Morgunblaðið - 06.09.2009, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.09.2009, Blaðsíða 13
um og við þau orð mín stend ég. Fallist okkar gagnaðilar á þær breytingar sem gerðar voru á frum- varpinu um ríkisábyrgð, þá er það gott, því það skapar Íslandi ákveðið öryggi gagnvart endurgreiðslunum, sem segja má að hafi ekki verið til staðar. Það hins vegar breytir ekki því, að ef efnahagsþróunin verður óhagstæð, sem við vonum auðvitað að verði ekki, þá hefði mjög líklega það sama gerst, hvort eð var, að við hefðum þurft að óska eftir endur- upptöku á viðræðunum, vegna þess að við værum að lenda í erfiðleikum með að efna samninginn. En ég er ekki viss um að útkoman ætti þá eftir að verða svo ólík því sem verið hefði. Nú eru ýmsar sögur í gangi um vegferð þessa máls og alls konar goðsagnir sem ég hef ekkert verið að standa í að leiðrétta á meðan það hefur verið til viðkvæmrar umfjöll- unar á Alþingi. Í fyrsta lagi var það svo, að það var mikið legið yfir því hér í ráðuneytinu, áður en frum- varpið var lagt fram, hvort við ætt- um að reyna að setja einhverjar meiri viðmiðanir inn í frumvarpið en gert var. Það var ákveðið að gera það ekki…“ - Já, af því að Svavar Gestsson, formaður samninganefndarinnar, nennti ekki að hafa samninginn hangandi yfir höfði sér lengur. „Nei, þú ert nú bara með Svavar á heilanum. Nú er ég ekki að tala um samninginn sem slíkan, heldur frumvarpið um ríkisábyrgðina. Ég opnaði auðvitað strax á það, í um- ræðum á Alþingi, að sjálfsagt væri að Alþingi skoðaði vel umgjörðina um afgreiðslu ábyrgðarinnar, því það var hún sem var til umfjöllunar á Alþingi, ekki samningurinn sjálf- ur. Ég taldi alltaf að best væri að sá hluti málsins væri í höndum Alþing- is. Öfugt við það sem sumir kunna að halda, þá er ég ekki viðkvæmur fyrir því að Alþingi taki mál sem ég flyt og betrumbæti þau. Hvers vegna ætti ég að vera það? Ég er búinn að eyða 26 árum af ævi minni inni á þingi og er mikill þingræðis- sinni í mér. Ef það er málunum til góðs og þau eru betri eftir meðferð Alþingis, þá er það bara eins og það á að vera. Ég lít ekki á það sem vantraust eða áfellisdóm, hvorki yfir mér né samninganefndinni.“ Verð að hryggja Morgunblaðið - Var þessi niðurstaða á Alþingi í síðustu viku jafnvel merkilegust fyr- ir þær sakir, að hún var sigur þing- ræðisins yfir framkvæmdavaldinu? „Ef menn kjósa að stilla þessu upp með þeim hætti, þá er það mér að meinalausu. Ég lít ekki þannig á að þingið og framkvæmdavaldið séu andstæðingar eða andstæðir pólar. Er þetta ekki þannig, þegar upp er staðið, að það situr þingbundin rík- isstjórn á Íslandi, sem er þannig hluti af þingræðinu? Við erum hér með þingræði og framkvæmdavald- ið sækir umboð sitt til Alþingis. Þegar upp var staðið, þá voru það nú stjórnarflokkarnir sem skiluðu þessu máli í höfn, með sínum at- kvæðum.“ - Rétt, en í samvinnu við stóran hluta stjórnarandstöðunnar, hvað varðaði endanlega gerð fyrirvar- anna, ekki satt? „Jú, mikið rétt. Sú samvinna var mikilvæg og það náðist breið sam- staða um ýmsar breytingar, sem ég er sáttur við.“ - Þinn nánasti samstarfsmaður og félagi í mörg herrans ár, Ög- mundur Jónasson, brást nú þannig við Icesave-samningnum í sumar, að fullyrt er að jaðrað hafi við vin- slit ykkar á milli? „Það er fjarri öllu lagi og ég verð að hryggja Morgunblaðið með því að það er algjör misskilningur að jaðrað hafi við vinslit okkar Ög- mundar.