Morgunblaðið - 06.09.2009, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 06.09.2009, Blaðsíða 60
60 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2009 ZONET OG SAMÚEL Í SAMVINNU VIÐ LENNON 09.09.09 NASA, miðvikudag 9. sept. 2009 kl. 9 LANDSLIÐ SÖNGVARA Björgvin Halldórs, Daníel Ágúst Egill Ólafs, Haukur Heiðar jr. Krummi, Helgi Björns Ingó, Jóhann Helga Stefán Hilmars BANDIÐ Ásgeir Óskars, Jonni Ólafs Jón Elvar, Maggi Kjartans Villi Guðjóns KYNNIR Ólafur Páll Gunnarsson FRAMLEIÐSLA Óttar Felix Hauksson MIÐAVERÐ KR. 2.900 MIÐSALA MIDI.IS EFNT hefur verið til sérstakrar fjáröflunar á vefnum kvikmyndir.is vegna brunans í Laugarásvídeói. Á vefnum segir að stjórnendur hans hafi ákveðið þetta, að féð eigi að renna til uppbyggingar á DVD-safni leigunnar sem eyðilagðist að mestu í brunanum 29. ágúst. Um 40 þúsund kvikmyndir eyðilögðust og miklar skemmdir urðu á innanstokks- munum myndbandaleigunnar, að því er fram kom í frétt Morgunblaðsins 31. ágúst. „Þetta er gert til að sýna eig- endum og starfsfólki leigunnar þakklæti fyrir þá góðu þjónustu sem það hefur veitt okkur öllum og til að styðja við bakið á þeim á þessum erf- iðu tímum. Það er ljóst að safnið var ekki tryggt og því þarf Gunnar, eig- andi leigunnar, að reiða sig á aðrar og oft óhefðbundnar leiðir til að opna aftur. Því biðjum við þá sem sjá sér það fært að leggja 500-1.000 kr. inn á reikning sem var stofnaður fyrir þessa söfnun 117-05-61986, kt. 520597-2049,“ segir á vefsíðunni. Gunnar Jósefsson, eigandi leig- unnar, telur tjónið nema um 200 milljónum króna. helgisnaer@mbl.is Fjáröflun fyrir Laug- arásvídeó Morgunblaðið/Árni Sæberg Gríðarlegt tjón Gunnar Jósefsson, eigandi Laugarásvídeós. Þ ó liðin séu tæp fjörutíu ár síðan Bítlarnir lögðu upp laupana er hljóm- sveitin enn meðal mik- ilvægustu og vinsælustu rokksveita heims, sem sést meðal annars af því að metsöluplata þess áratugar sem brátt er lokið er platan 1, safnplata með Bítlunum. Því til viðbótar bendir flest til þess að hljómsveitin sjálf verði metsölusveit áratugarins, enda merkilegar út- gáfur framundan. Á þeim áratug sem sveitin starfaði sendi hún frá sér þrettán plötur sem allar eru taldar með helstu verkum rokksögunnar; gríðarlega ólík verk og fjölbreytt, allt frá hráum rytm- ablús í framsækna sýru og allt þar á milli – á árunum 1965 til 1968 má segja að hver plata Bítlanna hafi framkallað jarðskjálfta í rokkheim- inum. Útgáfusaga Bítlanna er reyndar bæði snúin og skrautleg, meðal ann- ars fyrir það að ólíkar plötur voru gefnar út í Bandaríkjunum og Bret- landi og eins að hljóðvinnsla á plöt- unum var líka snúin. Þannig voru all- ar plötur hennar fram að Hvíta albúminu unnar í „mono“, en seinna gerði George Martin, upptökustjóri sveitarinnar, sérstakar „stereó“- útgáfur af þeim sem þykja heldur misjafnar að gæðum (einnig eru mono-útgáfurnar sumar nokkuð frá- brugðnar stereó-útgáfunum, söngur oft aðeins öðruvísi og jafnvel hljóð- færasláttur líka). Þegar Bítlaplöturnar voru gefnar út á geisladiskum 1987 notuðu menn stereó-útgáfurnar af nánast öllum plötunum en þó mono-útgáfur af fjórum fyrstu. Flutningurinn á diska var þó ekki nema miðlungi vel heppnaður, því tæknin var frumstæð og menn þekktu formið ekki nógu vel. Við það sat svo í hátt í tuttugu ár, en undanfarin ár hefur sjö manna teymi síðan unnið við nýtt stafrænt frumeintak af öllum plötunum. Hærra, hærra Allajafna breyttu menn ekki miklu í þessari vinnu, og þannig eru tutt- ugu lög óbreytt og fjölmörg önnur lítið sem ekkert breytt, en víða tóku þeir þó til hendinni, lagfærðu hljóð- myndina, kipptu í liðinn göllum í samsetningu og hreinsuðu út auka- hljóð þegar það átti