Morgunblaðið - 06.09.2009, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 06.09.2009, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2009 Jóna Hrönn: Ég gleymi aldrei 25. apríl 1978, þá var ég stödd í heima- vistarskólanum að Stórutjörnum og beið eftir símhringinu í almennings- síma frá pabba. Það var barn á leið- inni, foreldrar mínir voru að eiga sitt sjötta barn komin á fimmtugs- aldurinn. Þrátt fyrir að ég væri að verða fjórtán ára með bullandi ung- lingastæla þá var þetta bara til- hlökkunarefni og ég man eftir því að þegar ég vissi að 20 marka stelpa væri fædd hljóp ég um skólann og tilkynnti það af mikilli gleði, jafnvel þótt að skólabræður mínir væru að stynja yfir því að Bolla-stellið hefði stækkað. Stúlkan var skírð á fermingardeg- inum mínum á 17. júní í yfir tuttugu stiga hiti og það var mikil hátíð á heimili okkar í Laufási. Fleiri skírn- ir og fermingar hafa farið saman hjá okkur systrunum. Daginn sem hún var fermd var sonur minn skírður Bolli og daginn sem sonur hennar var skírður Haraldur Bolli var Matthildur dóttir mín fermd. Ofvirkur hlustandi Uppvöxturinn gekk vel þar til hún fór að tala, þá neitaði hún algerlega að horfast í augu við að hún væri langyngst en bar sig alltaf saman við okkur sem eldri vorum. Ég man eftir því þegar við vorum að færa fréttir úr skólanum þá sagði hún mikilfenglegar fréttir úr sínu námi en var bara þriggja eða fjögurra ára gömul. Þegar einhver ætlaði að vé- fengja frásagnir hennar af eigin getu varð hún bara enn ákveðnari, svo við sátum bara og héldum niður í okkur hlátrinum. En svo fór Hildur Eir að hlusta, það var ekki bara virk hlustun held- ur ofvirk hlustun og ég sagði stund- um við hana að ef þetta héldi áfram yrðu eyrun á henni eins og á Júmbó fíl; stór og lafandi. Það fór ekkert framhjá henni sem gerðist á heim- ilinu og hún hafði skoðanir á öllu. Ég man eftir því að mér þótti það nánast öfundsvert hvað pabbi gaf sér mikinn tíma að spjalla við þenn- an yngsta meðlim fjölskyldunnar. Þau fóru saman í göngutúra upp í ásinn í Laufási og hann kenndi henni ljóð og sagði henni merkilegar sögur. Hún varð þar af leiðandi afar fróður krakki sem heimtaði af öllum að mæta henni á jafningaplani. Það var nú einfaldlega þannig að hún vafði pabba og mömmu um fingur sér. Pabbi gat ekki neitað henni um neitt og hún gat dregið hann inn í tískuvöruverslanir til að kaupa handa sér allskyns merkjaföt sem voru ekki á dagskrá áður fyrr. Enda fór hún með þeim um allt í þeirra störfum sem prestshjón, hvort sem það voru kirkjuvígslur, menningar- viðburði eða aðrir mannfagnaðir. Hildur Eir var svo sannarlega vel ræktað barn enda hefur það haft af- gerandi áhrif á persónuleika henn- ar. Tilfinningagreind og þrjósk Hún er sú manneskja sem ég hef hvað mest gaman af að ræða við og maður kemur aldrei að tómum kof- unum hjá henni. Hún hefur alltaf verið ótrúlega forvitin og næm á fólk og aðstæður. Hún getur alltaf hlustað og gefið góð ráð, og leyfir mér að þusa og þrasa um allt og ekkert. Svo hefur hún óforbetranlegan húmor og getur alltaf sett hlutina í skondinn búning, enda er það svo með okkur systkinin öll að við eigum við hana umfram aðra í hópnum op- in trúnaðartengsl. Það er líka vegna þess að hún er svo innilega laus við fordóma og dæmir okkur aldrei. Ég held að hún sé sú eina sem getur strítt okkur af kærleika þannig að við áttum okkur á eigin takmörk- unum. Hún er frábær penni og það er alltaf hægt að bera undir hana það sem maður þarf að láta frá sér og hún er óhrædd að hafa skoðanir á hlutunum og oft full af hugrekki. Það er svo gott að geta bæði grátið og hlegið með henni enda er tilfinn- ingargreind hennar einstök. Þrjósk- an hefur fylgt Hildi Eir alla tíð frá því að hún krafðist þess að á hana væri hlustað frá barnsaldri, svo ger- ir hún miklar kröfur til sjálfrar sín. Hugsar áður en hún talar Ég hef stundum haft áhyggjur af því hvað það hlýtur að vera erfitt fyrir hana eiga svona stjórnsama og fyrirferðarmikla stóru systur, en ég held að hún geti jafnvel haft húmor fyrir því. Börnin mín eiga í henni mikla vináttu og styrk og hún er ein af þeim manneskjum sem ég elska af heilu hjarta, hennar sorgir eru mínar sorgir og hennar gleði er mín gleði. Ef skugga hefur borið á vin- áttu okkar þá hef ég orðið friðlaus að þiggja fyrirgefningu hennar enda er hún ólík mér að því leyti að hún hugsar áður en hún talar, en þar verður mér stundum á í messunni. Forvitin og næm á fólk og aðstæður Hún fæddist 21. júlí 1964 í Hrís- ey. Hún varð stúdent frá MA 1984 og cand. theol. frá Há- skóla Íslands 1991. Með guð- fræðinámi starfaði hún sem æskulýðsfulltrúi við Laugar- neskirkju en vígðist svo til prestsþjónustu í Vest- mannaeyjum. Eftir það varð hún fyrsti miðborgarpresturinn í Reykjavík, en frá 1. desember 2005 hefur hún verið sóknar- prestur í Garðaprestakalli. Hún var varaborgarfulltrúi í Reykja- vík 2002-2006, óháð af R-lista og sat m.a. í velferðarráði, stjórn heilsugæzlunnar og kirkjubyggingasjóði. Eiginmaður hennar er Bjarni Karlsson, sóknarprestur Laugarneskirkju. Þau eiga þrjú börn; Andra, Matthildi og Bolla Má og eitt barnabarn sem heitir Bergþóra Hildur. Jóna Hrönn Hraði, 2 Mb/sek*. Gagnamagn, 10 GB. Verð 4.190 kr. Það er800 7000 • siminn.is E N N E M M /S ÍA /N M 38 91 6 Leið 1: INTERNET SÍMANS Internet Símans er annað og meira en venjuleg nettenging Þú hefur möguleika á hraðari nettengingu, meira gagnamagni, öruggri gagnageymslu, Sjónvarpi Símans með fjölda sjónvarpsstöðva og vídeóleigu heima í stofu. Auk þess fylgir Netvarinn öllum áskriftarleiðum. Skráðu þig í eina af nýju leiðunum. * Hraði allt að 2 Mb/sek. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.