“ - Heldur þú að þú lifir þetta af pólitískt? Hefur ekki þín staða í eigin flokki veikst til muna? „Ég þakka nú fyrir allar þessar jákvæðu spurningar! Mitt svar er nei. Ég held að mín staða hafi ekk- ert breyst og alls ekki veikst. Það merkilega er nú, að ég finn mikinn stuðning og miklar óskir í þá veru að okkur gangi vel í þeirri vegferð sem við nú erum í. Sá stuðningur nær langt, langt út fyrir raðir Vinstri grænna. Ég er ekkert að hrópa um það á torgum, en ég fæ ótrúlegan fjölda bréfa og skilaboða, þar sem fólk er að hvetja okkur til þess að standa okkur áfram. Það átta sig auðvitað allar hugsandi og skynsamar manneskjur á því að við erum að glíma við mikla erfiðleika. Við erum að reyna að takast á við þetta við afbrigðilegar og erfiðar aðstæður og það er erfitt hlutverk. Algengustu kveðjurnar og skila- boðin eru reyndar þau, að maður eigi að passa sig á því að ofgera sér ekki eða drepa sig á þessu. Slíkar kveðjur held ég að endurspegli mjög góðan hug og tilfinningu mjög margra úti í þjóðfélaginu.“ ESB-málið mjög erfitt - Þú fékkst mjög hvassa gagnrýni á þig frá flokksmönnum þínum í eigin kjördæmi og víðar, þegar þú leiddir VG inn í að samþykkja aðild- arumsókn að ESB. Varla hefur heyrst nokkuð frá Samfylkingunni frá því að þeirra eina mál, ESB- aðildarumsóknin, var barið í gegn- um þingið, þar sem stór hluti VG greiddi augljóslega atkvæði með þingsályktunartillögunni gegn eigin sannfæringu. Var og er ESB-málið ekki gífurlega erfitt fyrir ykkur í Vinstri grænum? „Þetta eru nú eiginlega allt óboð- legar forsendur sem þú gefur þér í spurningunum. Það er fráleitt að halda því fram að stór hluti þing- manna VG hafi greitt atkvæði gegn eigin sannfæringu. Það voru margir þingmenn VG með þá afstöðu að leiða ætti ESB-málið til lykta eins og nú er stefnt að. Strax á flokks- ráðsfundi okkar í byrjun desember og aftur á landsfundi flokksins tveimur mánuðum seinna voru margir þeirrar skoðunar, sem voru og eru andvígir aðild okkar að Evr- ópusambandinu, að vænlegra væri til sigurs að fara í viðræður og fá það á hreint að það væru vænt- anlega ekki í boði þær undanþágur sem gerðu slíka samninga aðgengi- lega fyrir þjóðina og þá yrði málið fellt. Það er því mikill misskilningur að halda því fram eins og þú gerðir, að stór hluti þingmanna VG hafi greitt atkvæði gegn sannfæringu sinni. Það er bara ekki svo. Þegar upp var staðið, þá féllu atkvæði nokkurn veginn í samræmi við þær yfirlýsingar sem þingmenn flokks- ins höfðu áður gefið. Það er hins vegar að sjálfsögðu rétt að ESB-málið var okkur vinstri grænum mjög erfitt, bæði pólitískt og persónulega. Það er líka rétt að ýmsir okkar flokksmanna eiga mjög erfitt með að sætta sig við að við skulum vera komin í þessar aðild- arviðræður að hluta til fyrir okkar tilstilli. Það viðurkenni ég og er al- gjörlega hreinskilinn í þeim efnum. Þetta er langerfiðasta málið. Fyr- ir mér var þetta miklu, miklu erf- iðara og stærra mál heldur en Ice- save. Ég átti í engum vandræðum með Icesave-málið, því ég hef bjargfasta sannfæringu fyrir því að þetta var það eina sem hægt var að gera, þ.e.a.s. að leiða málið til lykta með þeim skástu samningum sem í boði voru. En Evrópumálið var okkur mjög erfitt og ég geri alls ekki lítið úr því. Ég skil mjög vel gagnrýnendur þeirrar niðurstöðu sem fékkst, en bendi á að Evrópusambandsmálið er reyndar flestum flokkum erfitt. Það sem kannski minna hefur farið fyrir í umræðunni, er sú staðreynd að það eru allir flokkar meira og minna skiptir í afstöðu sinni til ESB-aðildar. Hjá okkur í VG er auðvitað mjög stór og sterkur hópur flokksmanna sem er mjög andvígur því að Ísland gerist aðili að ESB, sérstaklega fólkið okkar af