyggjunnar
Höfundur er prófessor í heimspeki
við Lillehammerháskóla í Noregi.
‘‘STIGLITZ ER ÓMYRKURÍ MÁLI UM MARKAÐS-STRANGTRÚARSTEFNUAGS. SJÓÐURINN
GEFI SÉR FYRIRFRAM
AÐ FRJÁLS MARKAÐUR
SÉ ÆVINLEGA
LAUSNIN Á ÖLLUM
EFNAHAGSVANDA.
Joseph Stiglitz heldur opinn
fyrirlestur í Öskju, stofu 132,
mánudaginn 7. september 2009,
kl. 12.30-14.30