við. Menn gættu þess þó vel að eiga ekki við hljóð sem tilheyrðu upptökunni, hvort sem það var orð sem skotið var inn í á röng- um stað, brak í trommustól eða tíst í strengjum. Þegar hlýtt er á upptökurnar fer yfirleitt ekki á milli mála að búið er að lagfæra margt það sem þurfti að lagfæra. Í mörgum lögum er hljóm- ur ekki eins hvellur og á fyrri út- gáfum á diskum, söngur er tærari og, það sem er einna mest um vert, trommuhljómur er margfalt betri. Annað sem maður tekur eftir er að búið er að hækka tónlistina á disk- unum, þ.e. auka hljóðstyrk, sem er alsiða núorðið – það er leitun að end- urútgáfu nútildags sem ekki er með meiri hljóðstyrk en upprunaleg út- gáfa (aukinn styrkur gerir að verk- um að tónlistin hljómar ósjálfrátt betur – svona er ófullkominn á okkur hausinn). Mono er málið Eins og getið er voru fyrstu tíu Bítlaplöturnar allar unnar í mono og það undir vökulum augum þeirra Bítla sjálfra, þeir áttu lokaorðið í þeirri hljóðblöndun og því má halda fram að á þeim plötum komist menn næst því sem þeir vildu skila af sér. Að því sögðu þá eru stereó-útgáf- urnar sem George Martin annaðist býsna vel heppnaðar líka og því er enginn Bítlavinur maður með mönn- um nema hann eigi hvort tveggja. Það er líka hægt því eitt af því sem kemur út í vikunni er sérstakur kassi með öllum upprunalegu mono-útgáf- unum og einni safnplötu til viðbótar með mono-útgáfum af þeim lögum sem ekki komu út á plötum. Tvær plöturnar í kassanum, Help! og Rub- ber Soul, eru með stereó-útgáfur frá 1965 sem aukaefni, en þær hafa aldr- ei komið út áður. Þessi útgáfa, sem Heimsins vinsælasta hljómsveit Bítlar Fjórir frábærir, síungir og ævinlega ferskir. er rándýr, nema hvað, átti aðeins að koma út í 10.000 eintökum, en vegna mikils áhuga manna verður upplagið eitthvað stærra. Það er svo í takt við svínslegt eðli EMI-manna að ekki verður hægt að kaupa þessar mono- útgáfur stakar; allt eða ekkert. Allar hinar plöturnar verða gefnar út í stereó-útgáfu, sem er sú sem flestir þekkja í dag, en almennilegir Bítlaaðdáendur fá sér mono-kassann og þeir hörðustu hvort tveggja – nema hvað! Það er svo kaldhæðni örlaganna að loks þegar menn reka af sér slyðruorðið og gera vel við merkustu upptökur rokksögunnar, þá er allur almenningur hættur að spekúlera í hljómi; það hlusta allir á tónlist nú til dags í spilastokkum með ódýrum heyrnartólum og þegar búið er að þjappa músíkinni til helvítis þá er lít- ið eftir af fínheitum og snerpu. Sama dag og Bítlaplöturnar verða allar endurútgefnar með bættum hljóm kemur út tölvuleikurinn The Beatles: Rock Band, en ekki hefur áður komið út leikur þar sem Bítla- lög hljóma. Honum er ætlað til að ná til yngri kynslóðarinnar – draumurinn er nefnilega sá að unga fólkið eigi eftir að spila leikinn og smám saman síist Bítlalögin inn í kollinn á þeim. Flestir þekkja eflaust leiki eins og Rock Band og Guitar Hero þar sem keppst er við að ná sem mestum hraða og færni í að spila tiltekin lög hvort sem það er á gítar bassa eða trommur, nú eða söng, því hægt er að koma sér upp fjög- urra manna sveit þar sem allir hafa sitt hlutverk. Fram- vindan í leiknum er svo áþekk og saga Bítlanna; byrjað í Ca- vern klúbbnum í Liverpool og endað á þakinu á Apple- byggingunni í Lundúnum. Bítlaleikur fyrir börnin Bítlaleikurinn Beatles: Rock Band. Bítlarnir eru á allra vörum enn og aftur; þó langt sé um liðið síðan sveitina þraut örendið seljast plötur hennar enn grimmt og búast má við hálf- gerðu Bítlaæði þegar nýjar útgáfur af öllum plöt- um fjórmenninganna frábæru koma út níunda september næstkomandi. TÓNLIST Á SUNNUDEGI Árni Matthíasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.