landsbyggðinni, en það eru líka fjölmargir sem okkur da þegar á bjátar 13 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2009 - Steingrímur, þú varst eitthvað að kveinka þér áðan undan spurningum mínum en nú fyrst er ég komin að spurningunni, sem ég taldi að væri kannski svolítið kvikindisleg: Stein- grímur J. Sigfússon ráðherra og Steingrímur J. Sigfússon, stjórnarandstöðuþingmaður eru tveir ólíkir menn. Við hvorn þeirra líkar þér betur? Við hvorn þeirra heldur þú að kjós- endur VG felli sig betur og treysti betur? „Ég var ekkert að kveinka mér. Ég bara leiðrétti rangar fullyrðingar og forsendur í spurningum þínum þegar það á við. En að spurningu þinni: Steingrímur ráðherra og Stein- grímur stjórnarandstöðuþingmaður er einn og sami mað- urinn, sami sveitastrákurinn, sem bara lenti í pólitík. Það eru auðvitað verkefnin og aðstæðurnar sem hafa áhrif á það hvernig maður kemur fram. Ég fékk nákvæmlega sömu umræðu um mig, þegar ég varð ráðherra, 1988, þá ungur að árum. Ég var kjaftfor og frekur þingmaður, en eftir að ég varð ráðherra, þá var mikið umtal um það hvað ég væri fljótur að setja mig í ráðherrastellingar. Ráðherra verður að kunna það, að hann getur ekki staðið í því, og það er ekki hans málum til framdráttar niðri á þingi, að standa í endalausum skylmingum eins og stjórnarand- stöðuþingmaður. Það sem hann er að hugsa um er að koma málum sínum áfram, svara á málefnalegan hátt fyrir þau á Alþingi, bæði spurningum og gagnrýni sem þar kemur fram, en þegja þess á milli. Það er langárangursríkasta aðferðin fyrir ráðherra að starfa með þeim hætti. Þetta þurfa menn að læra og gera það yfirleitt smátt og smátt. Ég hef að vísu unnið með ráðherrum í ríkisstjórn, sem áttu mjög erfitt með að læra þetta og þá dettur mér sérstaklega í hug einn ein- staklingur, sem er í öðru hlutverki í dag. Hann átti stundum mjög erfitt með að hemja sig. Þá er þetta vitanlega líka spurning um það hvaða mál ráð- herra er að bera fyrir þingið. Þegar þú ert að koma með gríð- arlega erfiða og stóra hluti, eins og niðurskurðinn í ríkisfjár- málunum í vor, eða Icesave-málið, þá finn ég mig ekki í því að setja mál fram þar sem ég veð fram glaðbeittur með brandinn á lofti. Þetta eru vitanlega grafalvarleg og erfið mál og allir hugsandi menn hljóta að vera undir áhrifum af því þegar þeir tala um þau, ekki síst ráðherra sem ber ábyrgð á málinu. Ég kannast því ekki við að ég sé annar en ég alltaf hef verið, þótt það beri nú örsjaldan við að ég bregði mér í það hlutverk að brýna svolítið raustina.“ - Þú varst sem stjórnarandstöðuþingmaður orðlagður ræðuskörungur. Heldur þú að kjósendur VG eigi ekki margir erfitt með að átta sig á hamskiptunum sem urðu á milli fjár- málaráðherra og stjórnarandstöðuþingmannsins sem var? „Ekki marka ég það, miðað við þau viðbrögð sem ég skynja. Auðvitað er ég alltof lítið úti í þjóðfélaginu og bæði vildi og þyrfti að vera meira úti á meðal fólks. En aðstæður bjóða ekki upp á það, nú um stundir. Ég held samt sem áður fólki líki það vel að ég reyni að halda ró minni og vera sæmilega æðrulaus í þeim verkefnum sem ég vinn. Ég sé ekki að það myndi hjálpa mikið að vera eins og hengdur upp á þráð eða uppskrúfaður á taugum. Maður verður að reyna að halda ró sinni og halda hausnum skýrum og gera sitt besta. Það er ekki um neitt annað að ræða. Ég skynja ekki að fólki falli það illa, heldur þvert á móti. Auðvitað hafa einhverjir gaman af því að spá í hamskipti stjórnmálamanns, eins og þú orðar það. Ég er ekkert við- kvæmur fyrir því en fullyrði að ég er nákvæmlega sami mað- ur og sami persónuleiki og ég hef verið í langan tíma.“ EINN OG SAMI MAÐURINN - Hvað gerist, Steingrímur, ef Hollendingar og Bretar hafna lögunum um ríkisábyrgð, með þeim fyrirvörum sem settir hafa verið? Hafið þið undirbúið til hvaða ráða verður þá gripið? „Já og nei. Ef þeir hafna fyrirvörunum alveg og málið verður í algjörri upplausn, þá höfum við auðvitað velt því fyrir okkur hvað væri til ráða. Ég held að þá væri komin upp staða sem við myndum ekki ráða við, án ein- hvers konar utanaðkomandi stuðnings. Ég ímynda mér að við slíkar kringumstæður þyrftum við að leita lið- sinnis einhverra aðila til að aðstoða okkur annars vegar og Breta og Hollendinga hins vegar við að leysa deil- una. Ég hef auðvitað líka velt fyrir mér hvaða aðstæður kæmu þá upp í okkar efnahagsmálum og okkar að- stæðum sem þjóðar. Þá yrðum við að geta gripið til ákveðinna ráðstafana, það er alveg ljóst. Það yrði mikil upplausn í okkar málum, ef allt prógrammið sem unnið hefur verið eftir, samstarfið við Alþjóðagjaldeyrissjóð- inn, lánin frá hinum Norðurlöndunum og fleirum til að styrkja gjaldeyrisforðann, sigldi einfaldlega í strand. Það gæti einnig haft slæm áhrif á endurreisn banka- kerfisins og sömuleiðis á samskipti okkar við erlenda kröfuhafa, gengi krónunnar og lánshæfismat þjóð- arinnar og raunar hvað eina. Það gætu þannig komið upp mjög alvarlegar aðstæður, sem menn yrðu að bregðast við, en í lengstu lög vona ég vitanlega að ekki komi til slíks. Það er jákvætt að umræðan í erlendum fjölmiðlum hefur lagst meira með okkur Íslendingum og okkar málstað á lokaspretti Icesave-málsins og ég held að það sé meðal annars afraksturinn af því að umheim- urinn hefur upplifað og fylgst með því hversu stórt þetta mál er fyrir íslensku þjóðina. Það má kannski segja að það sé ávinningurinn af því langa og erfiða ferli sem málið fór í, í meðförum Alþing- is. Þannig komst það smátt og smátt til skila hversu stórt og erfitt þetta mál er fyrir Ísland og það er gott. Að hinu leytinu til hefur þetta langa afgreiðsluferli í þinginu kostað okkur tíma. Við erum fjórum til sex vik- um á eftir með ýmislegt, sem er til baga. Vitanlega verðum við einnig alltaf að hafa í huga, hversu þýðingarmikið það er, þegar eitthvað gerist hjá okkur sem kallast góðar fréttir, að koma þeim kröft- uglega á framfæri við umheiminn. Að loksins séu farnir að gerast hér einhverjir góðir hlutir, við séum að ná árangri og okkur miði áfram, skiptir mjög miklu fyrir okkur að fréttist út í heim. Við þurfum að koma því til skila við umheiminn að við séum að ná tökum á ástandinu, takast á við erfiðleik- ana og okkur sé að miða eitthvað áfram. Ég nefni sem dæmi samninginn um bankamálin frá 20. júlí sl. Við lögðum talsvert í það að koma þeim fréttum á framfæri, að loksins eftir langa mæðu stefndi í lausn á þessu máli, þar sem endurfjármögnun bankanna yrði lokið og sömuleiðis uppgjöri milli nýju og gömlu bankanna. Við fundum umsvifalaust dagana á eftir að andrúmsloftið í umheiminum breyttist, okkur í hag. Það höfum við ítrekað fengið staðfest síðan, bæði úr fjármálaheiminum, frá útflytjendum og fleiri aðilum. Annað dæmi er lausn Icesave-málsins á Alþingi. Al- mennt var það talið jákvætt að Alþingi hefði afgreitt ríkisábyrgðina, þótt vitanlega hafi einnig vaknað fjöldi spurninga, vegna fyrirvaranna, sérstaklega hjá Bretum og Hollendingum. Vonandi skýrist það eitthvað á allra næstu dögum í hvaða ferli Icesave fer. Meira get ég ekki sagt á þessu stigi.“ HVAÐ EF?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.